Svikinn héri að hætti hússins — Ekki lýðræðisveisla Hjörtur Hjartarson skrifar 20. október 2024 09:00 Stundum heyrist sagt að kjósendur geti sjálfum sér um kennt að velja ekki betra fólk á Alþingi. Þetta er ósanngjörn fullyrðing. Þegar kjósandi greiðir atkvæði í kosningum hafa stjórnmálaflokkarnir þegar ákveðið hvaða þingmenn taka sæti á Alþingi. Kjósandi getur valið einn framboðslista, sett sitt litla X við þann flokk sem hann kýs, en þar með lýkur áhrifum hans á það hverjir veljast á Alþingi. — Að vísu getur kjósandi strikað yfir nöfn frambjóðenda á listanum eða breytt röð þeirra, en það hefur nánast engin áhrif. Aðeins einu sinni kom fyrir að frambjóðandi náði ekki þingsæti af þeim sökum. Það var árið 1946. Fámennir hópar innan stjórnmálaflokkanna velja í raun þingmenn til setu á Alþingi. Ekki almennir kjósendur. Þeim býðst aðeins að setja X við einn framboðslista og samþykkja val flokksins. Þennan dag fyrir 12 árum, 20. október 2012, lýstu 78% kjósenda stuðningi við aukið persónukjör í alþingiskosningum. Það var í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, sem út af fyrir sig hlaut einnig yfirgnæfandi stuðning kjósenda. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það orkar þess vegna tvímælis þegar stjórnmálamenn tala um komandi kosningar sem lýðræðisveislu. Kjósendur hafa í raun hafnað núverandi kosningafyrirkomulagi en Alþingi haft vilja þeirra að engu. Kosningarnar 30. nóvember eru því ekki lýðræðisveisla heldur er enn á ný borinn fyrir íslenska kjósendur svikinn héri að hætti hússins við Austurvöll. Í nýju stjórnarskránni er gert ráð fyrir að kjósandi geti, ef hann eða hún vill, deilt atkvæði sínu og valið frambjóðendur af fleiri en einum framboðslista; kosið þvert á flokka. Alþingi er samt sem áður falið að ákveða hve langt skuli ganga í persónukjöri. Það getur ákveðið að kjósandi fái aðeins að setja X við einn framboðslista, einn flokk, eins og verið hefur. Samkvæmt nýju stjórnarskránni er hins vegar ekki hægt að ganga skemur en svo að kjósandinn fái sjálfur að raða frambjóðendum þess lista sem hann kýs, ef hún eða hann vill. Það er lágmarkið. Nýja stjórnarskráin stóreykur margvíslegt aðhald og völd almennings milli kosninga en greinin um alþingiskosningar stuðlar að stórauknum áhrifum kjósenda í kosningunum sjálfum. Og þar með aukinni ábyrgð þeirra á því hverjir sitja á Alþingi. Þróunin í nágrannalöndunum hefur verið á einn veg, að auka áhrif og ábyrgð kjósenda við val á þingmönnum. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi ráða almennir kjósendur algerlega hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. — Ísland er það land í Evrópu þar sem áhrif kjósenda í þingkosningum eru einna minnst. Valdaleysi almennings er geirneglt í núgildandi stjórnarskrá. Þess vegna er hún valdfrekum sérhagsmunaöflum svo dýrmæt. Þeim sem þykjast eiga landið og miðin. Þess vegna er gengið svo langt í að verja óbreytt ástand, að traðka á lýðræðislegum grundvallargildum og vilja fólksins í landinu. Svo lengi sem það viðgengst hjakkar samfélagið áfram í sama fari. Þótt við verðum að gera okkur svikinn héra að góðu 30. nóvember skulum við aldrei láta það yfir okkur ganga að úrslit kosninga séu ekki virt á Íslandi. Við megum ekki og eigum ekki að gefa það eftir. Krefjum frambjóðendur svara í komandi kosningum um stjórnarskrármálið: Ætla þau að þegja og líta undan eða gera eitthvað í málinu? Stjórnarskrárfélagið boðar til opins fundar í Djúpinu, á Horninu í Hafnarstræti, kl. 16 í dag. Félagið kallar eftir hugmyndum um hvernig koma megi stjórnarskrármálinu á dagskrá í kosningabaráttunni. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Alþingiskosningar 2024 Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hjörtur Hjartarson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Stundum heyrist sagt að kjósendur geti sjálfum sér um kennt að velja ekki betra fólk á Alþingi. Þetta er ósanngjörn fullyrðing. Þegar kjósandi greiðir atkvæði í kosningum hafa stjórnmálaflokkarnir þegar ákveðið hvaða þingmenn taka sæti á Alþingi. Kjósandi getur valið einn framboðslista, sett sitt litla X við þann flokk sem hann kýs, en þar með lýkur áhrifum hans á það hverjir veljast á Alþingi. — Að vísu getur kjósandi strikað yfir nöfn frambjóðenda á listanum eða breytt röð þeirra, en það hefur nánast engin áhrif. Aðeins einu sinni kom fyrir að frambjóðandi náði ekki þingsæti af þeim sökum. Það var árið 1946. Fámennir hópar innan stjórnmálaflokkanna velja í raun þingmenn til setu á Alþingi. Ekki almennir kjósendur. Þeim býðst aðeins að setja X við einn framboðslista og samþykkja val flokksins. Þennan dag fyrir 12 árum, 20. október 2012, lýstu 78% kjósenda stuðningi við aukið persónukjör í alþingiskosningum. Það var í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, sem út af fyrir sig hlaut einnig yfirgnæfandi stuðning kjósenda. Alþingi hefur ekki enn virt úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Það orkar þess vegna tvímælis þegar stjórnmálamenn tala um komandi kosningar sem lýðræðisveislu. Kjósendur hafa í raun hafnað núverandi kosningafyrirkomulagi en Alþingi haft vilja þeirra að engu. Kosningarnar 30. nóvember eru því ekki lýðræðisveisla heldur er enn á ný borinn fyrir íslenska kjósendur svikinn héri að hætti hússins við Austurvöll. Í nýju stjórnarskránni er gert ráð fyrir að kjósandi geti, ef hann eða hún vill, deilt atkvæði sínu og valið frambjóðendur af fleiri en einum framboðslista; kosið þvert á flokka. Alþingi er samt sem áður falið að ákveða hve langt skuli ganga í persónukjöri. Það getur ákveðið að kjósandi fái aðeins að setja X við einn framboðslista, einn flokk, eins og verið hefur. Samkvæmt nýju stjórnarskránni er hins vegar ekki hægt að ganga skemur en svo að kjósandinn fái sjálfur að raða frambjóðendum þess lista sem hann kýs, ef hún eða hann vill. Það er lágmarkið. Nýja stjórnarskráin stóreykur margvíslegt aðhald og völd almennings milli kosninga en greinin um alþingiskosningar stuðlar að stórauknum áhrifum kjósenda í kosningunum sjálfum. Og þar með aukinni ábyrgð þeirra á því hverjir sitja á Alþingi. Þróunin í nágrannalöndunum hefur verið á einn veg, að auka áhrif og ábyrgð kjósenda við val á þingmönnum. Í Finnlandi, Færeyjum og á Írlandi ráða almennir kjósendur algerlega hvaða frambjóðendur ná kjöri. Sama gildir í grundvallaratriðum í Hollandi og Svíþjóð og að verulegu leyti í Danmörku. — Ísland er það land í Evrópu þar sem áhrif kjósenda í þingkosningum eru einna minnst. Valdaleysi almennings er geirneglt í núgildandi stjórnarskrá. Þess vegna er hún valdfrekum sérhagsmunaöflum svo dýrmæt. Þeim sem þykjast eiga landið og miðin. Þess vegna er gengið svo langt í að verja óbreytt ástand, að traðka á lýðræðislegum grundvallargildum og vilja fólksins í landinu. Svo lengi sem það viðgengst hjakkar samfélagið áfram í sama fari. Þótt við verðum að gera okkur svikinn héra að góðu 30. nóvember skulum við aldrei láta það yfir okkur ganga að úrslit kosninga séu ekki virt á Íslandi. Við megum ekki og eigum ekki að gefa það eftir. Krefjum frambjóðendur svara í komandi kosningum um stjórnarskrármálið: Ætla þau að þegja og líta undan eða gera eitthvað í málinu? Stjórnarskrárfélagið boðar til opins fundar í Djúpinu, á Horninu í Hafnarstræti, kl. 16 í dag. Félagið kallar eftir hugmyndum um hvernig koma megi stjórnarskrármálinu á dagskrá í kosningabaráttunni. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar