Börkur hættir hjá Val Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. október 2024 14:22 Börkur Edvardsson ætlar að láta staðar numið í stjórn knattspyrnudeildar Vals. vísir/sigurjón Börkur Edvardsson ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns eða stjórnarsetu í knattspyrnudeild Vals á næsta haustfundi félagsins 21. október. Um talsverð tímamót er að ræða því Börkur tók sæti í stjórn knattspyrnudeildar Vals 2003 og hefur setið þar síðan þá. Lengst af hefur hann verið formaður knattspyrnudeildar en nú verður breyting á. „Ég hef ákveðið að láta staðar numið eftir 21 ár í sjálfboðaliðastarfi og mun ekki bjóða mig fram til formanns né til stjórnarsetu í knattspyrnudeild Vals á komandi haustfundi félagsins sem haldinn verður 21. október,“ skrifar Börkur í löngum pistli á Facebook. „Á þeim árum sem ég hef verið formaður og stjórnarmaður hafa unnist yfir 70 titlar þar af 24 stórir titlar, 14 Íslandsmeistaratitlar og 10 bikarameistaratitlar. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég tók sæti í stjórn knattspyrnudeildar Vals 2003 að ég ætti eftir að endast í 21 ár sem formaður og stjórnarmaður knattspyrnudeildar, sem stjórnarmaður aðalstjórnar og varaformaður félagsins sem ég gengdi í eitt tímabil. Ég er stoltur og þakklátur að hafa stýrt knattspyrnudeild Vals á sigursælasta tímabili í sögu félagsins og það með mínum bestu vinum og fjölskyldu.“ Börkur fer yfir tíma sinn hjá Val í pistlinum og kemur víða við. Hann segir mikið hafa breyst hjá Val síðan hann byrjaði að starfa fyrir félagið fyrir rúmum tuttugu árum. „Árið 2003 og árin þar á undan hafði umhverfið verið erfitt hjá Val. Aðstöðuleysi, innviðar fúnir,fjárhagsleg vandræði og hnignun blasti við. Meistaraflokkur karla flakkaði á milli deilda og áttum við til að mynda ekki til bolta á æfingar, vesti eða keppnisbúninga. Þetta var ekki Valur sem ég var alinn upp við,“ skrifar Börkur en tímabilið 2003 féll karlalið Vals úr efstu deild, í þriðja sinn á sex árum. Eftir það tímabil tók Börkur við sem formaður knattspyrnudeildar Vals. Vantar yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Börkur tók við formennsku í knattspyrnudeild Vals fyrir 21 ári og öll aðstaða og umgjörð hjá félaginu hefur tekið miklum breytingum. Þrátt fyrir það segir Börkur að Valsmenn þurfi að gefa enn meira í og ráða í tvær nýjar stöður í knattspyrnudeildinni. „Þrátt fyrir að mikil velgengni hafi einkennt þessi ár þá hefur þetta reynt á mann sjálfan og fólkið í kringum mann. Það fer gríðarlegur tími og mikil orka í að halda starfi sem þessu gangandi. Eftir allan þennan tíma met ég það svo að það sé ekki lengur hægt að leggja slíka vinnu á sjálfboðaliða. Það er mikilvægt að Valur ráði yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar en tillögur um slíkt hafa verið lagðar fram,“ skrifar Börkur en pistilinn má lesa hér fyrir ofan. Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Segir að það hafi verið mistök að reka Willum Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, viðurkennir að hafa gert mistök þegar Willum Þór Þórssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins um mitt sumar 2009. 23. nóvember 2021 09:00 „Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01 „Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Um talsverð tímamót er að ræða því Börkur tók sæti í stjórn knattspyrnudeildar Vals 2003 og hefur setið þar síðan þá. Lengst af hefur hann verið formaður knattspyrnudeildar en nú verður breyting á. „Ég hef ákveðið að láta staðar numið eftir 21 ár í sjálfboðaliðastarfi og mun ekki bjóða mig fram til formanns né til stjórnarsetu í knattspyrnudeild Vals á komandi haustfundi félagsins sem haldinn verður 21. október,“ skrifar Börkur í löngum pistli á Facebook. „Á þeim árum sem ég hef verið formaður og stjórnarmaður hafa unnist yfir 70 titlar þar af 24 stórir titlar, 14 Íslandsmeistaratitlar og 10 bikarameistaratitlar. Ekki óraði mig fyrir því þegar ég tók sæti í stjórn knattspyrnudeildar Vals 2003 að ég ætti eftir að endast í 21 ár sem formaður og stjórnarmaður knattspyrnudeildar, sem stjórnarmaður aðalstjórnar og varaformaður félagsins sem ég gengdi í eitt tímabil. Ég er stoltur og þakklátur að hafa stýrt knattspyrnudeild Vals á sigursælasta tímabili í sögu félagsins og það með mínum bestu vinum og fjölskyldu.“ Börkur fer yfir tíma sinn hjá Val í pistlinum og kemur víða við. Hann segir mikið hafa breyst hjá Val síðan hann byrjaði að starfa fyrir félagið fyrir rúmum tuttugu árum. „Árið 2003 og árin þar á undan hafði umhverfið verið erfitt hjá Val. Aðstöðuleysi, innviðar fúnir,fjárhagsleg vandræði og hnignun blasti við. Meistaraflokkur karla flakkaði á milli deilda og áttum við til að mynda ekki til bolta á æfingar, vesti eða keppnisbúninga. Þetta var ekki Valur sem ég var alinn upp við,“ skrifar Börkur en tímabilið 2003 féll karlalið Vals úr efstu deild, í þriðja sinn á sex árum. Eftir það tímabil tók Börkur við sem formaður knattspyrnudeildar Vals. Vantar yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Börkur tók við formennsku í knattspyrnudeild Vals fyrir 21 ári og öll aðstaða og umgjörð hjá félaginu hefur tekið miklum breytingum. Þrátt fyrir það segir Börkur að Valsmenn þurfi að gefa enn meira í og ráða í tvær nýjar stöður í knattspyrnudeildinni. „Þrátt fyrir að mikil velgengni hafi einkennt þessi ár þá hefur þetta reynt á mann sjálfan og fólkið í kringum mann. Það fer gríðarlegur tími og mikil orka í að halda starfi sem þessu gangandi. Eftir allan þennan tíma met ég það svo að það sé ekki lengur hægt að leggja slíka vinnu á sjálfboðaliða. Það er mikilvægt að Valur ráði yfirmann knattspyrnumála og framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar en tillögur um slíkt hafa verið lagðar fram,“ skrifar Börkur en pistilinn má lesa hér fyrir ofan.
Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Segir að það hafi verið mistök að reka Willum Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, viðurkennir að hafa gert mistök þegar Willum Þór Þórssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins um mitt sumar 2009. 23. nóvember 2021 09:00 „Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01 „Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Segir að það hafi verið mistök að reka Willum Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, viðurkennir að hafa gert mistök þegar Willum Þór Þórssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins um mitt sumar 2009. 23. nóvember 2021 09:00
„Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. 22. nóvember 2021 13:01
„Þeir sögðu hluti sem ég átti mjög erfitt með að fyrirgefa“ Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að ásakanir FH-inga um að hann hafi tekið hluta af sölu leikmanna til sín hafi fengið á sig. 22. nóvember 2021 10:30