Körfubolti

Elvar at­kvæða­mikill í toppslagnum en varð að sætta sig við tap

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson var allt í öllu hjá gríska félaginu í kvöld.
Íslenski landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson var allt í öllu hjá gríska félaginu í kvöld. Getty/ Esra Bilgin

Elvar Már Friðriksson og félagar í gríska félaginu Maroussi töpuðu í kvöld í toppslag í riðli þeirra í FIBA Europe Cup.

Maroussi og belgíska félagið Spirou Charleroi höfðu bæði unnið tvo fyrstu leiki sína en mættust á heimavelli Charleroi í kvöld.

Charleroi voru sterkari og unnu tíu stiga sigur, 79-69, eftir að munaði aðeins þremur stigum á liðunum í hálfleik.

Charleroi vann þriðja leikhlutann 23-15 og var með öll tök eftir það.

Elvar Már átti fínan leik en hann var með tólf stig og sjö stoðsendingar í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×