Lífið

Haustförðunin sem hefur slegið í gegn á TikTok

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Rakel María fer yfir haustförðunartrend í nýjasta þætti Fagurfræða.
Rakel María fer yfir haustförðunartrend í nýjasta þætti Fagurfræða.

Tískustraumar í förðunarheiminum eru eins misjafnir og þeir eru margir en í nýjasta þætti Fagurfræði tekur Rakel fyrir hausttrendin sem slegið hafa í gegn á samfélagsmiðlinum Tik-Tok.

Um er að ræða tvö trend, annars vegar um að vera með hinar fulkomnu rauðu varir en engan maskara og svo hins vegar svokölluð latte förðun. Þættirnir með Rakel Maríu hafa slegið í gegn enda sýnir hún þar ýmsar þægilegar leynileiðir þegar kemur að förðun, hvað ber að hafa í huga og hvað er gott að forðast.

Rauðar varir með engum maskara

„Fyrra trendið ótrúlega einfalt. Snýst í rauninni bara um það að vera með mjúk augu, ekkert á augunum ekki einu sinni maskara en ótrúlega sterkar varir. Ég ætla að sýna ykkur hvernig við gerum hinar fulkomnu rauðu varir á móti engu öðru.“

Vísir/Grafík

Latte förðun

„Næsta förðunartrend er svokölluð latte förðun. Erum að vinna með latte brúnan lit sem er þemað okkar í gegnum förðunina. Förðunin snýst um það að hafa fallega ljómandi húð og svo erum við að tengja allt saman með þessum latte lit.“

Vísir/Grafík





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.