Á Akureyri gerði Álftanes svo gott sem út um leikinn strax í fyrsta leikhluta þegar gestirnir skoruðu 37 stig. Á endanum vann Álftanes þægilegan 42 stiga sigur, lokatölur 71-113. Andrew Jones var stigahæstur í sigurliðinu með 23 stig ásamt því að taka sex fráköst og gefa fimm stoðsendingar.
Í Hveragerði voru Keflvíkingar í heimsókn og tók það þá í raun allt þangað til í fjórða leikhluta til að stinga heimamenn í Hamri af, lokatölur 85-101. Wendell Green var stigahæstur í liði gestanna með 26 stig ásamt því að taka 7 fráköst.
Á Akranesi vann Tindastóll það sem virðist hafa verið þægilegur 26 stiga sigur en gestirnir unnu fjórða leikhluta með 14 stigum og gulltryggðu þar með sætið í næstu umferð, lokatölur 81-107. Davis Geks var stigahæstur hjá Stólunum með 26 stig en Dedrick Deon Basile kom þar á eftir með 25 stig og 6 stoðsendingar.
Önnur úrslit
- UMF Laugdælir 65-113 Breiðablik
- Skallagrímur 63-74 Snæfell
- Selfoss 94-91 Fjölnir