Fannar Helgi Rúnarsson gerir sitt besta til að stöðva Þorstein Halldórsson, þjálfara kvennalandsliðsins.vísir/vilhelm
Starfsfólk KSÍ og gestir spiluðu síðasta leikinn á gamla grasinu á Laugardalsvelli í dag.
Sem kunnugt er verður lagt nýtt blandað gras á Laugardalsvöllinn á næstunni en það mun gjörbreyta aðstöðunni á þjóðarleikvanginum.
Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-4 fyrir Tyrklandi í síðasta opinbera leiknum á gamla grasinu á mánudaginn. Síðasti leikurinn á því fór hins vegar fram í dag þegar starfsfólk KSÍ og ýmsir gestir léku listir sínar.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, leit við á Laugardalsvelli og tók myndirnar sem má sjá hér fyrir ofan og neðan.
Sif Atladóttir átti ekki í vandræðum með að rifja upp gamla takta enda stutt síðan hún lagði skóna á hilluna.vísir/vilhelmSif og Ragnheiður Elíasdóttir skemmtu sér vel.vísir/vilhelmArnar Bill Gunnarsson, deildarstjóri fræðsludeildar KSÍ, í Copa Mundial.vísir/vilhelmSamskiptastjórinn Ómar Smárason þykir liðtækur í boltanum.vísir/vilhelmSóley Guðmundsdóttir, leikmaður Stjörnunnar og starfsmaður samskiptasviðs KSÍ, mætti með barnið sitt.vísir/vilhelmSumir á, sumir á, sumir á ... Crocs.vísir/vilhelmÁsmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, stóð á milli stanganna.vísir/vilhelmPjetur Sigurðsson sá til þess að allt færi vel fram.vísir/vilhelmRagnheiður og Kristbjörg Ingadóttir gantast.vísir/vilhelmKristinn V. Jóhannsson, Kristófer Dagur Sigurðsson og Elías Bóasson á fullri ferð. Þeir tveir síðastnefndu eru þó þekktari fyrir tilþrif sín inni á handboltavellinum.vísir/vilhelmGefð'ann! Katrín Ómarsdóttir biður um boltann.vísir/vilhelmMótastjórinn Birkir Sveinsson var að sjálfsögðu fyrirliði bláa liðsins.vísir/vilhelmYfirmaður knattspyrnumála, Jörundur Áki Sveinsson, rifjaði upp gamla þjálfaratakta og stýrði hvítum.vísir/vilhelmDómarastjórinn Magnús Jónsson dæmdi leikinn, á crocs skónum sínum.vísir/vilhelmÓmar með augun á boltanum en lögfræðingurinn Haukur Hinriksson drífur sig aftur í vörn.vísir/vilhelmGamla grasið á Laugardalsvelli heyrir brátt sögunni til.vísir/vilhelmAð sjálfsögðu var tekin hópmynd eftir leikinn.vísir/vilhelm