Algjör nýmæli að neita að taka þátt í starfsstjórn Jón Þór Stefánsson skrifar 15. október 2024 20:20 Ólafur Þ. Harðarson telur að minnihlutastjórn Alþýðuflokksins frá 1979 hafi verið í huga Svandísar þegar hún lagði til bráðabirgðastjórn með Framsóknarflokknum. Vísir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor, segir það algjör nýmæli hjá Vinstri grænum að neita að taka þátt í starfsstjórn. Hugmynd Svandísar Svavarsdóttur, formanns Vinstri grænna, um minnihlutastjórn Framsóknar og VG hefði þó getað gengið upp, og á sér fordæmi. Í dag samþykkti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, að rjúfa þing að beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Hún bað sitjandi stjórn um að halda áfram sem starfsstjórn fram að kosningum, en Svandís Svavarsdóttir tilkynnti að Vinstri grænir myndu ekki verða við þeirri beiðni. „Þegar stjórn biðst lausnar þá er það meginreglan, og það gerist eiginlega alltaf, að sú stjórn er beðin um að halda áfram sem starfsstjórn. Þannig að það að Halla hafi fallist á þingrofsbeiðni Bjarna er mjög skiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að það hafa eiginlega flestir eða allir flokkar lýst sig sammála því að kjósa núna 30. nóvember,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu um tíðindi dagsins. „Það hefur verið reglan að þegar stjórn biðst lausnar og forseti fellst á lausnarbeiðnina, þá biður hann stjórnina að halda áfram sem starfsstjórn. Hingað til hefur það aldrei gerst að ríkisstjórn hafi hafnað því, og sumir stjórnmálafræðingar telja það nánast skyldu hennar að gerast starfsstjórn.“ Þá segir Ólafur að nánast allir ráðherrar hafi hingað til fallist á að sitja áfram í sínum embættum. Hann segist hafa lesið að Brynjólfur Bjarnason hafi tekið sér umhugsunarfrest árið 1947 þegar svokölluð nýsköpunarstjórn sprakk, en hann hefði síðan fallist á að sitja áfram. Síðan minntist Bjarni Benediktsson á það í viðtali áðan að einn ráðherra hefði einu sinni hætt í þessum kringumstæðum og tekið að sér dómaraembætti. „Ég þekki það ekki, en það er eflaust rétt hjá Bjarna,“ segir Ólafur um það dæmi. Að minnsta kosti sé það „algjörlega skýr meginregla“ að fráfarandi ríkisstjórn sitji í starfsstjórn. „Þannig það að Vinstri græn neiti núna að taka þátt í starfsstjórninni, það eru algjör nýmæli í íslenskum stjórnmálum.“ Svandís líklega með fordæmi frá 1979 í huga Svandís hafði talað um að hún vildi heldur fá bráðabirgðastjórn Framsóknar og Vinstri grænna. Ólafur tekur fram að Svandís hafi talað um „starfsstjórn“ í þeim efnum, en það væri í raun ekki eiginleg starfsstjórn heldur bráðabirgðastjórn. Fordæmi fyrir slíku sé frá 1979. Þá hafi stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem var samansett af Framsókn, Alþýðuflokki, og Alþýðubandalagi, sprungið í byrjun októbermánaðar. „Þann 12. október þá baðst hann lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Þar með varð sú stjórn starfsstjórn. Hún hins vegar starfaði ekki nema í þrjá daga vegna þess að 15. október þá tilkynnti Kristján Eldjárn að hann væri búinn að skipa Benedikt Gröndal, formann Alþýðuflokksins, sem forsætisráðherra, og um leið rauf hann þingið að tillögu Benedikts,“ rekur Ólafur. Um hafi verið að ræða minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sem starfaði fram að kosningum 2. og 3. desember. Strax að loknum kosningum hafi Benedikt beðist lausnar. Forsetinn samþykkti það, en bað Benedikt að vera áfram þangað til ný stjórn yrði mynduð, en þá var um starfsstjórn að ræða, ekki bráðabirgðastjórn. Við tók mikil stjórnarkreppa, en ný stjórn Gunnars Thoroddsens var mynduð 8. febrúar 1980. Minnihlutastjórnin sat því í um fjóra mánuði. „Þegar Svandís talaði um hugsanlega minnihlutastjórn Framsóknar og Vinstri grænna hefur hún vafalítið verið með þetta fordæmi í huga,“ segir Ólafur. Hefði ekki gerst nema með vilja Sigurðar Inga „Það hefði verið annar möguleiki: Hefðu Sigurður Ingi og Svandís bæði viljað mynda svona minnihlutastjórn og þau fengið nægjanlegan stuðning eða hlutleysi meirihluta þingmanna, þá held ég að það sé mjög líklegt að forsetinn hefði samþykkt slíka stjórn og veitt Sigurði Inga umboð til stjórnarmyndunar.“ Að sögn Ólafs hefði sú leið verið stjórnskipulega fær, eins og dæmið frá 1979 sýnir. „En svona hefði aldrei gerst nema Sigurður Ingi vildi það, og í öðru lagi ef ellefu þingmenn úr stjórnarandstöðunni hoppað á vagninn,“ segir Ólafur. Mögulegt en ólíklegt að mynda minnihlutastjórn úr þessu Þrátt fyrir það segir Ólafur að þetta stjórnarmynstur sé í raun enn mögulegt, þó það verði að teljast ólíklegt. „Þingið gæti þess vegna samþykkt vantraust á þessa starfsstjórn, jafnvel þó það myndi ekki þjóna miklum tilgangi. Og Sigurður Ingi og Svandís myndu vilja reyna á þessa minnihlutastjórn Framsóknar og VG þá gætu þau það enn þá. Þá gengju þau á fund forseta og tilkynntu að slík stjórn væri á borðinu og hefði stuðning eða hlutleysi meirihluta þings. Þá væri mjög líklegt að Halla myndi veita honum stjórnarmyndunarumboð,“ segir Ólafur. „En eins og þetta stendur núna er þetta afskaplega ólíkleg sviðsmynd. En það er bara áhugavert að halda þessu til haga.“ Ólafi finnst langlíklegast að stjórnin fram að kosningum verði starfsstjórnin sem Halla hafi lagt upp með. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Í dag samþykkti Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, að rjúfa þing að beiðni Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra. Hún bað sitjandi stjórn um að halda áfram sem starfsstjórn fram að kosningum, en Svandís Svavarsdóttir tilkynnti að Vinstri grænir myndu ekki verða við þeirri beiðni. „Þegar stjórn biðst lausnar þá er það meginreglan, og það gerist eiginlega alltaf, að sú stjórn er beðin um að halda áfram sem starfsstjórn. Þannig að það að Halla hafi fallist á þingrofsbeiðni Bjarna er mjög skiljanlegt, ekki síst í ljósi þess að það hafa eiginlega flestir eða allir flokkar lýst sig sammála því að kjósa núna 30. nóvember,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu um tíðindi dagsins. „Það hefur verið reglan að þegar stjórn biðst lausnar og forseti fellst á lausnarbeiðnina, þá biður hann stjórnina að halda áfram sem starfsstjórn. Hingað til hefur það aldrei gerst að ríkisstjórn hafi hafnað því, og sumir stjórnmálafræðingar telja það nánast skyldu hennar að gerast starfsstjórn.“ Þá segir Ólafur að nánast allir ráðherrar hafi hingað til fallist á að sitja áfram í sínum embættum. Hann segist hafa lesið að Brynjólfur Bjarnason hafi tekið sér umhugsunarfrest árið 1947 þegar svokölluð nýsköpunarstjórn sprakk, en hann hefði síðan fallist á að sitja áfram. Síðan minntist Bjarni Benediktsson á það í viðtali áðan að einn ráðherra hefði einu sinni hætt í þessum kringumstæðum og tekið að sér dómaraembætti. „Ég þekki það ekki, en það er eflaust rétt hjá Bjarna,“ segir Ólafur um það dæmi. Að minnsta kosti sé það „algjörlega skýr meginregla“ að fráfarandi ríkisstjórn sitji í starfsstjórn. „Þannig það að Vinstri græn neiti núna að taka þátt í starfsstjórninni, það eru algjör nýmæli í íslenskum stjórnmálum.“ Svandís líklega með fordæmi frá 1979 í huga Svandís hafði talað um að hún vildi heldur fá bráðabirgðastjórn Framsóknar og Vinstri grænna. Ólafur tekur fram að Svandís hafi talað um „starfsstjórn“ í þeim efnum, en það væri í raun ekki eiginleg starfsstjórn heldur bráðabirgðastjórn. Fordæmi fyrir slíku sé frá 1979. Þá hafi stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem var samansett af Framsókn, Alþýðuflokki, og Alþýðubandalagi, sprungið í byrjun októbermánaðar. „Þann 12. október þá baðst hann lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Þar með varð sú stjórn starfsstjórn. Hún hins vegar starfaði ekki nema í þrjá daga vegna þess að 15. október þá tilkynnti Kristján Eldjárn að hann væri búinn að skipa Benedikt Gröndal, formann Alþýðuflokksins, sem forsætisráðherra, og um leið rauf hann þingið að tillögu Benedikts,“ rekur Ólafur. Um hafi verið að ræða minnihlutastjórn Alþýðuflokksins sem starfaði fram að kosningum 2. og 3. desember. Strax að loknum kosningum hafi Benedikt beðist lausnar. Forsetinn samþykkti það, en bað Benedikt að vera áfram þangað til ný stjórn yrði mynduð, en þá var um starfsstjórn að ræða, ekki bráðabirgðastjórn. Við tók mikil stjórnarkreppa, en ný stjórn Gunnars Thoroddsens var mynduð 8. febrúar 1980. Minnihlutastjórnin sat því í um fjóra mánuði. „Þegar Svandís talaði um hugsanlega minnihlutastjórn Framsóknar og Vinstri grænna hefur hún vafalítið verið með þetta fordæmi í huga,“ segir Ólafur. Hefði ekki gerst nema með vilja Sigurðar Inga „Það hefði verið annar möguleiki: Hefðu Sigurður Ingi og Svandís bæði viljað mynda svona minnihlutastjórn og þau fengið nægjanlegan stuðning eða hlutleysi meirihluta þingmanna, þá held ég að það sé mjög líklegt að forsetinn hefði samþykkt slíka stjórn og veitt Sigurði Inga umboð til stjórnarmyndunar.“ Að sögn Ólafs hefði sú leið verið stjórnskipulega fær, eins og dæmið frá 1979 sýnir. „En svona hefði aldrei gerst nema Sigurður Ingi vildi það, og í öðru lagi ef ellefu þingmenn úr stjórnarandstöðunni hoppað á vagninn,“ segir Ólafur. Mögulegt en ólíklegt að mynda minnihlutastjórn úr þessu Þrátt fyrir það segir Ólafur að þetta stjórnarmynstur sé í raun enn mögulegt, þó það verði að teljast ólíklegt. „Þingið gæti þess vegna samþykkt vantraust á þessa starfsstjórn, jafnvel þó það myndi ekki þjóna miklum tilgangi. Og Sigurður Ingi og Svandís myndu vilja reyna á þessa minnihlutastjórn Framsóknar og VG þá gætu þau það enn þá. Þá gengju þau á fund forseta og tilkynntu að slík stjórn væri á borðinu og hefði stuðning eða hlutleysi meirihluta þings. Þá væri mjög líklegt að Halla myndi veita honum stjórnarmyndunarumboð,“ segir Ólafur. „En eins og þetta stendur núna er þetta afskaplega ólíkleg sviðsmynd. En það er bara áhugavert að halda þessu til haga.“ Ólafi finnst langlíklegast að stjórnin fram að kosningum verði starfsstjórnin sem Halla hafi lagt upp með.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Innlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira