Tottenham menn rifust um það hvor tæki vítið sem tryggði svo sigurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Richarlison og James Maddison rífast hér um það hvor þeirra ætti að taka vítaspyrnuna sem skilaði Tottenham  síðan sigrinum.
Richarlison og James Maddison rífast hér um það hvor þeirra ætti að taka vítaspyrnuna sem skilaði Tottenham  síðan sigrinum. Getty/Crystal Pix

Tottenham fagnaði sigri í þriðja leik sínum í röð í Evrópudeildinni þegar liðið vann nauman 1-0 sigur á hollenska liðinu AZ Alkmaar.

Tottenham hefur fullt hús eins og Lazio frá Ítalíu og Anderlecht frá Belgíu sem unnu líka 1-0 sigra í kvöld.

Eina mark Tottenham skoraði Brasilíumaðurinn Richarlison úr vítaspyrnu á 53. mínútu. Svíinn Lucas Bergvall fiskaði vítið.

Leikmenn Tottenham rifust reyndar um það hver tæki vítið en Richarlison hafði þar betur gegn James Maddison.

Tottenham liðið endaði leikinn ellefu á móti tíu eftir að David Møller Wolfe fékk sitt annað gula spjald.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira