Rotovia kaupir mexíkóskt fyrirtæki Árni Sæberg skrifar 16. október 2024 10:37 Daði Valdimarsson er forstjóri Rotovia. Rotovia Dalvíska plastfyrirtækið Rotovia hefur fest kaup á mexíkóska fyrirtækinu Ollin Plastics, sem sérhæfir sig í framleiðslu á hverfisteyptum afurðum. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Rotovia sé leiðandi í hönnun og framleiðslu á hverfisteypum lausnum. Kaupin marki tímamót fyrir samstæðu Rotovia sem geti nú þjónustað alþjóðlega viðskiptavini sína í Norður-Ameríku í ríkari mæli en áður, en kaupin styðji einnig fyrirætlanir Rotovia um ytri vöxt. Tuttugu milljóna dala velta og 130 starfsmenn Ollin Plastics sé staðsett í Monterrey í Mexíkó og sérhæfi sig í hágæða hverfisteyptum vörum. Verksmiðjan hafi hafið starfsemi árið 2022 og með nýjustu tækni og mikilli áherslu á gæði, bjóði Ollin Plastics viðskiptavinum sínum upp á stuðning við vöruhönnun ásamt miklum möguleikum þegar kemur að samsetningu. Veltan í ár verði um tuttugu milljónir dala og hjá félaginu starfi um 130 manns. Styður við frekari vöxt í Norður-Ameríku „Ég tel að með þessum kaupum geti Rotovia nýtt sér styrkleika Ollin Plastics til þess að ýta undir nýsköpun og vöxt í iðnaðinum. Kaupin á Ollin Plastics styðja mjög vel við langtímamarkmið félagsins og enn frekari vöxt í Norður-Ameríku, bæði á okkar eigin vörum og einnig í framleiðslu á vörum viðskiptavina okkar,“ er haft eftir Daða Valdimarssyni, forstjóra Rotovia. Í tilkynningu segir að Rotovia framleiði og hanni sínar eigin vörur undir vörumerkjunum Sæplast, Tempra, iTUB og VARIBOX ásamt því að framleiða ýmsa íhluti fyrir bílaframleiðendur, framleiðendur landbúnaðartækja, vindmylluframleiðendur og fleiri geira. Hjá Rotovia starfi um 850 starfsmenn í ellefu verksmiðjum í átta löndum. Fyrirtækið sé með höfuðstöðvar sínar á Dalvík. „Við erum mjög spennt að verða hluti af Rotovia og hlökkum til þeirra vaxtartækifæra sem þessi samruni skapar. Saman getum við náð miklum árangri og haldið áfram að skila miklu virði til viðskiptavina okkar,“ er haft eftir Carlos De Santiago, verksmiðjustjóra Ollin Plastics. Dalvíkurbyggð Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Rotovia sé leiðandi í hönnun og framleiðslu á hverfisteypum lausnum. Kaupin marki tímamót fyrir samstæðu Rotovia sem geti nú þjónustað alþjóðlega viðskiptavini sína í Norður-Ameríku í ríkari mæli en áður, en kaupin styðji einnig fyrirætlanir Rotovia um ytri vöxt. Tuttugu milljóna dala velta og 130 starfsmenn Ollin Plastics sé staðsett í Monterrey í Mexíkó og sérhæfi sig í hágæða hverfisteyptum vörum. Verksmiðjan hafi hafið starfsemi árið 2022 og með nýjustu tækni og mikilli áherslu á gæði, bjóði Ollin Plastics viðskiptavinum sínum upp á stuðning við vöruhönnun ásamt miklum möguleikum þegar kemur að samsetningu. Veltan í ár verði um tuttugu milljónir dala og hjá félaginu starfi um 130 manns. Styður við frekari vöxt í Norður-Ameríku „Ég tel að með þessum kaupum geti Rotovia nýtt sér styrkleika Ollin Plastics til þess að ýta undir nýsköpun og vöxt í iðnaðinum. Kaupin á Ollin Plastics styðja mjög vel við langtímamarkmið félagsins og enn frekari vöxt í Norður-Ameríku, bæði á okkar eigin vörum og einnig í framleiðslu á vörum viðskiptavina okkar,“ er haft eftir Daða Valdimarssyni, forstjóra Rotovia. Í tilkynningu segir að Rotovia framleiði og hanni sínar eigin vörur undir vörumerkjunum Sæplast, Tempra, iTUB og VARIBOX ásamt því að framleiða ýmsa íhluti fyrir bílaframleiðendur, framleiðendur landbúnaðartækja, vindmylluframleiðendur og fleiri geira. Hjá Rotovia starfi um 850 starfsmenn í ellefu verksmiðjum í átta löndum. Fyrirtækið sé með höfuðstöðvar sínar á Dalvík. „Við erum mjög spennt að verða hluti af Rotovia og hlökkum til þeirra vaxtartækifæra sem þessi samruni skapar. Saman getum við náð miklum árangri og haldið áfram að skila miklu virði til viðskiptavina okkar,“ er haft eftir Carlos De Santiago, verksmiðjustjóra Ollin Plastics.
Dalvíkurbyggð Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira