Innlent

Þau skipa fram­boðs­lista Sjálf­stæðis­manna í Norð­vestur­kjör­dæmi

Atli Ísleifsson skrifar
Frambjóðendur Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi. Ólafur Adolfsson lyfsali leiðir listann en hann er lengst til vinstri á myndinni.
Frambjóðendur Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi. Ólafur Adolfsson lyfsali leiðir listann en hann er lengst til vinstri á myndinni. XD

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykkti einróma framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar á fjórða tímanum í dag.

Á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins kemur fram að efstu fjögur sætin á listanum byggist á röðun sem hafi farið fram fyrr í dag, en sæti 5 til 14 á tillögu kjörnefndar.

LIstinn er þannig skipaður: 

  1. sæti Ólafur Adolfsson lyfsali Akranesi
  2. sæti Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalir/Borgarnesi
  3. sæti Auður Kjartansdóttir fjármálastjóri Snæfellsnesi
  4. sæti Dagný Finnbjörnsdóttir íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Vestfjörðum
  5. sæti Kristófer Már Maronsson starfsmaður þingflokks Sauðárkróki
  6. sæti Ragnhildur Eva Jónsdóttir lögfræðingur/sauðfjárbóndi Borgarfirði
  7. sæti Magnús Magnússon sóknarprestur V-Hún
  8. sæti Sigurbjörg Ottesen Kúabóndi/stjórnarmaður BÍ Snæfellsnesi
  9. sæti Ragnheiður Helgadóttir hjúkrunarfræðingur Akranesi
  10. sæti Þórður Logi Hauksson nemi Vestfirði/Borgarfirði/Skagafirði
  11. sæti Snæbjört Pálsdóttir sérfræðingur hjá VÍS/laganemi Skagafirði
  12. sæti Guðmundur Haukur Jakobsson pípulagningameistari A-Hún
  13. sæti Helgi Rafn Bergþórsson nemi Akranesi
  14. sæti Sigríður Finsen hagfræðingur Snæfellsnesi

Tengdar fréttir

Björn hafði betur gegn Teiti

Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar, skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þetta varð ljóst á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×