Uppgjörið: Aþena - Stjarnan 81-87 | Stjarnan aftur á sigurbraut Andri Már Eggertsson skrifar 22. október 2024 21:03 Aþena er nýliði í efstu deild. vísir/Anton Stjarnan vann sex stiga sigur gegn Aþenu í Unbroken-höllinni. Leikurinn var jafn og spennandi en gestirnir settu stór skot ofan í og unnu að lokum 81-87. Heimakonur fóru betur af stað og Ása Lind Wolfram, leikmaður Aþenu, gerði fyrstu fjögur stigin. Þessi byrjun kveikti í gestunum sem tóku öll völd á leiknum og gerðu tólf stig í röð. Eftir þetta áhlaup Stjörnunnar fóru heimakonur að breyta til og pressuðu allan völlinn inn á milli en ásamt því voru þær duglegar að koma sér á vítalínuna og náðu að saxa á forskot Stjörnunnar. Augnablikið var með heimakonum í öðrum leikhluta. Það var kraftur í leikmönnum Aþenu og eftir fimm stig í röð á stuttum tíma tók Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé tveimur stigum undir. Eftir því sem leið á annan leikhluta jafnaðist leikurinn út. Aþena endaði fyrri hálfleik á vel heppnaðri vagg og veltu sem endaði með að Ása Lind setti ofan í auðvelt sniðskot. Staðan í hálfleik var 37-40. Augnablikið var með Stjörnunni í þriðja leikhluta. Gestirnir gerðu þrjár auðveldar körfur á stuttum tíma sem gerði það að verkum að Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, tók leikhlé í stöðunni 45-54. Stjarnan var sjö stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Í fjórða leikhluta hótaði Aþena að koma til baka en gestirnir settu stór þriggja stiga skot í þann mund sem heimakonur voru við það að koma muninum niður í einna körfu leik. Stjarnan vann að lokum sex stiga sigur 81-87. Atvik leiksins Augnablikið var með Aþenu þegar tæplega 80 sekúndur voru eftir. Heimakonur höfðu gert fimm stig í röð og minnkað muninn niður í 4 stig. Þá setti Kolbrún María Ármannsdóttir niður þriggja stiga skot og kom Stjörnunni sjö stigum yfir. Stjörnur og skúrkar Kolbrún María Ármannsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var frábær í kvöld. Kolbrún var stigahæst með 24 stig. Undir lokin var Kolbrún með ís í æðunum og gerði síðustu sex stig gestanna og kláraði leikinn. Ása Lind Wolfram, leikmaður Aþenu, átti flottan leik. Stjarnan var í vandræðum með að dekka hana nálægt hringnum þar sem hún gerði vel. Ása endaði með 21 stig og tók 8 fráköst. Barbara Ola Zienieweska, leikmaður Aþenu, tók tíu skot utan af velli og hitti aðeins úr tveimur. Hún tapaði einnig fjórum boltum. Gréta Björg Melsted, fyrirliði Aþenu, spilaði tæplega níu mínútur í kvöld og með hana inni á vellinum tapaði Aþena þeim leikmínútum með sextán stigum. Dómararnir Dómarar kvöldsins voru Kristinn Óskarsson, Sigurbaldur Frímannsson og Einar Valur Gunnarsson. Tríóið dæmdi leikinn vel og það vakti ánægju mína að sjá þá ekki láta nappa sig í leikaraskap og þeir dæmdu flopp. Stemning og umgjörð Það var gaman að mæta í Breiðholtið á heimavöll Aþenu sem heitir í dag Unbroken-höllin. Íþróttahús sem var lengi heimavöllur ÍR í handbolta en er í dag flott körfuboltahús. Það var líf og fjör á pöllunum og það var gaman að sjá að áhorfendur gátu fengið sér kjúklingasúpu sem er ekki hefðbundinn matur sem boðið er upp á á íþróttaleik enda félag sem er þekkt fyrir að synda á móti straumnum. Ólafur: Fanney stjórnaði leiknum mjög vel Ólafur Jónas Sigurðsson var ánægður með sigurinnVísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ángæður með sex stiga sigur gegn Aþenu. „Það var ekki mikill munur á liðunum. Mér fannst við hefðum geta unnið þetta stærra og mér fannst við spila mjög vel. Við fórum oft eftir því sem við settum upp og ég held að við höfum náð í smá sjálfstraust í kvöld.“ Ólafur var ánægður með hvernig liðið spilaði í fyrsta fjórðungi og náði að gera tólf stig í röð og komast í bílstjórasætið. „Ég var ánægður með hvernig við fórum af stað þrátt fyrir að Aþena hafi gert fyrstu fjögur stigin þá fengum við opið skot. Við byrjuðum vel og vorum tilbúnar í þetta verkefni sem var aðalmálið í þessu.“ Stjarnan var yfir í hálfleik og vann að lokum sex stiga sigur. Ólafur var ánægður með síðari hálfleik liðsins sem að hans mati hafði stjórn á leiknum. „Mér fannst við hafa stjórn á leiknum. Fanney [María Freysdóttir] gerði rosalega vel og stjórnaði þessu mjög vel og gerði lítið af mistökum,“ sagði Ólafur Jónas að lokum. Bónus-deild kvenna Aþena Stjarnan
Stjarnan vann sex stiga sigur gegn Aþenu í Unbroken-höllinni. Leikurinn var jafn og spennandi en gestirnir settu stór skot ofan í og unnu að lokum 81-87. Heimakonur fóru betur af stað og Ása Lind Wolfram, leikmaður Aþenu, gerði fyrstu fjögur stigin. Þessi byrjun kveikti í gestunum sem tóku öll völd á leiknum og gerðu tólf stig í röð. Eftir þetta áhlaup Stjörnunnar fóru heimakonur að breyta til og pressuðu allan völlinn inn á milli en ásamt því voru þær duglegar að koma sér á vítalínuna og náðu að saxa á forskot Stjörnunnar. Augnablikið var með heimakonum í öðrum leikhluta. Það var kraftur í leikmönnum Aþenu og eftir fimm stig í röð á stuttum tíma tók Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, leikhlé tveimur stigum undir. Eftir því sem leið á annan leikhluta jafnaðist leikurinn út. Aþena endaði fyrri hálfleik á vel heppnaðri vagg og veltu sem endaði með að Ása Lind setti ofan í auðvelt sniðskot. Staðan í hálfleik var 37-40. Augnablikið var með Stjörnunni í þriðja leikhluta. Gestirnir gerðu þrjár auðveldar körfur á stuttum tíma sem gerði það að verkum að Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, tók leikhlé í stöðunni 45-54. Stjarnan var sjö stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Í fjórða leikhluta hótaði Aþena að koma til baka en gestirnir settu stór þriggja stiga skot í þann mund sem heimakonur voru við það að koma muninum niður í einna körfu leik. Stjarnan vann að lokum sex stiga sigur 81-87. Atvik leiksins Augnablikið var með Aþenu þegar tæplega 80 sekúndur voru eftir. Heimakonur höfðu gert fimm stig í röð og minnkað muninn niður í 4 stig. Þá setti Kolbrún María Ármannsdóttir niður þriggja stiga skot og kom Stjörnunni sjö stigum yfir. Stjörnur og skúrkar Kolbrún María Ármannsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var frábær í kvöld. Kolbrún var stigahæst með 24 stig. Undir lokin var Kolbrún með ís í æðunum og gerði síðustu sex stig gestanna og kláraði leikinn. Ása Lind Wolfram, leikmaður Aþenu, átti flottan leik. Stjarnan var í vandræðum með að dekka hana nálægt hringnum þar sem hún gerði vel. Ása endaði með 21 stig og tók 8 fráköst. Barbara Ola Zienieweska, leikmaður Aþenu, tók tíu skot utan af velli og hitti aðeins úr tveimur. Hún tapaði einnig fjórum boltum. Gréta Björg Melsted, fyrirliði Aþenu, spilaði tæplega níu mínútur í kvöld og með hana inni á vellinum tapaði Aþena þeim leikmínútum með sextán stigum. Dómararnir Dómarar kvöldsins voru Kristinn Óskarsson, Sigurbaldur Frímannsson og Einar Valur Gunnarsson. Tríóið dæmdi leikinn vel og það vakti ánægju mína að sjá þá ekki láta nappa sig í leikaraskap og þeir dæmdu flopp. Stemning og umgjörð Það var gaman að mæta í Breiðholtið á heimavöll Aþenu sem heitir í dag Unbroken-höllin. Íþróttahús sem var lengi heimavöllur ÍR í handbolta en er í dag flott körfuboltahús. Það var líf og fjör á pöllunum og það var gaman að sjá að áhorfendur gátu fengið sér kjúklingasúpu sem er ekki hefðbundinn matur sem boðið er upp á á íþróttaleik enda félag sem er þekkt fyrir að synda á móti straumnum. Ólafur: Fanney stjórnaði leiknum mjög vel Ólafur Jónas Sigurðsson var ánægður með sigurinnVísir/Pawel Cieslikiewicz Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ángæður með sex stiga sigur gegn Aþenu. „Það var ekki mikill munur á liðunum. Mér fannst við hefðum geta unnið þetta stærra og mér fannst við spila mjög vel. Við fórum oft eftir því sem við settum upp og ég held að við höfum náð í smá sjálfstraust í kvöld.“ Ólafur var ánægður með hvernig liðið spilaði í fyrsta fjórðungi og náði að gera tólf stig í röð og komast í bílstjórasætið. „Ég var ánægður með hvernig við fórum af stað þrátt fyrir að Aþena hafi gert fyrstu fjögur stigin þá fengum við opið skot. Við byrjuðum vel og vorum tilbúnar í þetta verkefni sem var aðalmálið í þessu.“ Stjarnan var yfir í hálfleik og vann að lokum sex stiga sigur. Ólafur var ánægður með síðari hálfleik liðsins sem að hans mati hafði stjórn á leiknum. „Mér fannst við hafa stjórn á leiknum. Fanney [María Freysdóttir] gerði rosalega vel og stjórnaði þessu mjög vel og gerði lítið af mistökum,“ sagði Ólafur Jónas að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum