AC Milan komið á blað og Mónakó skoraði fimm Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. október 2024 19:16 Leikmenn AC Milan fagna. EPA-EFE/DANIEL DAL ZENNARO Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. AC Milan vann 3-1 sigur á Club Brugge og Mónakó fór létt með Rauðu Stjörnuna. AC Milan hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni svo það var vel séð þegar Christian Pulisic kom Mílanó-liðinu yfir eftir rúman hálftíma leik. Raphael Onyedika fékk svo beint rautt spjald í liði Club Brugge áður en fyrri hálfleik lauk. Gestirnir létu það ekki á sig á fá og jöfnuðu metin eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Kyriani Sabbe með markið eftir undirbúning Hugo Vetlesen. Tijjani Reijnders kom AC Milan til bjargar með mörkum á 61. og 71. mínútu leiksins. Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur leiksins. AC Milan sem stendur í 18. sæti með þrjú stig á meðan Club Brugge er í 24. sæti með jafn mörg stig. Reijnders inspires Milan 🔴⚫#UCL pic.twitter.com/YNYyOizSAg— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 22, 2024 Í Mónakó var það Takumi Minamino sem kom heimaliðinu yfir en Cherif Ndiaye jafnaði metin fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Breel Embolo kom Mónakó 2-1 yfir á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiksins og heimamenn því með yfirhöndina þegar síðari hálfleikur hófst. Wilfried Singo bætti við þriðja marki Mónakó á 54. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Embolo mark sem var dæmt af. Minamino var svo aftur á ferðinni þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka, eftir undirbúning Emboli, og staðan orðin 4-1. Minamino sjálfur átti svo stoðsendinguna í síðasta marki leiksins en það skoraði Maghnes Akliouche í uppbótartíma, lokatölur 5-1. What a win for Monaco 👏#UCL pic.twitter.com/QUVEF2zuaA— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 22, 2024 Mónakó fer með sigrinum á topp Meistaradeildarinnar með 7 stig að loknum þremur umferðum en fjöldi liða getur náð toppsætinu að loknum leikjum umferðarinnar. Rauða stjarnan er á botninum án stiga en liðið hefur fengið á sig 11 mörk í leikjunum þremur til þessa. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
AC Milan hafði tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni svo það var vel séð þegar Christian Pulisic kom Mílanó-liðinu yfir eftir rúman hálftíma leik. Raphael Onyedika fékk svo beint rautt spjald í liði Club Brugge áður en fyrri hálfleik lauk. Gestirnir létu það ekki á sig á fá og jöfnuðu metin eftir aðeins sex mínútna leik í síðari hálfleik. Kyriani Sabbe með markið eftir undirbúning Hugo Vetlesen. Tijjani Reijnders kom AC Milan til bjargar með mörkum á 61. og 71. mínútu leiksins. Staðan orðin 3-1 og reyndust það lokatölur leiksins. AC Milan sem stendur í 18. sæti með þrjú stig á meðan Club Brugge er í 24. sæti með jafn mörg stig. Reijnders inspires Milan 🔴⚫#UCL pic.twitter.com/YNYyOizSAg— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 22, 2024 Í Mónakó var það Takumi Minamino sem kom heimaliðinu yfir en Cherif Ndiaye jafnaði metin fyrir gestina með marki úr vítaspyrnu. Breel Embolo kom Mónakó 2-1 yfir á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiksins og heimamenn því með yfirhöndina þegar síðari hálfleikur hófst. Wilfried Singo bætti við þriðja marki Mónakó á 54. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar skoraði Embolo mark sem var dæmt af. Minamino var svo aftur á ferðinni þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka, eftir undirbúning Emboli, og staðan orðin 4-1. Minamino sjálfur átti svo stoðsendinguna í síðasta marki leiksins en það skoraði Maghnes Akliouche í uppbótartíma, lokatölur 5-1. What a win for Monaco 👏#UCL pic.twitter.com/QUVEF2zuaA— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 22, 2024 Mónakó fer með sigrinum á topp Meistaradeildarinnar með 7 stig að loknum þremur umferðum en fjöldi liða getur náð toppsætinu að loknum leikjum umferðarinnar. Rauða stjarnan er á botninum án stiga en liðið hefur fengið á sig 11 mörk í leikjunum þremur til þessa.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira