Hluturinn í Controlant er „stærsta óvissan“ í eignasafni Sjóvá

Ef Sjóvá hefði vitað um þau viðbótarréttindi sem fjárfestar fengu við útboð Controlant í árslok 2023, sem ver þá fyrir umtalsverðri gengislækkun í yfirstandandi hlutafjáraukningu, þá hefði tryggingafélagið ekki bókfært virði hlutarins hjá sér miðað við gengið 105 krónur á hlut, segir forstöðumaður fjárfestinga. Stjórnendur Sjóvá merkja aukna samkeppni í tryggingarstarfseminni eftir að einn af keppinautum félagsins, VÍS, sameinaðist Fossum fjárfestingabanka.
Tengdar fréttir

Markaðurinn er að átta sig á því að verðbólgan sé eins og „slæm tannpína“
Fjárfestar voru „fullbjartsýnir“ á að verðbólgan myndi ganga hratt niður á árinu með tilheyrandi vaxtalækkunum Seðlabankans, að sögn forstöðumanns fjárfestinga hjá Sjóvá, en neikvæð afkoma af skráðum hlutabréfum – ásamt stórum brunatjónum – réð hvað mestu um að tryggingafélagið tapaði yfir 400 milljónum á öðrum fjórðungi. Í þessu árferði hárra vaxta sé erfitt fyrir aðra eignaflokka að keppa við víxla og stutt skuldabréf en Sjóvá bætti engu að síður verulega við stöðu sína í Marel.