Vill annað sætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2024 07:44 Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir. Steingrímur Árnason Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, varaþingmaður Viðreisnar, sækist eftir öðru sætinu á lista Viðreisnar í öðru Reykjavíkurkjördæmanna í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Katrín Sigríður greindi frá þessu á Facebook í gærkvöldi og segir að Viðreisnarfólk í Reykjavík muni í dag taka ákvörðun um hvernig raðað skuli í efstu sæti á lista fyrir komandi kosningar. „Sama hvaða leið verður fyrir valinu þá ætla ég að gefa kost á mér í 2. sæti á lista Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ segir Katrín Sigríður sem er nú varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og tók um tíma sæti á þingi í mars síðastliðinn. Hún skipaði þriðja sætið á lista flokksins í kosningunum 2021. „Frá síðustu kosningum hef ég gegnt embætti varaþingmanns Viðreisnar í Reykjavík norður og á þeim tíma sem ég sat þingi tókst mér að koma okkar málum í alla helstu fjölmiðla landsins þegar ég lagði fram frumvarp um dánaraðstoð. Almenningur í landinu kallar eftir afdráttarlausri afstöðu, skýrri sýn á málefnin og raunverulegum lausnum sem hægt er að ráðast í strax. Þingmenn eru í þjónustu við almenning og þurfa að hlusta á það sem raunverulega er sagt og kallað eftir. Sérhagsmunir og pólitískir leikir verða að víkja. Mín grunngildi eru frjálslyndi, mannúð, heiðarleiki og ekkert kjaftæði. Frjálslynt vald byggir á þeirri forsendu að almenningi sé treystandi fyrir sjálfum sér og að einstaklingar og fyrirtæki geti tekið eigin ákvarðanir. Alþingismenn eiga að móta þá framtíð sem þeim er treyst fyrir með löggjafarvaldinu en sú framtíðarsýn á ekki að byggjast á boðum og bönnum heldur tækifærum. Stjórnsýsla á ekki að vera íþyngjandi og tímafrekt bákn sem býður upp á fáar og takmarkaðar hreyfingar heldur á hún að vera það sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að vaxa á eigin forsendum. Þau atriði sem ég set í forgrunn og tel mest aðkallandi eru: Efnahagsmál Málefni barna og fjölskyldna Geðheilbrigðismál Hér duga engin vettlingatök. Listar þurfa að liggja fyrir Landskjörstjórn fyrir lok mánaðar og við þurfum að vera tilbúin. Við þurfum fólk á lista sem þorir að taka afdráttarlausa afstöðu í málefnum sem brenna á almenningi í landinu. Við þurfum fólk með skýr markmið, sem getur unnið hratt og vel og náð árangri. Ég er tilbúin,“ segir Katrín Sigríður í tilkynningunni. Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Katrín Sigríður greindi frá þessu á Facebook í gærkvöldi og segir að Viðreisnarfólk í Reykjavík muni í dag taka ákvörðun um hvernig raðað skuli í efstu sæti á lista fyrir komandi kosningar. „Sama hvaða leið verður fyrir valinu þá ætla ég að gefa kost á mér í 2. sæti á lista Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu,“ segir Katrín Sigríður sem er nú varaþingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og tók um tíma sæti á þingi í mars síðastliðinn. Hún skipaði þriðja sætið á lista flokksins í kosningunum 2021. „Frá síðustu kosningum hef ég gegnt embætti varaþingmanns Viðreisnar í Reykjavík norður og á þeim tíma sem ég sat þingi tókst mér að koma okkar málum í alla helstu fjölmiðla landsins þegar ég lagði fram frumvarp um dánaraðstoð. Almenningur í landinu kallar eftir afdráttarlausri afstöðu, skýrri sýn á málefnin og raunverulegum lausnum sem hægt er að ráðast í strax. Þingmenn eru í þjónustu við almenning og þurfa að hlusta á það sem raunverulega er sagt og kallað eftir. Sérhagsmunir og pólitískir leikir verða að víkja. Mín grunngildi eru frjálslyndi, mannúð, heiðarleiki og ekkert kjaftæði. Frjálslynt vald byggir á þeirri forsendu að almenningi sé treystandi fyrir sjálfum sér og að einstaklingar og fyrirtæki geti tekið eigin ákvarðanir. Alþingismenn eiga að móta þá framtíð sem þeim er treyst fyrir með löggjafarvaldinu en sú framtíðarsýn á ekki að byggjast á boðum og bönnum heldur tækifærum. Stjórnsýsla á ekki að vera íþyngjandi og tímafrekt bákn sem býður upp á fáar og takmarkaðar hreyfingar heldur á hún að vera það sem gerir fólki og fyrirtækjum kleift að vaxa á eigin forsendum. Þau atriði sem ég set í forgrunn og tel mest aðkallandi eru: Efnahagsmál Málefni barna og fjölskyldna Geðheilbrigðismál Hér duga engin vettlingatök. Listar þurfa að liggja fyrir Landskjörstjórn fyrir lok mánaðar og við þurfum að vera tilbúin. Við þurfum fólk á lista sem þorir að taka afdráttarlausa afstöðu í málefnum sem brenna á almenningi í landinu. Við þurfum fólk með skýr markmið, sem getur unnið hratt og vel og náð árangri. Ég er tilbúin,“ segir Katrín Sigríður í tilkynningunni.
Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira