Vill Sólveigu á lista Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. október 2024 21:00 Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og nýr oddviti Sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi suður segir að listar flokksins verði kynntir á félagsfundum á næstu dögum. Vísir/Sigurjón Sósíalistar ætla að bjóða fram lista í öllum kjördæmum og kynna þá á félagsfundum á næstu dögum. Oddviti flokksins segir reynslu í borginni nýtast sér í komandi baráttu. Hún vill formann Eflingar á lista. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum en flokkurinn náði ekki inn manni í síðustu alþingiskosningum 2021 og fékk 4,1 prósent heildaratkvæða. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og nýr oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður segir að listarnir verði kynntir á félagsfundum á næstu dögum. Hún vill Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar á lista. Þá á eftir að koma í ljós hvort Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins tekur sæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. „Ég er auðvitað í viðræðum við Sólveigu og myndi vilja fá hana með mér en þetta er allt í vinnslu og kemur í ljós á næstu dögum,“ segir Sanna. Félagshyggja í forgrunni Hún segir að stóru áherslumálin séu húsnæðis- og velferðarmál. „Við höfum séð niðurbrot þess félagslega í samfélaginu. Stór hluti landsmanna telur að við séum á rangri leið. Það er okkar að byggja upp nýjar áherslur með raunverulegum breytingum. Það verður ekki gert með einhverjum plástrum sem breyta ekki neinu. Til þess þarf félagshyggju. Það þarf húsnæði fyrir almenning og efnahagslegt réttlæti,“ segir Sanna. Hún segist skynja mikinn meðbyr með flokknum síðustu daga. Þá er hún spennt fyrir því að hella sér út í þjóðmálin. „Þetta er vissulega mikil breyting fyrir mig. En á síðustu sex árum hef ég fengið miklar reynslu á sviði stjórnmálanna og tel að það nýtist í komandi baráttu. Ég hef líka séð ýmislegt í borgarmálunum sem er nauðsynlegt að breyta á sviði Alþingis og kem alveg tilbúin inn í það,“ segir Sanna. Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að bjóða fram í öllum kjördæmum en flokkurinn náði ekki inn manni í síðustu alþingiskosningum 2021 og fékk 4,1 prósent heildaratkvæða. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi og nýr oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður segir að listarnir verði kynntir á félagsfundum á næstu dögum. Hún vill Sólveigu Önnu Jónsdóttur formann Eflingar á lista. Þá á eftir að koma í ljós hvort Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins tekur sæti á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. „Ég er auðvitað í viðræðum við Sólveigu og myndi vilja fá hana með mér en þetta er allt í vinnslu og kemur í ljós á næstu dögum,“ segir Sanna. Félagshyggja í forgrunni Hún segir að stóru áherslumálin séu húsnæðis- og velferðarmál. „Við höfum séð niðurbrot þess félagslega í samfélaginu. Stór hluti landsmanna telur að við séum á rangri leið. Það er okkar að byggja upp nýjar áherslur með raunverulegum breytingum. Það verður ekki gert með einhverjum plástrum sem breyta ekki neinu. Til þess þarf félagshyggju. Það þarf húsnæði fyrir almenning og efnahagslegt réttlæti,“ segir Sanna. Hún segist skynja mikinn meðbyr með flokknum síðustu daga. Þá er hún spennt fyrir því að hella sér út í þjóðmálin. „Þetta er vissulega mikil breyting fyrir mig. En á síðustu sex árum hef ég fengið miklar reynslu á sviði stjórnmálanna og tel að það nýtist í komandi baráttu. Ég hef líka séð ýmislegt í borgarmálunum sem er nauðsynlegt að breyta á sviði Alþingis og kem alveg tilbúin inn í það,“ segir Sanna.
Alþingiskosningar 2024 Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira