Innlent

Kosningapallborð: Kanónur kveðja

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Oddný Harðardóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Margrét Helg Erlingsdóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Brynjar Níelsson.
Oddný Harðardóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Margrét Helg Erlingsdóttir, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir og Brynjar Níelsson. Vísir/Vilhelm

Fyrsta formlega kosningapallborð fréttastofunnar fyrir alþingiskosningarnar verður helgað reyndum þingmönnum sem eru að kveðja sviðið og hafa tekið ákvörðun um að láta gott heita. 

Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður, fær til sín þau Steinunni Þóru Árnadóttur, þingmann Vinstri grænna, Oddnýju Harðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmann Pírata og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmann Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðstoðarmann dómsmálaráðherra. Það er þó ekki víst að Brynjar sé alfarið búinn að segja skilið við stjórnmálin. 

Við spyrjum hann út í framtíðar fyrirætlanir og ræðum við þessa reyndu gesti um stórtíðindi í pólitíkinni, endurnýjun, skoðanakannanir, frægðarhyggju og fleira. 

Kosningapallborðið er í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og hefst á slaginu 14.00. 

- Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×