Innlent

Andrés og Sunna á­fram og borgar­full­trúi undir feldi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Andrés Ingi Jónsson var þingmaður Vinstri grænna áður, var óháður um tíma áður en hann gekk til liðs við Pírata í febrúar 2021.
Andrés Ingi Jónsson var þingmaður Vinstri grænna áður, var óháður um tíma áður en hann gekk til liðs við Pírata í febrúar 2021. Vísir/Vilhelm

Andrés Ingi Jónsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmenn Pírata ætla henda sér í prófkjör Pírata fyrir komandi kosningar til Alþingis. Þetta staðfesta þau við fréttastofu. Flokkarnir þurfa að skila framboðslistum sínum til landskjörstjórnar í síðasta lagi 31. október. Tíminn er því knappur.

Því er ljóst að allir þingmenn Pírata að frátalinni Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur stefna á áframhaldandi þingmennsku nái Píratar nægilegu fylgi í kosningunum. Halldóra Mogensen, Björn Leví Gunnarsson og Gísli Rafn Ólafsson ætla sömuleiðis að gefa kost á sér í prófkjörið.

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem nýlega gekk til liðs við flokkinn tekur sömuleiðis þátt í prófkjörinu. Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, tjáir fréttastofu að hún liggi undir feldi varðandi prófkjörið. Ekki náðist í Dóru Björt Guðjónsdóttur borgarfulltrúa Pírata við vinnslu fréttarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×