Innlent

Óttast ekki brott­hvarf reynslumikilla þing­manna

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Bjarni segir öflugan oddvita koma í oddvita stað.
Bjarni segir öflugan oddvita koma í oddvita stað. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra óttast ekki brotthvarf reynslumikilla þingmanna Sjálfstæðisflokksins og segir endurnýjun eðlilegan hluta af aðdraganda kosninga.

Bjarni segir að séð verði eftir þingmönnum á borð við Óla Björn Kárason sem tilkynnti að hann hygðist ekki gefa kost á sér á lista flokksins í síðustu viku.

„En við erum líka með tiltölulega nýja þingmenn í t.d. suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir kom inn fyrir síðustu kosningar og hefur verið oddviti síðan. Þannig að mér sýnist nú að það sé að takast bara mjög vel til að stilla upp listunum,“ segir Bjarni.

Hann segir flokkinn hafa fengið tvo öfluga nýja oddvita og á hann þar við hina áðurnefndu Guðrúnu Hafsteinsdóttur í Suðurkjördæmi og Ólaf Adolfsson sem hafði betur gegn Teiti Birni Einarssyni sem vermdi oddvitasætið í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu kosningar.

„Þannig að heilt yfirlitið og ekki síst eftir að hafa fundið fyrir kraftinum frá kjördæmaþingunum. Þá er ég mjög bjartsýnn með þessa lista sem eru að fæðast en þeir eru ekki fullfrágengnir í öllum kjördæmum enn þá,“ segir Bjarni.

Hann segir að Sjálfstæðisflokkurinn sé alltaf í sókn og að breytingar séu eðlilegar á þessu stigi.

„Við sjáum á eftir sumum öflugum þingmönnum, við fáum líka öfluga þingmenn inn. við erum með sterka málefnastöðu þannig að það er bjart yfir okkur,“ segir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×