„Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. október 2024 17:42 Sigurður Ingi segir mikilvægt að ljúka við ýmis verkefni fram að kosningum. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna tilkynnti að ráðherrar flokksins hygðust ekki sitja í starfstjórn skömmu eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands rauf þing síðdegis. Þingflokkur Framsóknar fundaði í gær og var niðurstaða hans að skynsamlegast væri, nú þegar boðað hefur verið til kosninga með örskömmum fyrirvara að fylgja verði eftir þeim verkefnum sem eru á borðinu. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að honum þætti eðlilegast að ef Vinstri græn yrðu ekki með í starfsstjórninni skiptu hinir tveir stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, með sér verkum. „Það hefur engan tilgang að setja nýtt fólk í það. Þetta er fyrst og fremst starfsstjórn sem er að starfa fram að kosningum,“ sagði Sigurður Ingi. Svandís viðraði það í gær að hún væri tilbúin til að sitja í minnihlutastjórn undir forystu Sigurðar Inga fram að kosningum. Freistaði það þín að fara í slíkt samstarf? „Nei, ekki persónulega. En það sem okkur fannst í Framsókn og finnst að þegar við erum komin í þessar aðstæður, þá þurfum við að horfa á þessi verkefni sem við teljum að sé mikilvægt að sé lokið. Auðvitað vita allir að það þarf að ljúka fjárlögum og það er mikilvægt í þessu efnahagsumhverfi sem við erum í,“ sagði Sigurður. Þá séu fleiri mál sem væri gott að klára, til að mynda ýmis samgöngumál. „Við þurfum að skoða hvort það sé hægt. Hún er auðvitað ekki komin fram, það væri auðvitað möguleiki að mæla fyrir henni en það má líka skoða hvort það sé hægt að gera það í gegnum fjárlögin á einvhern hátt. ég held það myndi hjálpa til við pólitíska umræðu að samgönguáætlun komi fram.“ Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna tilkynnti að ráðherrar flokksins hygðust ekki sitja í starfstjórn skömmu eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands rauf þing síðdegis. Þingflokkur Framsóknar fundaði í gær og var niðurstaða hans að skynsamlegast væri, nú þegar boðað hefur verið til kosninga með örskömmum fyrirvara að fylgja verði eftir þeim verkefnum sem eru á borðinu. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að honum þætti eðlilegast að ef Vinstri græn yrðu ekki með í starfsstjórninni skiptu hinir tveir stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, með sér verkum. „Það hefur engan tilgang að setja nýtt fólk í það. Þetta er fyrst og fremst starfsstjórn sem er að starfa fram að kosningum,“ sagði Sigurður Ingi. Svandís viðraði það í gær að hún væri tilbúin til að sitja í minnihlutastjórn undir forystu Sigurðar Inga fram að kosningum. Freistaði það þín að fara í slíkt samstarf? „Nei, ekki persónulega. En það sem okkur fannst í Framsókn og finnst að þegar við erum komin í þessar aðstæður, þá þurfum við að horfa á þessi verkefni sem við teljum að sé mikilvægt að sé lokið. Auðvitað vita allir að það þarf að ljúka fjárlögum og það er mikilvægt í þessu efnahagsumhverfi sem við erum í,“ sagði Sigurður. Þá séu fleiri mál sem væri gott að klára, til að mynda ýmis samgöngumál. „Við þurfum að skoða hvort það sé hægt. Hún er auðvitað ekki komin fram, það væri auðvitað möguleiki að mæla fyrir henni en það má líka skoða hvort það sé hægt að gera það í gegnum fjárlögin á einvhern hátt. ég held það myndi hjálpa til við pólitíska umræðu að samgönguáætlun komi fram.“
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira