Fótboltinn þurfi að njóta vafans hjá Val: „Er mjólkurkýr félagsins“ Aron Guðmundsson skrifar 18. október 2024 08:03 Tími Barkar Edvardssonar í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals er að líða undir lok. Tuttugu og eins árs farsælu samstarfi að ljúka. Vísir Eftir tuttugu og eins árs feril í embætti formanns knattspyrnudeildar Vals hefur Börkur Edvardsson ákveðið að láta staðar numið og mun hann ekki bjóða sig fram til formanns sé stjórnarsetu á komandi haustfundi félagsins. Börkur vill að byggt verði meira á fótboltanum hjá Val í framtíðinni. Honum leyft að njóta vafans. Fótboltinn sé mjólkurkýr félagsins. Komið að tímamótum hjá bæði Berki og knattspyrnudeild Vals. Mikið vatn runnið til sjávar frá því árið 2003, fjórtán stórir titlar unnist og umgjörð deildarinnar tekið stakkaskiptum. Það hafði blundað í Berki í tæp fimm ár að stíga til hliðar frá formannsembættinu sem er sjálfboðaliðastarf, það reyndist hins vegar erfitt. „Í einhverjum tilvikum hefur mér nánast verið bannað að hætta. Mér hefur runnið blóðið til skyldunnar og ekki viljað skilja eftir mig eitthvað sem er ekki nógu gott. Mér finnst rétti tímapunkturinn núna til þess að láta staðar numið. Reksturinn er í góðum málum. Þetta er orðið mjög umfangsmikið starf. Nánast ógjörningur að sinna þessu í sjálfboðaliðastarfi. Eftir tuttugu og eitt ár í þessu embætti geng ég mjög stoltur frá borði. Beinn í baki. Er með glæsta sögu, ég og mínir félagar sem hafa staðið með mér vaktina allan þennan tíma. Bæði í titlum talið og ekki síður í uppbyggingunni. Ég hef fengið að kynnast alveg ótrúlega flottu og góðu fólki, bæði í Val en einnig fyrir utan Val. Vini fyrir lífstíð. Er ánægður þegar að ég lít um öxl núna. Kveð mjög sáttur.“ Börkur skilur við rekstur knattspyrnudeildarinnar að eigin sögn í góðum málum þrátt fyrir að smávægilegt tap gæti orðið á rekstri knattspyrnudeildar Vals í næsta uppgjöri. Deildin á hins vegar inni áttatíu til hundrað milljónir hjá aðalstjórn félagsins í uppsöfnuðum hagnaði. Eigið fé deildarinnar er svo um 111 milljónir. Það er hins vegar mat Barkar eftir allan þennan tíma að það sé gífurlega erfitt að reka félag eins og Val. Félag með sex stór lið í boltagreinunum stóru. Handbolta, körfubolta og fótbolta sem öll vilja titla. „Þar af leiðandi þarftu bestu leikmennina, bestu þjálfarana og bestu umgjörðina. Þetta er rosalega kostnaðarsamt. Menn þurfa kannski í Val að fara stilla miðið upp á nýtt og aðlaga sig að því að þetta er nánast ógjörningur. Að leggja svona mikið í þessa sex meistaraflokka. Því að fótboltinn er mjólkurkýrin í stóru myndinni. Því það eru gríðarlegir peningar sem fylgja því Evrópusæti í fótbolta karla og kvenna, sem og að vinna titla þeim megin. Því miður er það ekki þannig í körfubolta og handbolta. Við þurfum svolítið að gæta að fótboltanum í Val. Ýta meira á og byggja meira undir hans. Leyfa honum að njóta vafans. Því þar eru stóru peningarnir og ef þeir nást þá munu þeir nýtast félaginu öllu. Eins og árangur fótboltans hefur gert.“ Viðtalið við Börk í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Einnig má hlusta á viðtalið í hlaðvarpsformi en neðar. Klippa: Börkur stígur stoltur frá borði hjá Val Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Komið að tímamótum hjá bæði Berki og knattspyrnudeild Vals. Mikið vatn runnið til sjávar frá því árið 2003, fjórtán stórir titlar unnist og umgjörð deildarinnar tekið stakkaskiptum. Það hafði blundað í Berki í tæp fimm ár að stíga til hliðar frá formannsembættinu sem er sjálfboðaliðastarf, það reyndist hins vegar erfitt. „Í einhverjum tilvikum hefur mér nánast verið bannað að hætta. Mér hefur runnið blóðið til skyldunnar og ekki viljað skilja eftir mig eitthvað sem er ekki nógu gott. Mér finnst rétti tímapunkturinn núna til þess að láta staðar numið. Reksturinn er í góðum málum. Þetta er orðið mjög umfangsmikið starf. Nánast ógjörningur að sinna þessu í sjálfboðaliðastarfi. Eftir tuttugu og eitt ár í þessu embætti geng ég mjög stoltur frá borði. Beinn í baki. Er með glæsta sögu, ég og mínir félagar sem hafa staðið með mér vaktina allan þennan tíma. Bæði í titlum talið og ekki síður í uppbyggingunni. Ég hef fengið að kynnast alveg ótrúlega flottu og góðu fólki, bæði í Val en einnig fyrir utan Val. Vini fyrir lífstíð. Er ánægður þegar að ég lít um öxl núna. Kveð mjög sáttur.“ Börkur skilur við rekstur knattspyrnudeildarinnar að eigin sögn í góðum málum þrátt fyrir að smávægilegt tap gæti orðið á rekstri knattspyrnudeildar Vals í næsta uppgjöri. Deildin á hins vegar inni áttatíu til hundrað milljónir hjá aðalstjórn félagsins í uppsöfnuðum hagnaði. Eigið fé deildarinnar er svo um 111 milljónir. Það er hins vegar mat Barkar eftir allan þennan tíma að það sé gífurlega erfitt að reka félag eins og Val. Félag með sex stór lið í boltagreinunum stóru. Handbolta, körfubolta og fótbolta sem öll vilja titla. „Þar af leiðandi þarftu bestu leikmennina, bestu þjálfarana og bestu umgjörðina. Þetta er rosalega kostnaðarsamt. Menn þurfa kannski í Val að fara stilla miðið upp á nýtt og aðlaga sig að því að þetta er nánast ógjörningur. Að leggja svona mikið í þessa sex meistaraflokka. Því að fótboltinn er mjólkurkýrin í stóru myndinni. Því það eru gríðarlegir peningar sem fylgja því Evrópusæti í fótbolta karla og kvenna, sem og að vinna titla þeim megin. Því miður er það ekki þannig í körfubolta og handbolta. Við þurfum svolítið að gæta að fótboltanum í Val. Ýta meira á og byggja meira undir hans. Leyfa honum að njóta vafans. Því þar eru stóru peningarnir og ef þeir nást þá munu þeir nýtast félaginu öllu. Eins og árangur fótboltans hefur gert.“ Viðtalið við Börk í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Einnig má hlusta á viðtalið í hlaðvarpsformi en neðar. Klippa: Börkur stígur stoltur frá borði hjá Val
Íslenski boltinn Besta deild karla Besta deild kvenna Valur Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira