Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Jón Þór Stefánsson skrifar 23. október 2024 10:55 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsvirkjun hefur tilkynnt stórnotendum á norður- og austurhluta landsins að grípa verði til skerðinga á afhendingu raforku til þeirra frá 23. nóvember næstkomandi, en á morgun taka við áður boðaðar skerðingar hjá stórnotendum á suðvesturhluta landsins. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að ekki sé hægt að sjá fyrir hversu lengi þessar skerðingar muni standa yfir, en reikna megi með að það verði fram á næsta vor. Þá segir að Landsvirkjun hafi hvatt stórnotendur til að draga úr álagi og skoða mögulega endursölu á rafmagni í þeim tilgangi. Tekið er fram að einungis sé verið að skerða orku sem Landsvirkjun og viðskiptavinir hennar hafa samið um að sé „skerðanleg“ þegar staða miðlunarlóna er lág. „Þetta eru sambærilegar aðgerðir og gripið var til í skerðingum fyrr á þessu ári,“ segir í tilkynningunni. Ástæðan er sögð vera, nú sem fyrr, slæm staða miðlunarlóna. „Þórisvatn var langt frá því að fyllast í haust og niðurdráttur lónsins hefur verið mjög eindreginn. Sumarið var þurrt og kalt á hálendinu og bráðnun jökla lítil. Á sama tíma hefur staðið yfir stöðugur flutningur raforku frá Norður- og Austurlandi til suðurs í þeim tilgangi að jafna miðlunarstöðu milli landshluta. Vegna takmarkana í flutningskerfi Landsnets var ekki gripið til skerðinga fyrir norðan og austan fyrr en nú.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu sagði að skerðingin á norður- og austurhluta landsins myndi hefjast í dag, en hún gerir það eftir mánuð. Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að ekki sé hægt að sjá fyrir hversu lengi þessar skerðingar muni standa yfir, en reikna megi með að það verði fram á næsta vor. Þá segir að Landsvirkjun hafi hvatt stórnotendur til að draga úr álagi og skoða mögulega endursölu á rafmagni í þeim tilgangi. Tekið er fram að einungis sé verið að skerða orku sem Landsvirkjun og viðskiptavinir hennar hafa samið um að sé „skerðanleg“ þegar staða miðlunarlóna er lág. „Þetta eru sambærilegar aðgerðir og gripið var til í skerðingum fyrr á þessu ári,“ segir í tilkynningunni. Ástæðan er sögð vera, nú sem fyrr, slæm staða miðlunarlóna. „Þórisvatn var langt frá því að fyllast í haust og niðurdráttur lónsins hefur verið mjög eindreginn. Sumarið var þurrt og kalt á hálendinu og bráðnun jökla lítil. Á sama tíma hefur staðið yfir stöðugur flutningur raforku frá Norður- og Austurlandi til suðurs í þeim tilgangi að jafna miðlunarstöðu milli landshluta. Vegna takmarkana í flutningskerfi Landsnets var ekki gripið til skerðinga fyrir norðan og austan fyrr en nú.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Í upprunalegri útgáfu sagði að skerðingin á norður- og austurhluta landsins myndi hefjast í dag, en hún gerir það eftir mánuð.
Orkumál Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira