Hvernig samfélag? Egill Rúnar Sigurðsson skrifar 24. október 2024 13:31 Hvernig samfélag viljum við? Um það erum við vissulega ekki öll sammála, en ég veit hvernig samfélagi ég vil búa í. Ég vil búa í samfélagi sem gerir fólki auðveldar fyrir í daglegu amstri, hvort sem það vill stofna fyrirtæki eða eiga í samskiptum við stjórnvöld og stofnanir samfélagsins. Ég vil minna bákn og einfaldara regluverk. Þá vil ég sértaklega að stjórnvöld hlúi vel að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem ég tel að séu hryggjarstykkið í efnahagslegri velferð samfélagsins. Velferð. En ég vil líka öflugt velferðarkerfi, þar sem við grípum þá samborgara okkar sem hrasa og tryggjum öldruðum og öryrkjum þau kjör sem þau eiga skilið, svo þau geti haldið áfram að lifa með reisn. Þá vil ég öflugt heilbrigðis og menntakerfi, sem við getum verið stolt af í samanburði við aðrar þjóðir. Jöfnuður. Ég vil að ríkið stuðli að meiri jöfnuði og sé ekkert að því að þeir sem hafa auðgast mjög með aðstoð samfélagsins, greiði samfélaginu til baka eftir efnum. Ég tel það t.d. kristaltært að almenningur sé ekki að njóta nægilega arðsins af sjávarauðlindinni í sama mæli og hann ætti að vera að gera. Við þurfum að koma á samræmdu og sanngjörnu auðlindagjaldi. Hvað skal kjósa? En þá komum við að því, sem skiptir máli í dag og í þessu samhengi. Hvað skal kjósa í komandi Alþingiskosningum? Í minum huga er það enginn vafi. Það er bara einn flokkur sem kemur til greina, Samfylkingin undir forustu Kristrúnar Frostadóttur. Kristrún er á góðri leið með að breyta Samfylkingunni í Klassískan jafnaðarmannaflokk. Breyta flokknum úr þeim upphróps og rétttrúnaðarflokki sem hann var að mörgu leiti orðin og jafnaðarstefnan skein ekki næginlega í gegn. Aftur til kjarnans. Flokkurinn vill fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar, og einbeita sér að þeim málum sem sameinar okkur, frekar en að sundra. Sjálfur er ég mikill Evrópusinni og er sannfærður um að hag okkar væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. En það er alls ekkert óeðlilegt að innan breiðs jafnaðarmannaflokks séu skiptar skoðanir á því, rétt eins og það geta verið skiptar skoðanir á því hvort við séum með ríkiskirkju eða ýmsu öðru. Sjálfstæðisflokkurinn, sem í dag er fyrst og fremst flokkur sérhagsmunafla þarf langt frí. En til þess að svo geti orðið þarf Samfylkingin að verða stór, sem vonandi raungerist í næstu kosningunum, þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur, framkvæmdastjóri og ökukennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig samfélag viljum við? Um það erum við vissulega ekki öll sammála, en ég veit hvernig samfélagi ég vil búa í. Ég vil búa í samfélagi sem gerir fólki auðveldar fyrir í daglegu amstri, hvort sem það vill stofna fyrirtæki eða eiga í samskiptum við stjórnvöld og stofnanir samfélagsins. Ég vil minna bákn og einfaldara regluverk. Þá vil ég sértaklega að stjórnvöld hlúi vel að litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem ég tel að séu hryggjarstykkið í efnahagslegri velferð samfélagsins. Velferð. En ég vil líka öflugt velferðarkerfi, þar sem við grípum þá samborgara okkar sem hrasa og tryggjum öldruðum og öryrkjum þau kjör sem þau eiga skilið, svo þau geti haldið áfram að lifa með reisn. Þá vil ég öflugt heilbrigðis og menntakerfi, sem við getum verið stolt af í samanburði við aðrar þjóðir. Jöfnuður. Ég vil að ríkið stuðli að meiri jöfnuði og sé ekkert að því að þeir sem hafa auðgast mjög með aðstoð samfélagsins, greiði samfélaginu til baka eftir efnum. Ég tel það t.d. kristaltært að almenningur sé ekki að njóta nægilega arðsins af sjávarauðlindinni í sama mæli og hann ætti að vera að gera. Við þurfum að koma á samræmdu og sanngjörnu auðlindagjaldi. Hvað skal kjósa? En þá komum við að því, sem skiptir máli í dag og í þessu samhengi. Hvað skal kjósa í komandi Alþingiskosningum? Í minum huga er það enginn vafi. Það er bara einn flokkur sem kemur til greina, Samfylkingin undir forustu Kristrúnar Frostadóttur. Kristrún er á góðri leið með að breyta Samfylkingunni í Klassískan jafnaðarmannaflokk. Breyta flokknum úr þeim upphróps og rétttrúnaðarflokki sem hann var að mörgu leiti orðin og jafnaðarstefnan skein ekki næginlega í gegn. Aftur til kjarnans. Flokkurinn vill fara aftur í kjarna jafnaðarstefnunnar, og einbeita sér að þeim málum sem sameinar okkur, frekar en að sundra. Sjálfur er ég mikill Evrópusinni og er sannfærður um að hag okkar væri betur borgið innan Evrópusambandsins en utan. En það er alls ekkert óeðlilegt að innan breiðs jafnaðarmannaflokks séu skiptar skoðanir á því, rétt eins og það geta verið skiptar skoðanir á því hvort við séum með ríkiskirkju eða ýmsu öðru. Sjálfstæðisflokkurinn, sem í dag er fyrst og fremst flokkur sérhagsmunafla þarf langt frí. En til þess að svo geti orðið þarf Samfylkingin að verða stór, sem vonandi raungerist í næstu kosningunum, þann 30. nóvember næstkomandi. Höfundur er stjórnmálafræðingur, framkvæmdastjóri og ökukennari.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun