Um það bil 64 prósent þeirra 33 þúsund starfsmanna sem eru í verkfalli greiddu atkvæði gegn tilboðinu. Leiðtogar International Association of Machinists and Aerospace Workers segja félagsmenn sína hafa fært fórnir í áratug og nú sé komið að því að rétta þeirra hlut.
Verkfallsaðgerðirnar hafa komið harkalega niður á Boeing, sem hefur þolað hvert höggið á fætur öðru vegna galla í vélum fyrirtækisins. Framkvæmdastjórinn Kelly Ortberg sagði í gær að hann hefði í hyggju að gjörbreyta kúltúrnum innan fyrirtækisins.
Sagði hann tap Boeing hafa numið sex milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi.
Nýjasta tilboð fyrirtækisins fól í sér, sem fyrr segir, 35 prósent launahækkun auk endurupptöku bónusa og aukins framlags í lífeyrissjóði. Upphaflegar kröfur hljóðuðu upp á 40 prósent launahækkun og ýmsar aðrar kjarabætur.