„Getur skorað en þetta er enginn Remy Martin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2024 12:03 Wendell Green þurfti 25 skot til að skora 21 stig á móti Njarðvíkingum. Vísir/Anton Brink Wendell Green fékk tækifæri til að tryggja Keflavík sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í stórleiknum í Bónus deild karla í körfubolta í gærkvöldi en klikkaði úr mjög góðu skotfæri. Bónus Körfuboltakvöld ræddi frammistöðu Green. Green skoraði vissulega 21 stig en var bara með átján prósent þriggja stiga nýtingu þar sem aðeins 2 af 11 skotum rötuðu rétta leið. „Hann er stigahæsti maður Keflavíkurliðsins en náðu Njarðvíkingar að gera það sem þeir þurftu á móti honum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvöld. „Hann þurfti að hafa alveg ofboðslega mikið fyrir þessu og á meðan hann er að ‚drippla' boltanum og reyna, reyna og reyna þá brýtur hann dálítið upp flæðið hjá Keflavíkurliðinu,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er það sem Njarðvík vill því fimm á fimm vörnin hjá Njarðvík er mjög góð. Þeir halda þessu Keflavíkurliði í tólf stigum í fjórða leikhluta,“ sagði Teitur. „Hann var ekkert að komast framhjá þeim. Það var ekki fyrr en í lokin þegar manni fannst [Isaiah] Coddon vera sprunginn. Hann var ekkert að labba framhjá þeim,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Bæði Veigar [Páll Alexandersson] og Coddon héldu honum mjög vel í skefjum fannst mér. Þeir héldu honum út úr teignum og svo lifir þú bara með þessum skotum,“ sagði Helgi „Þessi strákur getur skorað en þetta er enginn Remy Martin,“ sagði Helgi. „Nei við skulum hætta að bera þá saman,“ skaut Teitur inn í en Stefán vildi vita hvort það væri áhyggjuefni fyrir Keflavík. „Hann er með 21 stig úr 25 skotum og aðeins eina stoðsendingu. Keflavík vantar einhvern sem getur sprengt þetta upp og bombað honum úr. Remy fattaði það eftir x marga leiki,“ sagði Helgi. „Þá var hann gjörsamlega óstöðvandi,“ sagði Teitur. „Mér finnst Wendell ekki hafa þann eiginleika að geta keyrt á menn endalaust og búið til eitthvað. Hann þarf að hafa svolítið fyrir því að komast framhjá mönnum,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Wendell Green er enginn Remy Martin Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Green skoraði vissulega 21 stig en var bara með átján prósent þriggja stiga nýtingu þar sem aðeins 2 af 11 skotum rötuðu rétta leið. „Hann er stigahæsti maður Keflavíkurliðsins en náðu Njarðvíkingar að gera það sem þeir þurftu á móti honum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Körfuboltakvöld. „Hann þurfti að hafa alveg ofboðslega mikið fyrir þessu og á meðan hann er að ‚drippla' boltanum og reyna, reyna og reyna þá brýtur hann dálítið upp flæðið hjá Keflavíkurliðinu,“ sagði Teitur Örlygsson, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Það er það sem Njarðvík vill því fimm á fimm vörnin hjá Njarðvík er mjög góð. Þeir halda þessu Keflavíkurliði í tólf stigum í fjórða leikhluta,“ sagði Teitur. „Hann var ekkert að komast framhjá þeim. Það var ekki fyrr en í lokin þegar manni fannst [Isaiah] Coddon vera sprunginn. Hann var ekkert að labba framhjá þeim,“ sagði Helgi Már Magnússon, sérfræðingur Körfuboltakvölds. „Bæði Veigar [Páll Alexandersson] og Coddon héldu honum mjög vel í skefjum fannst mér. Þeir héldu honum út úr teignum og svo lifir þú bara með þessum skotum,“ sagði Helgi „Þessi strákur getur skorað en þetta er enginn Remy Martin,“ sagði Helgi. „Nei við skulum hætta að bera þá saman,“ skaut Teitur inn í en Stefán vildi vita hvort það væri áhyggjuefni fyrir Keflavík. „Hann er með 21 stig úr 25 skotum og aðeins eina stoðsendingu. Keflavík vantar einhvern sem getur sprengt þetta upp og bombað honum úr. Remy fattaði það eftir x marga leiki,“ sagði Helgi. „Þá var hann gjörsamlega óstöðvandi,“ sagði Teitur. „Mér finnst Wendell ekki hafa þann eiginleika að geta keyrt á menn endalaust og búið til eitthvað. Hann þarf að hafa svolítið fyrir því að komast framhjá mönnum,“ sagði Helgi. Klippa: Körfuboltakvöld: Wendell Green er enginn Remy Martin
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum