Fyrsti feðgaleikurinn: „Ein besta gjöf sem ég hef fengið“ Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2024 09:34 LeBron James setur hér upp hlíf fyrir Bronny James, son sinn, í sigrinum gegn Minnesota Timberwolves, í fyrsta leik feðga í sögu NBA-deildarinnar. Getty/Jevone Moore LeBron James og Bronny sonur hans skráðu sig í sögubækur NBA-deildarinnar í körfubolta í gærkvöld með því að verða fyrstu feðgarnir til að spila saman í deildinni. Fyrstu leikir nýs tímabils í NBA-deildinni fóru fram í gærkvöld. Boston Celtics unnu New York Knicks, 132-109, og í Los Angeles unnu James-feðgarnir með Lakers 110-103 sigur gegn Minnesota Timberwolves. Hin tvítugi Bronny er að stíga sín fyrstu skref í NBA-deildinni en feðgarnir léku einnig saman á undirbúningstímabilinu. Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir fyrsta alvöru leik þeirra saman og þeir fengu að spila saman í örfáar mínútur í öðrum leikhluta í gærkvöld, við mikinn fögnuð í uppseldri höllinni. "You ready? Just play care free... go out and play hard."Year 22 with a bit of advice for Year 1. https://t.co/SKNTEA4gkQ pic.twitter.com/g5Trgujjzt— NBA (@NBA) October 23, 2024 „Fjölskyldan hefur alltaf verið í forgangi,“ sagði LeBron sem sat fyrir svörum með Bronny eftir leikinn. „Ég er búinn að missa af miklum tíma vegna þessarar deildar… svo það að geta átt þessa stund þar sem ég er enn að, og get unnið með syni mínum, er ein besta gjöf sem ég hef fengið frá manninum á efri hæðinni, og ég ætla að nýta hana til fulls,“ sagði LeBron, sem er 39 ára gamall og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Bronny lék raunar aðeins 2 mínútur og 41 sekúndu í leiknum en náði á þeim tíma einu frákasti. Pabbi hans var að vanda mikilvægur og skoraði sextán stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Það var þó Anthony Davis sem fór fyrir liði Lakers en hann skoraði 36 stig, tók 16 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. LeBron James. Bronny James.The first father-son duo to play together in the NBA! pic.twitter.com/naadFLoPmh— NBA (@NBA) October 23, 2024 Þetta er 22. leiktíð LeBron James og hann hefur ekki gefið út hvenær hann hyggist leggja skóna á hilluna. Hann mun að minnsta kosti fá nóg af leikjum með syni sínum á þessari leiktíð. „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny James. Pabbi hans hefur líka minnt hann á það hve heppnir þeir séu að fá að spila í NBA-deildinni. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða,“ sagði LeBron James og bætti við. „Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu.“ NBA Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira
Fyrstu leikir nýs tímabils í NBA-deildinni fóru fram í gærkvöld. Boston Celtics unnu New York Knicks, 132-109, og í Los Angeles unnu James-feðgarnir með Lakers 110-103 sigur gegn Minnesota Timberwolves. Hin tvítugi Bronny er að stíga sín fyrstu skref í NBA-deildinni en feðgarnir léku einnig saman á undirbúningstímabilinu. Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir fyrsta alvöru leik þeirra saman og þeir fengu að spila saman í örfáar mínútur í öðrum leikhluta í gærkvöld, við mikinn fögnuð í uppseldri höllinni. "You ready? Just play care free... go out and play hard."Year 22 with a bit of advice for Year 1. https://t.co/SKNTEA4gkQ pic.twitter.com/g5Trgujjzt— NBA (@NBA) October 23, 2024 „Fjölskyldan hefur alltaf verið í forgangi,“ sagði LeBron sem sat fyrir svörum með Bronny eftir leikinn. „Ég er búinn að missa af miklum tíma vegna þessarar deildar… svo það að geta átt þessa stund þar sem ég er enn að, og get unnið með syni mínum, er ein besta gjöf sem ég hef fengið frá manninum á efri hæðinni, og ég ætla að nýta hana til fulls,“ sagði LeBron, sem er 39 ára gamall og stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Bronny lék raunar aðeins 2 mínútur og 41 sekúndu í leiknum en náði á þeim tíma einu frákasti. Pabbi hans var að vanda mikilvægur og skoraði sextán stig, tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Það var þó Anthony Davis sem fór fyrir liði Lakers en hann skoraði 36 stig, tók 16 fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. LeBron James. Bronny James.The first father-son duo to play together in the NBA! pic.twitter.com/naadFLoPmh— NBA (@NBA) October 23, 2024 Þetta er 22. leiktíð LeBron James og hann hefur ekki gefið út hvenær hann hyggist leggja skóna á hilluna. Hann mun að minnsta kosti fá nóg af leikjum með syni sínum á þessari leiktíð. „Ég er bara ótrúlega þakklátur fyrir allt. Mér var veitt stórkostlegt tækifæri með því að fá að koma í þessa deild og verða betri á hverjum degi, og læra á hverjum degi,“ sagði Bronny James. Pabbi hans hefur líka minnt hann á það hve heppnir þeir séu að fá að spila í NBA-deildinni. „Það gerist ekki á hverjum degi að menn fái að spila í þessari dásamlegu deild. Við erum bara 450 talsins og menn verða að skilja að það fæst ekkert gefins, það þarf að berjast fyrir hverju augnabliki. Ég held að hann [Bronny] viti það og hlakki til þess sem þarf til að verða betri á hverjum degi, til þess að verða á endanum sá leikmaður sem hann vill verða,“ sagði LeBron James og bætti við. „Ég er ofurstoltur af honum. Hann er mín líflína, það er á hreinu.“
NBA Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Sjá meira