Innlent

Björn hafði betur gegn Teiti

Rafn Ágúst Ragnarsson og Atli Ísleifsson skrifa
FotoJet - 2024-10-20T143915.475
Vísir/Samsett

Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag.

Þrír sóttust eftir öðru sæti, Björn Bjarki, Teitur Björn Einarsson og G. Sigríður Ágústsdóttir. 

Ólafur Adolfsson er sjálfkjörinn oddviti í kjördæminu. Teitur Björn sóttist upphaflega eftir oddvitasætinu en dró framboðið til baka fyrr í dag og sóttist þess í stað eftir öðru sætinu. Ljóst var að nýr maður myndi skipa oddvitasæti Sjálfstæðismanna í kjördæminu eftir að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tilkynnti að hún myndi sækjast eftir öðru sætinu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. 

Auður KjartansdóttirXD

Auður Kjartansdóttir mun skipa þriðja sæti listans kjördæmisráðið samþykkti fyrr í dag að viðhafa röðun við efstu fjórum sæti á framboðslistanum. Dagný Finnbjörnsdóttir frá Ísafirði mun skipa fjórða sætið á listanum.

Efstu sæti lista Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi líta þá þannig út:

  1. Ólafur Adolfsson
  2. Björn Bjarki Þorsteinsson
  3. Auður Kjartansdóttir
  4. Dagný Finnbjörnsdóttir
Dagný FinnbjörnsdóttirXD

Teitur Björn hefur verið alþingismaður Norðvesturkjördæmis frá 2016 til 2017 og settist svo aftur á þing á síðasta ári þegar Haraldur Benediktsson lét af þingmennsku til að taka við stöðu bæjarstjóra á Akranesi.

Áður en Björn Bjarki varð sveitarstjóri Dalabyggðar starfaði hann sem framkvæmdastjóri Brákarhlíðar, hjúkrunar- og dvalarheimilis í Borgarnesi í fimmtán ár. Hann sat í sveitarstjórn Borgarbyggðar frá 2002 til 2018, þar af sem forseti sveitarstjórnar í tvö kjörtímabil.

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir

Teitur dregur oddvitaframboðið til baka

Teitur Björn Einarsson hefur dregið framboð sitt um oddvitasæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til baka og sækist þess í stað eftir öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×