Carbfix hlaut Nýsköpunarverðlaunin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2024 16:28 Kári Helgason, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, og Ragna Björk Bragadóttir, verkefnastýra styrkverkefna, veittu verðlaununum viðtöku úr hendi Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.. Nýsköpunarverðlaun Íslands 2024 voru í dag veitt nýsköpunarfyrirtækinu Carbfix sem þróað hefur og markaðssett tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Verðlaunin voru afhent á Nýsköpunarþingi sem fram fór í Grósku fyrir fullum sal og eru veitt af Íslandsstofu, Hugverkastofunni, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Rannís. Kári Helgason, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, og Ragna Björk Bragadóttir, verkefnastýra styrkverkefna, veittu viðtöku í lok Nýsköpunarþings í Grósku í dag. „Verðlaunin eru kærkomin viðurkenning á framlagi allra þeirra sem hafa komið að þróun Carbfix tækninnar gegnum tíðina. Tækifærin til nýsköpunar í loftslagslausnum eru mikil og við höldum áfram að gera okkar tækni skilvirkari og hagkvæmari, til að mynda með því að skipta út ferskvatni fyrir sjó,“ sagði Kári. Vinna gegn loftslagsbreytingum Carbfix er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur þróað tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Markmið Carbfix er að vinna gegn loftslagsbreytingum með því að byggja upp örugga og þrautreynda tækni til að binda koldíoxíð í stein, hér á landi og erlendis. Í yfir áratug hefur verið dælt niður koldíoxíði með tækninni sem hefur fjarlægt næstum 100.000 tonn af koldíoxíði. Í dag starfa ríflega 60 manns af þrettán þjóðernum hjá fyrirtækinu og með samstarfsverkefni í yfir 20 löndum. Carbfix varð til innan Orkuveitu Reykjavíkur og er afrakstur samstarfs við vísindamenn við Háskóla Íslands, CNRS Touluse í Frakklandi og Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Niðurstöður sem sýndu að hægt væri að hraða náttúrulegu ferli með steinrenningu koldíoxíðs í hentugu bergi voru birtar í Science, einu virtasta vísindatímariti heims, árið 2016. Síðan hafa fjölmargir háskólar og rannsóknastofnanir tekið þátt í rannsóknum fyrirtækisins og um það hafa verið birtar yfir hundrað ritrýndar vísindagreinar. Carbfix hefur verið rekið sem sjálfstætt fyrirtæki frá árinu 2020. Árið 2022 hlaut það stærsta Evrópustyrk sem íslenskt fyrirtæki hefur hlotið, úr Nýsköpunarsjóði ESB sem fellur undir Loftslags- og umhverfisstofnun ESB. Tæknin og árangur hennar til kolefnisbindingar hefur verið tekin út og vottuð af óháðum vottunaraðilum. Þá hefur Carbfix prýtt forsíðu National Geographic og fjallað hefur verið um fyrirtækið í 60 Minutes, Netflix og fleiri áhrifamiklum fjölmiðlum. Nýsköpunarverðlaun Íslands Nýsköpunarverðlaunin Íslands eru veitt af Íslandsstofu, Hugverkastofunni, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Rannís til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Við val á verðlaunahafa er litið til þess hvort um er að ræða sprotafyrirtæki, hvort það sé byggt á nýrri tækni og hugmynd og hafi þekkingu og reynslu til að sinna framúrskarandi þróunarstarfi. Þá er lagt mat á virðisauka afurða og hvort fyrirtækið hafi náð árangri á markaði. Metið er hvort líkur séu á að fyrirtækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköpunar sé til eftirbreytni. Að lokum er metið hvort fyrirtækið sé hvatning fyrir aðra að feta sömu slóð. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara. Nýsköpun Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Kári Helgason, forstöðumaður rannsókna og nýsköpunar hjá Carbfix, og Ragna Björk Bragadóttir, verkefnastýra styrkverkefna, veittu viðtöku í lok Nýsköpunarþings í Grósku í dag. „Verðlaunin eru kærkomin viðurkenning á framlagi allra þeirra sem hafa komið að þróun Carbfix tækninnar gegnum tíðina. Tækifærin til nýsköpunar í loftslagslausnum eru mikil og við höldum áfram að gera okkar tækni skilvirkari og hagkvæmari, til að mynda með því að skipta út ferskvatni fyrir sjó,“ sagði Kári. Vinna gegn loftslagsbreytingum Carbfix er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur þróað tækni til að binda koldíoxíð og brennisteinsvetni varanlega í bergi. Markmið Carbfix er að vinna gegn loftslagsbreytingum með því að byggja upp örugga og þrautreynda tækni til að binda koldíoxíð í stein, hér á landi og erlendis. Í yfir áratug hefur verið dælt niður koldíoxíði með tækninni sem hefur fjarlægt næstum 100.000 tonn af koldíoxíði. Í dag starfa ríflega 60 manns af þrettán þjóðernum hjá fyrirtækinu og með samstarfsverkefni í yfir 20 löndum. Carbfix varð til innan Orkuveitu Reykjavíkur og er afrakstur samstarfs við vísindamenn við Háskóla Íslands, CNRS Touluse í Frakklandi og Columbia háskóla í Bandaríkjunum. Niðurstöður sem sýndu að hægt væri að hraða náttúrulegu ferli með steinrenningu koldíoxíðs í hentugu bergi voru birtar í Science, einu virtasta vísindatímariti heims, árið 2016. Síðan hafa fjölmargir háskólar og rannsóknastofnanir tekið þátt í rannsóknum fyrirtækisins og um það hafa verið birtar yfir hundrað ritrýndar vísindagreinar. Carbfix hefur verið rekið sem sjálfstætt fyrirtæki frá árinu 2020. Árið 2022 hlaut það stærsta Evrópustyrk sem íslenskt fyrirtæki hefur hlotið, úr Nýsköpunarsjóði ESB sem fellur undir Loftslags- og umhverfisstofnun ESB. Tæknin og árangur hennar til kolefnisbindingar hefur verið tekin út og vottuð af óháðum vottunaraðilum. Þá hefur Carbfix prýtt forsíðu National Geographic og fjallað hefur verið um fyrirtækið í 60 Minutes, Netflix og fleiri áhrifamiklum fjölmiðlum. Nýsköpunarverðlaun Íslands Nýsköpunarverðlaunin Íslands eru veitt af Íslandsstofu, Hugverkastofunni, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og Rannís til fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr í þróun nýrrar vöru eða þjónustu, sem byggð er á rannsóknar- og nýsköpunarstarfi og náð hefur árangri á markaði. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á þeim mikilvægu tengslum sem eru á milli rannsókna og þekkingaröflunar og aukinnar verðmætasköpunar í atvinnulífinu. Við val á verðlaunahafa er litið til þess hvort um er að ræða sprotafyrirtæki, hvort það sé byggt á nýrri tækni og hugmynd og hafi þekkingu og reynslu til að sinna framúrskarandi þróunarstarfi. Þá er lagt mat á virðisauka afurða og hvort fyrirtækið hafi náð árangri á markaði. Metið er hvort líkur séu á að fyrirtækið haldi velli og hvort stjórnun nýsköpunar sé til eftirbreytni. Að lokum er metið hvort fyrirtækið sé hvatning fyrir aðra að feta sömu slóð. Verðlaunagripurinn er stytta af frjósemisgoðinu Frey eftir Hallstein Sigurðsson myndhöggvara.
Nýsköpun Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent