Sjúkraþjálfari hugsi yfir hættum í bakgarðshlaupi Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. október 2024 11:50 Garpur I. Elísabetarson ræddi við Hildi Kristínu Sverrisdóttur um hættur bakgarðshlaupa. Vísir Sjúkraþjálfari hefur áhyggjur af hættum sem fylgja þegar tekið er þátt í bakgarðshlaupi. Hún segir það sé ekki sjálfgefinn árangur fyrir hvern sem er að hlaupa yfir hundrað kílómetra. Landsliðskeppni í bakgarðshlaupi hófst á laugardaginn. Keppnin gengur út á að hlaupa endurtekið 6,7 kílómetra á klukkustund eins lengi og keppendur endast. Hildur Kristín Sveinsdóttir sjúkraþjálfari kíkti á svæðið á meðan hlaupinu stóð. Garpur I. Elísabetarson tók hana tali um hættur þess að taka þátt í slíku langhlaupi. Spurningar vakni um neikvæð áhrif Hildur segir spurningar hafi vaknað um neikvæðu áhrifin sem þátttaka í keppninni getur haft. „Sérstaklega þegar maður sér að þau eru að kreista allt úr sér.“ Hildur var keppendum innan handar en tók ekki að sér að vera aðstoðarmaður hlaupara. Hún treysti sér ekki til að vera manneskjan sem ýtir keppendum áfram í næsta hring. Þorleifur Þorleifsson, Marlena Radziszewska og Elísa Kristinsdóttir hlaupa af stað.Vísir/Viktor Freyr Það sé þá erfitt að starfa sem sjúkraþjálfari og horfa upp á hlauparana taka hring eftir hring. Að sama skapi bendir hún á að hlaupararnir völdu að vera atvinnumenn. „Þegar þú ert að keppa til afreka er það aldrei hollt,“ sagði Hildur. Elísa Kristinsdóttir hvílir sig á milli hringja.Vísir/Vilhelm Undirbúningurinn mikilvægur Þegar sé lagt svona mikið á sig munu veikleikarnir, andlegir og líkamlegir, birtast. Undirbúningurinn fyrir keppnina er því gríðarlega mikilvægur og þarf að vera í samráði við lækna og sjúkraþjálfara. „Það skiptir rosalega miklu máli að vera búinn að vinna með sína veikleika,“ segir Hildur. Garpur og Hildur tóku Mari Järsk sem dæmi en hún tók þátt í keppninni með rifinn liðþófa. Mari ræddi meiðsli sín við Vísi að loknum tveimur hringjum í hlaupinu. Hildur segir Mari hafa tekið upplýsta ákvörðun um að taka þátt og hljóp hún samtals fimmtíu hringi eða 335 kílómetra. „Þau eru að ganga á sig og þau vita það“ segir Hildur. Rakel María Hjaltadóttir, einn hlauparanna, endaði á spítala eftir að hafa klárað 21 hring í keppninni. Hún datt vegna hálku og meiddist á hné. Ekki sjálfgefinn árangur Hildur hefur áhyggjur af því að þegar fleiri og fleiri taki þátt í yfir hundrað kílómetra hlaupum geri aðrir sér ekki grein fyrir því að það sé ekki sjálfgefinn árangur. „Viðmiðin eru að verða hærra og hærri, þetta eru að verða fleiri og fleiri kílómetrar. Ég hef áhyggjur af því,“ segir hún. „Það er ekkert sjálfgefið að maður klukki í hundrað kílómetrana og það á alls ekki að vera þannig að annar hver maður geri það,“ segir Hildur. Það þurfi að passa sig að „hinn almenni Jón“ líti ekki á þetta sem eðlilegar vegalengdir. Garpur bendir á að skalinn verði skakkur og fólk „horfi á 100 kílómetra eins og það séu fimm.“ Íslenska landsliðið lauk keppni í nótt þegar Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa klárað 62 hringi sem eru rúmir 415 kílómetrar. Heimsmeistaramótið er enn í gangi og eru 41 sem enn hlaupa þegar þessi frétt er skrifuð. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild. Bakgarðshlaup Hlaup Heilsa Tengdar fréttir „Elísa fær að vera stjarna í dag og tekur þetta Ofurhlauparinn Mari Järsk hætti keppni í 51. hring á HM í bakgarðshlaupi í dag. Hún fór vel yfir 300 kílómetra á tveimur sólarhringum og það sem meira er þá gerði hún það með rifin liðþófa. 21. október 2024 16:19 Sjáðu Þorleif koma í mark: „Átti alveg von á því að þetta færi í Íslandsmet“ Sigurvegari Íslandshluta heimsmeistaramóts landsliða í bakgarðshlaupum, Þorleifur Þorleifsson, var sáttur eftir hlaupið í nótt. Hann segist hafa náð markmiði sínu. 22. október 2024 07:31 Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
Landsliðskeppni í bakgarðshlaupi hófst á laugardaginn. Keppnin gengur út á að hlaupa endurtekið 6,7 kílómetra á klukkustund eins lengi og keppendur endast. Hildur Kristín Sveinsdóttir sjúkraþjálfari kíkti á svæðið á meðan hlaupinu stóð. Garpur I. Elísabetarson tók hana tali um hættur þess að taka þátt í slíku langhlaupi. Spurningar vakni um neikvæð áhrif Hildur segir spurningar hafi vaknað um neikvæðu áhrifin sem þátttaka í keppninni getur haft. „Sérstaklega þegar maður sér að þau eru að kreista allt úr sér.“ Hildur var keppendum innan handar en tók ekki að sér að vera aðstoðarmaður hlaupara. Hún treysti sér ekki til að vera manneskjan sem ýtir keppendum áfram í næsta hring. Þorleifur Þorleifsson, Marlena Radziszewska og Elísa Kristinsdóttir hlaupa af stað.Vísir/Viktor Freyr Það sé þá erfitt að starfa sem sjúkraþjálfari og horfa upp á hlauparana taka hring eftir hring. Að sama skapi bendir hún á að hlaupararnir völdu að vera atvinnumenn. „Þegar þú ert að keppa til afreka er það aldrei hollt,“ sagði Hildur. Elísa Kristinsdóttir hvílir sig á milli hringja.Vísir/Vilhelm Undirbúningurinn mikilvægur Þegar sé lagt svona mikið á sig munu veikleikarnir, andlegir og líkamlegir, birtast. Undirbúningurinn fyrir keppnina er því gríðarlega mikilvægur og þarf að vera í samráði við lækna og sjúkraþjálfara. „Það skiptir rosalega miklu máli að vera búinn að vinna með sína veikleika,“ segir Hildur. Garpur og Hildur tóku Mari Järsk sem dæmi en hún tók þátt í keppninni með rifinn liðþófa. Mari ræddi meiðsli sín við Vísi að loknum tveimur hringjum í hlaupinu. Hildur segir Mari hafa tekið upplýsta ákvörðun um að taka þátt og hljóp hún samtals fimmtíu hringi eða 335 kílómetra. „Þau eru að ganga á sig og þau vita það“ segir Hildur. Rakel María Hjaltadóttir, einn hlauparanna, endaði á spítala eftir að hafa klárað 21 hring í keppninni. Hún datt vegna hálku og meiddist á hné. Ekki sjálfgefinn árangur Hildur hefur áhyggjur af því að þegar fleiri og fleiri taki þátt í yfir hundrað kílómetra hlaupum geri aðrir sér ekki grein fyrir því að það sé ekki sjálfgefinn árangur. „Viðmiðin eru að verða hærra og hærri, þetta eru að verða fleiri og fleiri kílómetrar. Ég hef áhyggjur af því,“ segir hún. „Það er ekkert sjálfgefið að maður klukki í hundrað kílómetrana og það á alls ekki að vera þannig að annar hver maður geri það,“ segir Hildur. Það þurfi að passa sig að „hinn almenni Jón“ líti ekki á þetta sem eðlilegar vegalengdir. Garpur bendir á að skalinn verði skakkur og fólk „horfi á 100 kílómetra eins og það séu fimm.“ Íslenska landsliðið lauk keppni í nótt þegar Þorleifur Þorleifsson stóð uppi sem sigurvegari eftir að hafa klárað 62 hringi sem eru rúmir 415 kílómetrar. Heimsmeistaramótið er enn í gangi og eru 41 sem enn hlaupa þegar þessi frétt er skrifuð. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild.
Bakgarðshlaup Hlaup Heilsa Tengdar fréttir „Elísa fær að vera stjarna í dag og tekur þetta Ofurhlauparinn Mari Järsk hætti keppni í 51. hring á HM í bakgarðshlaupi í dag. Hún fór vel yfir 300 kílómetra á tveimur sólarhringum og það sem meira er þá gerði hún það með rifin liðþófa. 21. október 2024 16:19 Sjáðu Þorleif koma í mark: „Átti alveg von á því að þetta færi í Íslandsmet“ Sigurvegari Íslandshluta heimsmeistaramóts landsliða í bakgarðshlaupum, Þorleifur Þorleifsson, var sáttur eftir hlaupið í nótt. Hann segist hafa náð markmiði sínu. 22. október 2024 07:31 Mest lesið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Lífið Flottasti garður landsins er á Selfossi Lífið samstarf „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Lífið Íslendingar geta verið sóðar Lífið samstarf Fleiri fréttir Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Sjá meira
„Elísa fær að vera stjarna í dag og tekur þetta Ofurhlauparinn Mari Järsk hætti keppni í 51. hring á HM í bakgarðshlaupi í dag. Hún fór vel yfir 300 kílómetra á tveimur sólarhringum og það sem meira er þá gerði hún það með rifin liðþófa. 21. október 2024 16:19
Sjáðu Þorleif koma í mark: „Átti alveg von á því að þetta færi í Íslandsmet“ Sigurvegari Íslandshluta heimsmeistaramóts landsliða í bakgarðshlaupum, Þorleifur Þorleifsson, var sáttur eftir hlaupið í nótt. Hann segist hafa náð markmiði sínu. 22. október 2024 07:31