Innlent

Guð­rún odd­viti og Vil­hjálmur í öðru sæti í Suðurkjördæmi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þau voru bæði sjálfkjörin.
Þau voru bæði sjálfkjörin. Vísir/Samsett

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og Vilhjálmur Árnason skipar annað sætið. Jens Garðar Helgason mun leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi

Bæði Guðrún og Vilhjálmur voru sjálfkjörin rétt í þessu á fjölmennum fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins á Hótel Selfossi í dag.

Kjördæmisráðið samþykkti fyrr í dag einróma að viðhafa röðun á efstu sex sætum framboðslistans og voru bæði Guðrún og Vilhjálmur ein í kjöri.

Á vef Sjálfstæðisflokksins kemur fram að Ingveldur Anna Sigurðardóttir, lögfræðingur og varaþingmaður, verði í 3. sæti á framboðlista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þrír sóttust eftir þriðja sæti, Ásmundur Friðriksson, alþingismaður, Birgir Þórarinsson, alþingismaður og Ingveldur Anna sem hlaut flest atkvæði.

Þá segir að Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum og framkvæmdastjóri Landakirkju, skipi 4. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Gísli einn í kjöri í 4. sætið og því sjálfkjörinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×