Fengu aldrei á sig mark en unnu samt ekki deildina Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2024 12:01 Nellie Bengtsson skoraði fleiri mörk en hún fékk á sig á leiktíðinni, í 18 leikjum. Sænska kvennaliðið Ängelholm hefur vakið umtalsverða athygli eftir það ótrúlega afrek sitt að spila heila leiktíð, átján leiki, án þess að fá á sig eitt einasta mark. Markvörður liðsins skoraði fleiri mörk en hún fékk á sig á leiktíðinni. „Við höfum séð þetta á Instagram og TikTok. Margir fjölmiðlar hafa haft samband. Þetta er mjög skemmtilegt. Það er ótrúlegt hvað þetta er orðið að stóru dæmi. Þetta hefur aldrei gerst áður svo þetta er algjörlega súrrealískt,“ segir Nellie Bengtsson, sautján ára markvörður Ängelholm. Hún fékk að taka vítaspyrnu í næstsíðustu umferðinni og skoraði úr henni, og gerði þar með einu marki meira en öll liðin sem spiluðu á móti henni á leiktíðinni. Ängelholm tókst engu að síður ekki að vinna deildina sem það spilar í, 4. deild, heldur endaði það í 2. sæti. Liðið vann fimmtán leiki, og skoraði í þeim samtals 78 mörk, en gerði þrjú markalaus jafntefli. Ljungbyhed vann deildina og komst beint upp í 3. deild, en Ängelholm er núna í umspili um að komast upp. Lokastaðan í 4. deild kvenna, á Norðvestur Skáni. Eins og sjá má fékk Ängelholm ekki á sig eitt einasta mark og tapaði því ekki einum einasta leik, en endaði samt í 2. sæti.svenskfotboll.se Það að Ängelholm hafi ekki fengið á sig eitt einasta mark í átján leikjum hlýtur þó að teljast einstakt afrek: „Þetta er ótrúlegt. Ég hef þjálfað fótbolta í tíu ár og aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég hef aldrei heyrt um neitt svona. Þetta er vissulega mjög skemmtilegt en það er skrýtin tilfinning að hafa ekki unnið deildina,“ sagði Ulf Johansson, þjálfari Ängelholm. Johansson segir að þegar liðið hafi á leiktíðina hafi mótherjar Ängelholm farið að breyta um taktík og reynt allt til þess að brjóta ísinn. „Í síðustu 5-6 leikjunum einbeittu allir sér að því að skora gegn okkur. Þeim var alveg sama þó að það myndi enda með tapi. Það vildu allir brjóta ísinn og koma inn einu marki hjá okkur. Sem betur fer tókst okkur að koma í veg fyrir það,“ sagði Johansson og bætti við: „Við höfum spilað ótrúlega góða vörn. Við erum líka með mjög góðan markvörð en allt liðið á sinn þátt í þessu.“ Sænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
„Við höfum séð þetta á Instagram og TikTok. Margir fjölmiðlar hafa haft samband. Þetta er mjög skemmtilegt. Það er ótrúlegt hvað þetta er orðið að stóru dæmi. Þetta hefur aldrei gerst áður svo þetta er algjörlega súrrealískt,“ segir Nellie Bengtsson, sautján ára markvörður Ängelholm. Hún fékk að taka vítaspyrnu í næstsíðustu umferðinni og skoraði úr henni, og gerði þar með einu marki meira en öll liðin sem spiluðu á móti henni á leiktíðinni. Ängelholm tókst engu að síður ekki að vinna deildina sem það spilar í, 4. deild, heldur endaði það í 2. sæti. Liðið vann fimmtán leiki, og skoraði í þeim samtals 78 mörk, en gerði þrjú markalaus jafntefli. Ljungbyhed vann deildina og komst beint upp í 3. deild, en Ängelholm er núna í umspili um að komast upp. Lokastaðan í 4. deild kvenna, á Norðvestur Skáni. Eins og sjá má fékk Ängelholm ekki á sig eitt einasta mark og tapaði því ekki einum einasta leik, en endaði samt í 2. sæti.svenskfotboll.se Það að Ängelholm hafi ekki fengið á sig eitt einasta mark í átján leikjum hlýtur þó að teljast einstakt afrek: „Þetta er ótrúlegt. Ég hef þjálfað fótbolta í tíu ár og aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég hef aldrei heyrt um neitt svona. Þetta er vissulega mjög skemmtilegt en það er skrýtin tilfinning að hafa ekki unnið deildina,“ sagði Ulf Johansson, þjálfari Ängelholm. Johansson segir að þegar liðið hafi á leiktíðina hafi mótherjar Ängelholm farið að breyta um taktík og reynt allt til þess að brjóta ísinn. „Í síðustu 5-6 leikjunum einbeittu allir sér að því að skora gegn okkur. Þeim var alveg sama þó að það myndi enda með tapi. Það vildu allir brjóta ísinn og koma inn einu marki hjá okkur. Sem betur fer tókst okkur að koma í veg fyrir það,“ sagði Johansson og bætti við: „Við höfum spilað ótrúlega góða vörn. Við erum líka með mjög góðan markvörð en allt liðið á sinn þátt í þessu.“
Sænski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira