Innlent

Þing­rof í morgun og ríkis­ráð hittist síð­degis

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður farið yfir tíðindi dagsins en klukkan hálfellefu hófst þingfundur þar sem Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti formlega um þingrof og kosningar. 

Á eftir Bjarna í pontu komu svo forkólfar hinna flokkanna á þingi en kosningabaráttan er nú hafin fyrir alvöru. Kjördagur verður þann 30. nóvember.

Einnig fjöllum við um kjaradeilu kennara sem hafa boðað verkföll í nokkrum skólum um mánaðarmót. Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hjá SA segir að viðbótarhækkanir til kennarastéttarinnar geti raskað kjarasátt í landinu.

Einnig fáum við álit sérfræðings í flugbransanum á þeim tíðindum sem bárust frá Play í gær þar sem til stendur að draga saman seglin, í það minnsta þegar kemur að flugi yfir Atlantshafið.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 17. október 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×