Hvar ætliði að finna alla þessa karla? Davíð Már Sigurðsson skrifar 23. október 2024 12:01 Staða drengja í skólakerfinu hefur lengi verið áberandi í umræðunni um menntamál. Umræðan hefur oft og tíðum snúist fyrst og fremst um það að ekki séu nógu margir karlmenn til að kenna strákunum okkar. Að strákum skorti jákvæðar fyrirmyndir innan skólakerfisins, að það sé ekki komið til móts við þarfir þeirra og þess vegna séu þeir ólæsir, óskrifandi og fleira í þeim dúr. Það er áhyggjuefni út af fyrir sig og frekar ógnvekjandi þróun ef upprennandi kynslóðir verða uppfullar af reiðum ólæsum ungum karlmönnum. Þannig geta byltingar byrjað. Segjum sem svo að töfralausnin felist í því að jafna hlutfall kynjanna í skólum landsins. Fá fleiri karla upp dekk. Hvaðan eiga þeir að koma? Almennt er litið svo á að karlar og konur sæki í ólík störf. Fullyrðingin er einnig notuð til að útskýra launamun kynjanna. Ég ætla svo sem ekki að taka afstöðu til þess. Það væri grein út fyrir sig. En þá velti ég fyrir mér hvort lægri laun og kjaraskerðing útskýri brotthvarf karlmanna úr kennarastéttinni? Meginþorri kennara eru kvenkyns. Það var hins vegar ekki alltaf svo. Einungis fyrir nokkrum áratugum voru meirihluti kennara karlkyns. Lækkuðu launin því karlar hættu að kenna eða hættu þeir að kenna því launin lækkuðu? Minnkaði virðing samfélagsins fyrir starfinu þegar hlutfall kvenna jókst eða hurfu karlmenn frá því virðingin dalaði? Þetta eru erfiðu spurningarnar sem þarf að svara. Það er allavega sorglegt ef aukin þátttaka kvenna í kennslu er orsök eða réttlæting á kjaraskerðingu og launalækkun í fræðslustörfum. Ef við gefum okkur svo að körlum sé meira umhugað um stærri launatékka en konum. Gróða fram yfir hugsjón. Er þá líklegt að það séu margir karlar á leið í kennarann þessa dagana? Þegar bæði almenni markaðurinn og opinberi geirinn bjóða betur launuð og þægilegri störf með minna áreiti og ábyrgð. Lumar ríkið eða Samtök íslenskra sveitarfélaga á einhverri töfralausn til að lokka karlana til baka? Eins og staðan er núna virðast sveitarfélögin vera að veðja á að fá lögbann sett á verkfallsaðgerðir kennara. Núverandi aðferðir ganga treglega að miðað við nýlegustu gögn frá Hagstofu, hlutfall karla við kennslu rétt að slefa yfir 18 prósent og hefur rokkað kringum þá línu síðustu tíu ár. Ekki geta þeir sett lög til að skikka karlmenn í kennarann. Hvað er þá til ráða? Höfundur er karl og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Staða drengja í skólakerfinu hefur lengi verið áberandi í umræðunni um menntamál. Umræðan hefur oft og tíðum snúist fyrst og fremst um það að ekki séu nógu margir karlmenn til að kenna strákunum okkar. Að strákum skorti jákvæðar fyrirmyndir innan skólakerfisins, að það sé ekki komið til móts við þarfir þeirra og þess vegna séu þeir ólæsir, óskrifandi og fleira í þeim dúr. Það er áhyggjuefni út af fyrir sig og frekar ógnvekjandi þróun ef upprennandi kynslóðir verða uppfullar af reiðum ólæsum ungum karlmönnum. Þannig geta byltingar byrjað. Segjum sem svo að töfralausnin felist í því að jafna hlutfall kynjanna í skólum landsins. Fá fleiri karla upp dekk. Hvaðan eiga þeir að koma? Almennt er litið svo á að karlar og konur sæki í ólík störf. Fullyrðingin er einnig notuð til að útskýra launamun kynjanna. Ég ætla svo sem ekki að taka afstöðu til þess. Það væri grein út fyrir sig. En þá velti ég fyrir mér hvort lægri laun og kjaraskerðing útskýri brotthvarf karlmanna úr kennarastéttinni? Meginþorri kennara eru kvenkyns. Það var hins vegar ekki alltaf svo. Einungis fyrir nokkrum áratugum voru meirihluti kennara karlkyns. Lækkuðu launin því karlar hættu að kenna eða hættu þeir að kenna því launin lækkuðu? Minnkaði virðing samfélagsins fyrir starfinu þegar hlutfall kvenna jókst eða hurfu karlmenn frá því virðingin dalaði? Þetta eru erfiðu spurningarnar sem þarf að svara. Það er allavega sorglegt ef aukin þátttaka kvenna í kennslu er orsök eða réttlæting á kjaraskerðingu og launalækkun í fræðslustörfum. Ef við gefum okkur svo að körlum sé meira umhugað um stærri launatékka en konum. Gróða fram yfir hugsjón. Er þá líklegt að það séu margir karlar á leið í kennarann þessa dagana? Þegar bæði almenni markaðurinn og opinberi geirinn bjóða betur launuð og þægilegri störf með minna áreiti og ábyrgð. Lumar ríkið eða Samtök íslenskra sveitarfélaga á einhverri töfralausn til að lokka karlana til baka? Eins og staðan er núna virðast sveitarfélögin vera að veðja á að fá lögbann sett á verkfallsaðgerðir kennara. Núverandi aðferðir ganga treglega að miðað við nýlegustu gögn frá Hagstofu, hlutfall karla við kennslu rétt að slefa yfir 18 prósent og hefur rokkað kringum þá línu síðustu tíu ár. Ekki geta þeir sett lög til að skikka karlmenn í kennarann. Hvað er þá til ráða? Höfundur er karl og kennari.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar