Sjúkraþjálfari hugsi yfir hættum í bakgarðshlaupi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. október 2024 11:50 Garpur I. Elísabetarson ræddi við Hildi Kristínu Sverrisdóttur um hættur bakgarðshlaupa. Vísir Sjúkraþjálfari hefur áhyggjur af hættum sem fylgja þegar tekið er þátt í bakgarðshlaupi. Hún segir það sé ekki sjálfgefinn árangur fyrir hvern sem er að hlaupa yfir hundrað kílómetra. Landsliðskeppni í bakgarðshlaupi hófst á laugardaginn. Keppnin gengur út á að hlaupa endurtekið 6,7 kílómetra á klukkustund eins lengi og keppendur endast. Hildur Kristín Sveinsdóttir sjúkraþjálfari kíkti á svæðið á meðan hlaupinu stóð. Garpur I. Elísabetarson tók hana tali um hættur þess að taka þátt í slíku langhlaupi. Spurningar vakni um neikvæð áhrif Hildur segir spurningar hafi vaknað um neikvæðu áhrifin sem þátttaka í keppninni getur haft. „Sérstaklega þegar maður sér að þau eru að kreista allt úr sér.“ Hildur var keppendum innan handar en tók ekki að sér að vera aðstoðarmaður hlaupara. Hún treysti sér ekki til að vera manneskjan sem ýtir keppendum áfram í næsta hring. Þorleifur Þorleifsson, Marlena Radziszewska og Elísa Kristinsdóttir hlaupa af stað.Vísir/Viktor Freyr Það sé þá erfitt að starfa sem sjúkraþjálfari og horfa upp á hlauparana taka hring eftir hring. Að sama skapi bendir hún á að hlaupararnir völdu að vera atvinnumenn. „Þegar þú ert að keppa til afreka er það aldrei hollt,“ sagði Hildur. Elísa Kristinsdóttir hvílir sig á milli hringja.Vísir/Vilhelm Undirbúningurinn mikilvægur Þegar sé lagt svona mikið á sig munu veikleikarnir, andlegir og líkamlegir, birtast. Undirbúningurinn fyrir keppnina er því gríðarlega mikilvægur og þarf að vera í samráði við lækna og sjúkraþjálfara. „Það skiptir rosalega miklu máli að vera búinn að vinna með sína veikleika,“ segir Hildur. Garpur og Hildur tóku Mari Järsk sem dæmi en hún tók þátt í keppninni með rifinn liðþófa. Mari ræddi meiðsli sín við Vísi að loknum tveimur hringjum í hlaupinu. Hildur segir Mari hafa tekið upplýsta ákvörðun um að taka þátt og hljóp hún samtals fimmtíu hringi eða 335 kílómetra. „Þau eru að ganga á sig og þau vita það“ segir Hildur. Rakel María Hjaltadóttir, einn hlauparanna, endaði á spítala eftir að hafa klárað 21 hring í keppninni. Hún datt vegna hálku og meiddist á hné. Ekki sjálfgefinn árangur Hildur hefur áhyggjur af því að þegar fleiri og fleiri taki þátt í yfir hundrað kílómetra hlaupum geri aðrir sér ekki grein fyrir því að það sé ekki sjálfgefinn árangur. „Viðmiðin eru að verða hærra og hærri, þetta eru að verða fleiri og fleiri kílómetrar. Ég hef áhyggjur af því,“ segir hún. „Það er ekkert sjálfgefið að maður klukki í hundrað kílómetrana og það á alls ekki að vera þannig að annar hver maður geri það,“ segir Hildur. Það þurfi að passa sig að „hinn almenni Jón“ líti ekki á þetta sem eðlilegar vegalengdir. Garpur bendir á að skalinn verði skakkur og fólk „horfi á 100 kílómetra eins og það séu fimm.“ Íslenska landsliðið lauk keppni í nótt þegar Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa klárað 62 hringi sem eru rúmir 415 kílómetrar. Heimsmeistaramótið er enn í gangi og eru 41 sem enn hlaupa þegar þessi frétt er skrifuð. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild. Bakgarðshlaup Hlaup Heilsa Tengdar fréttir „Elísa fær að vera stjarna í dag og tekur þetta Ofurhlauparinn Mari Järsk hætti keppni í 51. hring á HM í bakgarðshlaupi í dag. Hún fór vel yfir 300 kílómetra á tveimur sólarhringum og það sem meira er þá gerði hún það með rifin liðþófa. 21. október 2024 16:19 Sjáðu Þorleif koma í mark: „Átti alveg von á því að þetta færi í Íslandsmet“ Sigurvegari Íslandshluta heimsmeistaramóts landsliða í bakgarðshlaupum, Þorleifur Þorleifsson, var sáttur eftir hlaupið í nótt. Hann segist hafa náð markmiði sínu. 22. október 2024 07:31 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Landsliðskeppni í bakgarðshlaupi hófst á laugardaginn. Keppnin gengur út á að hlaupa endurtekið 6,7 kílómetra á klukkustund eins lengi og keppendur endast. Hildur Kristín Sveinsdóttir sjúkraþjálfari kíkti á svæðið á meðan hlaupinu stóð. Garpur I. Elísabetarson tók hana tali um hættur þess að taka þátt í slíku langhlaupi. Spurningar vakni um neikvæð áhrif Hildur segir spurningar hafi vaknað um neikvæðu áhrifin sem þátttaka í keppninni getur haft. „Sérstaklega þegar maður sér að þau eru að kreista allt úr sér.“ Hildur var keppendum innan handar en tók ekki að sér að vera aðstoðarmaður hlaupara. Hún treysti sér ekki til að vera manneskjan sem ýtir keppendum áfram í næsta hring. Þorleifur Þorleifsson, Marlena Radziszewska og Elísa Kristinsdóttir hlaupa af stað.Vísir/Viktor Freyr Það sé þá erfitt að starfa sem sjúkraþjálfari og horfa upp á hlauparana taka hring eftir hring. Að sama skapi bendir hún á að hlaupararnir völdu að vera atvinnumenn. „Þegar þú ert að keppa til afreka er það aldrei hollt,“ sagði Hildur. Elísa Kristinsdóttir hvílir sig á milli hringja.Vísir/Vilhelm Undirbúningurinn mikilvægur Þegar sé lagt svona mikið á sig munu veikleikarnir, andlegir og líkamlegir, birtast. Undirbúningurinn fyrir keppnina er því gríðarlega mikilvægur og þarf að vera í samráði við lækna og sjúkraþjálfara. „Það skiptir rosalega miklu máli að vera búinn að vinna með sína veikleika,“ segir Hildur. Garpur og Hildur tóku Mari Järsk sem dæmi en hún tók þátt í keppninni með rifinn liðþófa. Mari ræddi meiðsli sín við Vísi að loknum tveimur hringjum í hlaupinu. Hildur segir Mari hafa tekið upplýsta ákvörðun um að taka þátt og hljóp hún samtals fimmtíu hringi eða 335 kílómetra. „Þau eru að ganga á sig og þau vita það“ segir Hildur. Rakel María Hjaltadóttir, einn hlauparanna, endaði á spítala eftir að hafa klárað 21 hring í keppninni. Hún datt vegna hálku og meiddist á hné. Ekki sjálfgefinn árangur Hildur hefur áhyggjur af því að þegar fleiri og fleiri taki þátt í yfir hundrað kílómetra hlaupum geri aðrir sér ekki grein fyrir því að það sé ekki sjálfgefinn árangur. „Viðmiðin eru að verða hærra og hærri, þetta eru að verða fleiri og fleiri kílómetrar. Ég hef áhyggjur af því,“ segir hún. „Það er ekkert sjálfgefið að maður klukki í hundrað kílómetrana og það á alls ekki að vera þannig að annar hver maður geri það,“ segir Hildur. Það þurfi að passa sig að „hinn almenni Jón“ líti ekki á þetta sem eðlilegar vegalengdir. Garpur bendir á að skalinn verði skakkur og fólk „horfi á 100 kílómetra eins og það séu fimm.“ Íslenska landsliðið lauk keppni í nótt þegar Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa klárað 62 hringi sem eru rúmir 415 kílómetrar. Heimsmeistaramótið er enn í gangi og eru 41 sem enn hlaupa þegar þessi frétt er skrifuð. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild.
Bakgarðshlaup Hlaup Heilsa Tengdar fréttir „Elísa fær að vera stjarna í dag og tekur þetta Ofurhlauparinn Mari Järsk hætti keppni í 51. hring á HM í bakgarðshlaupi í dag. Hún fór vel yfir 300 kílómetra á tveimur sólarhringum og það sem meira er þá gerði hún það með rifin liðþófa. 21. október 2024 16:19 Sjáðu Þorleif koma í mark: „Átti alveg von á því að þetta færi í Íslandsmet“ Sigurvegari Íslandshluta heimsmeistaramóts landsliða í bakgarðshlaupum, Þorleifur Þorleifsson, var sáttur eftir hlaupið í nótt. Hann segist hafa náð markmiði sínu. 22. október 2024 07:31 Mest lesið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
„Elísa fær að vera stjarna í dag og tekur þetta Ofurhlauparinn Mari Järsk hætti keppni í 51. hring á HM í bakgarðshlaupi í dag. Hún fór vel yfir 300 kílómetra á tveimur sólarhringum og það sem meira er þá gerði hún það með rifin liðþófa. 21. október 2024 16:19
Sjáðu Þorleif koma í mark: „Átti alveg von á því að þetta færi í Íslandsmet“ Sigurvegari Íslandshluta heimsmeistaramóts landsliða í bakgarðshlaupum, Þorleifur Þorleifsson, var sáttur eftir hlaupið í nótt. Hann segist hafa náð markmiði sínu. 22. október 2024 07:31