Lífið

Lauf­ey Lín í bíó

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Tónleikar Laufeyjar Lín í Hollywood Bowl verða sýndir í völdum kvikmyndahúsum.
Tónleikar Laufeyjar Lín í Hollywood Bowl verða sýndir í völdum kvikmyndahúsum. Skjáskot

Tónleikar íslensku stórstjörnunnar, Laufeyjar Lín Jónsdóttur, sem fóru fram í Hollywood Bowl í Los Angelses í byrjun ágústmánaðar verða sýndir í völdum kvikmyndahúsum frá og með 6. desember næstkomandi. 

Laufey greinir frá tíðindunum í færslu á Instagram. 

„Ég trúi því ekki að þetta sé raunverulegt. Laufey's A Night At The Symphony: Hollywood Bowl kemur í bíó og IMAX® um allan heim, sem verður í sýningu í takmarkaðan tíma og hefst 6. desember. Miðar fara í sölu 30. október,“ skrifaði Laufey og deildi mynd af plakatinu af myndinni.

Tónleikarnir, sem um ræðir, seldust upp, og steig Laufey á svið með sinfoníuhljómsveit frá Los Angeles og heillaði þúsundir áhorfenda upp úr skónum.

Laufey birti færslu á Instagram eftir viðburðinn í byrjun ágúst, þar sem hún skrifaði til þrettán ára gömlu Laufeyjar, líkt og um æskudraum væri að ræða.

„Kæra þrettán ára Laufey, það seldist upp [á tónleikana] í Hollywood Bowl.  Takk allir fyrir besta kvöld lífs míns,“ skrifaði hún.


Tengdar fréttir

Steldu stílnum af heimili Laufeyjar

Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir hefur búið sér til fallegt heimili í Los Angeles, þar sem klassísk skandinavísk hönnun mætir hlýlegum og sjarmerandi stíl. Laufey deildi nýverið myndum úr dúkkuhúsinu sínu, eins og hún orðaði það, með fylgjendum sínum á Instagram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×