Mæta besta liði í heimi: „Verður spennandi að takast á við það“ Aron Guðmundsson skrifar 24. október 2024 15:45 Sveindís Jane Jónsdóttir ein af skærustu stjörnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta Vísir/Anton Brink Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir ríkjandi Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í æfingaleik í Austin, Texas skömmu fyrir miðnætti í kvöld. Um fyrri leik liðanna í tveggja leikja æfingaleikja hrinu er að ræða og andstæðingur Íslands gæti vart orðið sterkari. „Þetta leggst vel í mig. Þetta er hörku andstæðingur. Frábært lið, sennilega besta lið í heimi. Við fáum erfiða leiki í þessu verkefni og það verður spennandi að takast á við það. Verður mjög krefjandi fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands um komandi leiki gegn Bandaríkjunum í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ og má sjá hér fyrir neðan: 🎙️ Viðtal við Þorstein H. Halldórsson, þjálfara A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/WZrryrre33— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Þorsteinn hefur lengi vel kallað eftir því að íslenska landsliðið spili æfingarleiki gegn sterkari andstæðingum og andstæðingurinn í þessu verkefni gerist vart mikið sterkari. En hvað gefa þessir leikir liðinu? „Þeir hjálpa okkur við að bæta okkur sem lið og að takast á við krefjandi aðstæður. Það að allir leikir séu krefjandi fyrir okkur hjálpar okkur bara í því að verða betri. Það að við séum í þannig aðstæðum að við þurfum alltaf að takast á við hluti sem eru erfiðir. Það að andstæðingurinn sé svona góður krefst þess af okkur að við þurfum að spila okkar besta bolta, spila góða leiki til að ná í góð úrslit. Spilamennska okkar gegn þessu bandaríska liði þarf að vera góð til að við náum í góð úrslit.“ Íslenska landsliðið hefur æft við góðar aðstæður í Bandaríkjunum undanfarna daga.Mynd: KSÍ Framundan eru mikilvægir mánuðir hjá íslenska landsliðinu sem hefur keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í upphafi næsta árs. Svo tekur við stórmót hjá liðinu, Evrópumótið í Sviss sem hefst 2.júlí. Aðspurður hvernig að hann horfi á komandi æfingaleiki gegn Bandaríkjunum upp á framhaldið að gera hjá íslenska landsliðinu hafði Þorsteinn þetta að segja: „Við horfum á þetta þannig að við erum að þróa liðið áfram. Við eigum leiki í Þjóðadeildinni áður en að Evrópumótinu kemur. Þjóðadeildin er okkur mikilvæg. Við höldum áfram að þróa okkur, verða betri, það er raunverulega markmiðið með þessu verkefni. Að gefa leikmönnum tækifæri og verða betri.“ Þorsteinn segir stöðuna á leikmannahópnum vera góða. Allir leikmenn Íslands eru klárir í slaginn fyrir utan markvörðinn Fanney Ingu sem fékk höfuðhögg á æfingu og mun ekki geta tekið þátt í verkefninu. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hópinn í hennar stað. Hildur Antonsdóttir, leikmaður Madrid CFF á Spáni, á æfingu með íslenska landsliðinu í hitanum í BandaríkjunumMynd: KSÍ Þá gaf Þorsteinn það til kynna í viðtalinu að hann muni hrófla mikið í byrjunarliði Íslands milli leikja gegn Bandaríkjunum. „Þeir leikmenn sem hafa verið að spila minna fyrir okkur upp á síðkastið munu fá fleiri mínútur í þessu verkefni.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Sjá meira
„Þetta leggst vel í mig. Þetta er hörku andstæðingur. Frábært lið, sennilega besta lið í heimi. Við fáum erfiða leiki í þessu verkefni og það verður spennandi að takast á við það. Verður mjög krefjandi fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands um komandi leiki gegn Bandaríkjunum í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ og má sjá hér fyrir neðan: 🎙️ Viðtal við Þorstein H. Halldórsson, þjálfara A kvenna, fyrir leik morgundagsins.#viðerumísland pic.twitter.com/WZrryrre33— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 23, 2024 Þorsteinn hefur lengi vel kallað eftir því að íslenska landsliðið spili æfingarleiki gegn sterkari andstæðingum og andstæðingurinn í þessu verkefni gerist vart mikið sterkari. En hvað gefa þessir leikir liðinu? „Þeir hjálpa okkur við að bæta okkur sem lið og að takast á við krefjandi aðstæður. Það að allir leikir séu krefjandi fyrir okkur hjálpar okkur bara í því að verða betri. Það að við séum í þannig aðstæðum að við þurfum alltaf að takast á við hluti sem eru erfiðir. Það að andstæðingurinn sé svona góður krefst þess af okkur að við þurfum að spila okkar besta bolta, spila góða leiki til að ná í góð úrslit. Spilamennska okkar gegn þessu bandaríska liði þarf að vera góð til að við náum í góð úrslit.“ Íslenska landsliðið hefur æft við góðar aðstæður í Bandaríkjunum undanfarna daga.Mynd: KSÍ Framundan eru mikilvægir mánuðir hjá íslenska landsliðinu sem hefur keppni í A-deild Þjóðadeildar UEFA í upphafi næsta árs. Svo tekur við stórmót hjá liðinu, Evrópumótið í Sviss sem hefst 2.júlí. Aðspurður hvernig að hann horfi á komandi æfingaleiki gegn Bandaríkjunum upp á framhaldið að gera hjá íslenska landsliðinu hafði Þorsteinn þetta að segja: „Við horfum á þetta þannig að við erum að þróa liðið áfram. Við eigum leiki í Þjóðadeildinni áður en að Evrópumótinu kemur. Þjóðadeildin er okkur mikilvæg. Við höldum áfram að þróa okkur, verða betri, það er raunverulega markmiðið með þessu verkefni. Að gefa leikmönnum tækifæri og verða betri.“ Þorsteinn segir stöðuna á leikmannahópnum vera góða. Allir leikmenn Íslands eru klárir í slaginn fyrir utan markvörðinn Fanney Ingu sem fékk höfuðhögg á æfingu og mun ekki geta tekið þátt í verkefninu. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving hefur verið kölluð inn í hópinn í hennar stað. Hildur Antonsdóttir, leikmaður Madrid CFF á Spáni, á æfingu með íslenska landsliðinu í hitanum í BandaríkjunumMynd: KSÍ Þá gaf Þorsteinn það til kynna í viðtalinu að hann muni hrófla mikið í byrjunarliði Íslands milli leikja gegn Bandaríkjunum. „Þeir leikmenn sem hafa verið að spila minna fyrir okkur upp á síðkastið munu fá fleiri mínútur í þessu verkefni.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Fleiri fréttir María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Sjá meira