Sport

Fjölskylduharmleikur hjá Fury daginn fyrir tapið gegn Usyk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tyson og Paris Fury hafa verið saman frá því á unglingsárum.
Tyson og Paris Fury hafa verið saman frá því á unglingsárum. getty/Nick Potts

Enski hnefaleikakappinn Tyson Fury varð fyrir miklu áfalli fyrir bardagann gegn Oleksandr Usyk.

Fury tapaði bardaganum gegn Usyk í maí. Þetta var fyrsta, og enn eina, tapið hans á ferlinum. Fury hefur nú greint frá því að hann hafi orðið fyrir miklu áfalli í aðdraganda bardagans.

Kona hans, Paris, missti nefnilega fóstur daginn fyrir bardagann. Hún var komin sex mánuði á leið.

Fury fékk hins vegar ekki fréttirnar fyrr en hann sneri aftur heim frá Sádi-Arabíu þar sem bardaginn fór fram. Hann segist þó hafa óttast það versta þegar Paris mætti ekki á svæðið.

„Hún var komin sex mánuði á leið. Að koma látnu barni í heiminn á meðan eiginmaður þinn er í öðru landi. Að ganga í gegnum þetta ein er ekki gott,“ sagði Fury á blaðamannafundi fyrir annan bardaga þeirra Usyks sem fer fram í desember.

„Ég gat ekki verið með henni á þessu augnabliki. Og það var erfitt fyrir mig. Ég hef verið með þessari konu lengur en ég hef ekki verið með henni svo það var erfitt að geta ekki verið hjá henni þarna.“

Fury-hjónin eiga sjö börn saman, fjóra syni og þrjár dætur. Þau hafa verið saman frá því þau voru unglingar og gengu í hjónaband 2008.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×