Kælt niður í byrjun og svo búmm! Jónas Sen skrifar 22. október 2024 07:01 Víkingur Heiðar Ólafsson og Yuja Wang í Eldborg í Hörpu sunnudaginn 20. október Svanhildur Konráðsdóttir Frægasta verkið eftir John Cage nefnist 4 mínútur og 33 sekúndur. Það felst í því að píanóleikari gengur fram á svið, sest við hljóðfærið og gerir svo ekkert í nokkrar mínútur. Síðan stendur hann upp, hneigir sig og gengur út. Það var ekki alveg svona rólegt hjá píanóleikurunum Yuja Wang og Víkingi Heiðari Ólafssyni á sunnudagskvöldið í Eldborginni í Hörpu. En samt. Þau fluttu m.a. Experiences nr. 1 eftir Cage, spiluðu bara á hvítu nóturnar. Tónlistin minnti töluvert á hófsemdarverk Eriks Saties, sem Cage dáði mjög. Túlkunin var enda yfirveguð, hún einkenndist af mýkt og ró, og rann afar ljúflega niður. Ekki hituð upp heldur kæld niður Tónleikarnir voru stórfenglegir, verður að segjast. Þeir byrjuðu þó á afslappaðan máta, fyrst með svokölluðu Vatnspíanói eftir Luciano Berio. Það var einskonar íhugun sem kallaði fram sérstæð hughrif. Maður sá fyrir sér kyrrlátt vatn og var baðaður í unaðslegum svala. Ólíkt popptónleikum, þar sem band hitar oft upp fyrir aðalatriði dagskrárinnar, þá var maður kældur niður hér. Kannski til að öðlast viðeigandi hugarró fyrir öll þessi mögnuðu verk á dagskránni. Klassísk tónlist krefst einbeitingar og jafnvægis. Himneskur innileiki Næst á dagskrá var fantasían í f-moll eftir Schubert. Hún er reyndar skrifuð fyrir eitt píanó sem píanóleikararnir tveir spila „fjórhent“ á. Hér hins vegar léku tvímenningarnir á tvo flygla, sem voru dálítið ólíkt hljómandi. Flygillinn sem Yuja Wang spilaði á var bjartari og glitraði meira, hinn flygillinn var loðnari og ekki eins spennandi. Aftur á móti var túlkunin mergjuð, hún einkenndist af himneskum innileika ef svo má að orði komast. Það er ekki skrýtið þegar haft er í huga að tónskáldið átti innan við ár ólifað. Hann vissi að hverju stefndi. Eftir því er tónlistin innhverf og tregafull en rís upp í sinfóníska stærð um tíma. Allir þessir meginþættir voru skýrt dregnir upp í einkar vandaðri og einlægri túlkun píanóleikaranna. Tónlistin var svo falleg að maður gleymdi stund og stað. Frústrerað tónskáld Eftir fyrrgreint verk eftir Cage, sem kom næst, var skemmtileg tónsmíð eftir Conlon Nancarrow á dagskránni. Hún nefndist einfaldlega Æfing nr. 6 fyrir sjálfspilandi píanó, en var útsett fyrir lifandi flytjendur af Thomas Adès. Sum tónskáld verða frústreruð þegar verkin þeirra komast ekki almennilega til skila í misgóðum flutningi hljóðfæraleikaranna. Nancarrow var alveg búinn á gefast upp á því, svo hann fór þá leið að skrifa bara fyrir sjálfspilandi píanó. Hallelúja! Lelúja! Lelúja! Æfingin sem þau skötuhjú spiluðu hljómaði ekki það flókin, en hún var svo sannarlega lífleg. En miklu meira fjör var í síðustu tónsmíðinni fyrir hlé, sem var Hallelujah Junction eftir John Adams. Eins og alltaf er uppi á teningnum þegar Adams er annars vegar þá réð þrjáhyggjan ríkjum. Sömu stefbrotin voru endurtekin aftur og aftur í svo kröftugri stigmögnun að maður leitaði ósjálfrátt að sætisbeltum til að spenna sig fastan. Rauði þráðurinn var þriggja atkvæða hending sem átti að tákna „Le-lú-ja“ (í hallelúja) og hraðinn og ákaflega þéttofinn hljóðfæraleikurinn var svo yfirgengilegur að það var alveg einstakt. Magnaður Rakhmanínoff Í seinni hálfleik var fyrst fluttur stuttur en hnitmiðaður sálmur eftir Arvo Pärt, Hymn to a Great City. Hann var fallegur í meðförum tvíeykisins. Lokatónsmíðin var svo Sinfónískir dansar eftir Rakhmanínoff. Þeir eru stórbrotnir og eru í rómantískum stíl, en samt kemur tónmálið á óvart hvað eftir annað. Dansarnir eru þekktari í hljómsveitarbúningi, þannig eru þeir kræsilegri og fjölbreyttari. Píanóleikararnir hér göldruðu þó fram allskonar litbrigði og var túlkunin svo merkingarþrungin og lifandi, atburðarásin svo spennandi og grípandi að lengi verður í minnum haft. Þau Yuja Wang og Víkingur fluttu nokkur aukalög, sjarmerandi léttmeti. Lögin kölluðu á áköf húrrahróp, kannski sérstaklega ungverskur dans nr. 4 eftir Brahms, sem var flottur endir á ógleymanlegri dagskrá. Niðurstaða: Frábærir tónleikar með frábærum píanóleikurum. Gagnrýni Jónasar Sen Tónlist Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Það var ekki alveg svona rólegt hjá píanóleikurunum Yuja Wang og Víkingi Heiðari Ólafssyni á sunnudagskvöldið í Eldborginni í Hörpu. En samt. Þau fluttu m.a. Experiences nr. 1 eftir Cage, spiluðu bara á hvítu nóturnar. Tónlistin minnti töluvert á hófsemdarverk Eriks Saties, sem Cage dáði mjög. Túlkunin var enda yfirveguð, hún einkenndist af mýkt og ró, og rann afar ljúflega niður. Ekki hituð upp heldur kæld niður Tónleikarnir voru stórfenglegir, verður að segjast. Þeir byrjuðu þó á afslappaðan máta, fyrst með svokölluðu Vatnspíanói eftir Luciano Berio. Það var einskonar íhugun sem kallaði fram sérstæð hughrif. Maður sá fyrir sér kyrrlátt vatn og var baðaður í unaðslegum svala. Ólíkt popptónleikum, þar sem band hitar oft upp fyrir aðalatriði dagskrárinnar, þá var maður kældur niður hér. Kannski til að öðlast viðeigandi hugarró fyrir öll þessi mögnuðu verk á dagskránni. Klassísk tónlist krefst einbeitingar og jafnvægis. Himneskur innileiki Næst á dagskrá var fantasían í f-moll eftir Schubert. Hún er reyndar skrifuð fyrir eitt píanó sem píanóleikararnir tveir spila „fjórhent“ á. Hér hins vegar léku tvímenningarnir á tvo flygla, sem voru dálítið ólíkt hljómandi. Flygillinn sem Yuja Wang spilaði á var bjartari og glitraði meira, hinn flygillinn var loðnari og ekki eins spennandi. Aftur á móti var túlkunin mergjuð, hún einkenndist af himneskum innileika ef svo má að orði komast. Það er ekki skrýtið þegar haft er í huga að tónskáldið átti innan við ár ólifað. Hann vissi að hverju stefndi. Eftir því er tónlistin innhverf og tregafull en rís upp í sinfóníska stærð um tíma. Allir þessir meginþættir voru skýrt dregnir upp í einkar vandaðri og einlægri túlkun píanóleikaranna. Tónlistin var svo falleg að maður gleymdi stund og stað. Frústrerað tónskáld Eftir fyrrgreint verk eftir Cage, sem kom næst, var skemmtileg tónsmíð eftir Conlon Nancarrow á dagskránni. Hún nefndist einfaldlega Æfing nr. 6 fyrir sjálfspilandi píanó, en var útsett fyrir lifandi flytjendur af Thomas Adès. Sum tónskáld verða frústreruð þegar verkin þeirra komast ekki almennilega til skila í misgóðum flutningi hljóðfæraleikaranna. Nancarrow var alveg búinn á gefast upp á því, svo hann fór þá leið að skrifa bara fyrir sjálfspilandi píanó. Hallelúja! Lelúja! Lelúja! Æfingin sem þau skötuhjú spiluðu hljómaði ekki það flókin, en hún var svo sannarlega lífleg. En miklu meira fjör var í síðustu tónsmíðinni fyrir hlé, sem var Hallelujah Junction eftir John Adams. Eins og alltaf er uppi á teningnum þegar Adams er annars vegar þá réð þrjáhyggjan ríkjum. Sömu stefbrotin voru endurtekin aftur og aftur í svo kröftugri stigmögnun að maður leitaði ósjálfrátt að sætisbeltum til að spenna sig fastan. Rauði þráðurinn var þriggja atkvæða hending sem átti að tákna „Le-lú-ja“ (í hallelúja) og hraðinn og ákaflega þéttofinn hljóðfæraleikurinn var svo yfirgengilegur að það var alveg einstakt. Magnaður Rakhmanínoff Í seinni hálfleik var fyrst fluttur stuttur en hnitmiðaður sálmur eftir Arvo Pärt, Hymn to a Great City. Hann var fallegur í meðförum tvíeykisins. Lokatónsmíðin var svo Sinfónískir dansar eftir Rakhmanínoff. Þeir eru stórbrotnir og eru í rómantískum stíl, en samt kemur tónmálið á óvart hvað eftir annað. Dansarnir eru þekktari í hljómsveitarbúningi, þannig eru þeir kræsilegri og fjölbreyttari. Píanóleikararnir hér göldruðu þó fram allskonar litbrigði og var túlkunin svo merkingarþrungin og lifandi, atburðarásin svo spennandi og grípandi að lengi verður í minnum haft. Þau Yuja Wang og Víkingur fluttu nokkur aukalög, sjarmerandi léttmeti. Lögin kölluðu á áköf húrrahróp, kannski sérstaklega ungverskur dans nr. 4 eftir Brahms, sem var flottur endir á ógleymanlegri dagskrá. Niðurstaða: Frábærir tónleikar með frábærum píanóleikurum.
Gagnrýni Jónasar Sen Tónlist Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira