Uppgjörið: HK - ÍR 37-31| HK vann botnslaginn Dagur Lárusson skrifar 24. október 2024 18:46 Fjölnir - HK Olís Deild Karla Haust 2024 vísir/Diego HK fór með sigur af hólmi gegn ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld er liðin mættust í Kórnum. Fyrir leikinn var ÍR í níunda sæti deildarinnar með fimm stig á meðan HK var í tólfta og neðsta sætinu með þrjú. Leikurinn var heldur jafn til að byrja með og í raun allan fyrri hálfleikinn. HK-inga voru þó alltaf aðeins á undan og til dæmis var staðan 9-5 eftir þrettán mínútur. Eftir það tóku ÍR-ingar aðeins við sér og náðu að jafna í stöðunni 14-14 en það var á 25. mínútu og eftir það náðu þeir einnig forystunni í fyrsta sinn í leiknum, 14-15. HK-ingar létu ekki bjóða sér það hins vegar og bitu rækilega frá sér á lokamínútunum og fóru með forystuna í hálfleikinn, 18-17. Í seinni hálfleiknum tóku HK-ingar yfir leikinn og má segja að ÍR hafi ekki séð til sólar. Þegar munurinn var hvað mestur þá var HK með átta marka forystunni í stöðunni 31-23. Lokatölur urðu síðan 37-31 og er HK því komið með fimm stig í deildinni. Atvik leiksins Erfitt að velja eitthvað eitt atvik þó svo það séu einhver atvik sem koma upp í hugann. Ég myndi segja að það sem stendur upp úr í kvöld sé baráttuandinn í HK-ingum sem var til fyrirmyndar. Stjörnurnar og skúrkarnir Þeir Andri Þór og Leó Snær, hornamenn HK-inga, léku á alls oddi í kvöld og ég myndi segja að þeir hafi verið stjörnar kvöldsins. Hinum megin voru það Bernard Kristján Darkoh og Baldur Fritz sem stóðu upp úr. Dómararnir Það fór heldur lítið fyrir dómurum kvöldsins og það veitir alltaf á gott. Stemningin og umgjörð Stemningin var virkilega góð í Kórnum í kvöld sem og umgjörðin hjá HK, virkilega vel gert. Halldór Jóhann Sigfússon: Mikið talað um það að við vinnum ekki liðin í kringum okkur Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari HK.vísir / pawel „Þetta var virkilega góður leikur hjá okkur og þá sérstaklega sóknarlega,“ byrjaði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari HK, að segja eftir leik. „Við vorum mjög góðir varnarlega í seinni hálfleiknum en þá breyttum við í 6-0 vörn og það heppnaðist fullkomlega. Í fyrri vorum við samt sem áður að spila ágætis vörn, við vorum bara að gera klaufa mistök,“ hélt Halldór áfram að segja. Halldór vildi hrósa sínum strákum sérstaklega. „Bara virkilega stórt hrós á strákana því mér fannst við vera með góða stjórn allan leikinn. Við misstum þá yfir bara einu sinni og því að mörgu leyti mjög góður leikur hjá strákunum.“ Halldór vildi meina að hann og liðið hafi svarað gagnrýnisröddum. „Það hefur mikið verið talað um það að við getum ekki unnið þessi lið í kringum okkur en við sýndum annað hér í kvöld. Við ræddum þetta samt ekkert fyrir leikinn en við höfum rætt þetta áður og þess vegna finnst mér þessi sigur sýna ákveðinn karakter í liðinu,“ endaði Halldór á að segja. Bjarni Fritzson: Gerum of mikið af mistökum Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR.VÍSIR/BÁRA „Fyrst og fremst þá erum við einfaldlega að gera of mikið af mistökum,“ byrjaði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að segja eftir leik. „Í fyrri hálfleik voru kaflar þar sem við vorum að klikka á of mikið af góðum færum og síðan í seinni hálfleik voru við að gera of mikið af tæknifeilum og þeir fóru þá beint upp og skoruðu úr hraðaupphlaupum,“ hélt Bjarni áfram að segja. Bjarni talaði sérstaklega um varnarleikinn. „Varnarlega náðum við aldrei takti, það verður bara að segjast. Mér fannst þeir bara gera þetta vel og það var aðallega það sem vantaði upp á í kvöld.“ Bjarni ítrekaði þó að mótherjarnir hafi spilað mjög vel. „Nei mér fannst þeir gera þetta mjög vel, vil ekki taka neitt af þeim. Þeir náðu að hreyfa okkur mjög vel og þeir voru í heildina mjög góðir og eru með mjög gott lið,“ endaði Bjarni á að segja. Olís-deild karla HK ÍR
HK fór með sigur af hólmi gegn ÍR í Olís-deild karla í handbolta í kvöld er liðin mættust í Kórnum. Fyrir leikinn var ÍR í níunda sæti deildarinnar með fimm stig á meðan HK var í tólfta og neðsta sætinu með þrjú. Leikurinn var heldur jafn til að byrja með og í raun allan fyrri hálfleikinn. HK-inga voru þó alltaf aðeins á undan og til dæmis var staðan 9-5 eftir þrettán mínútur. Eftir það tóku ÍR-ingar aðeins við sér og náðu að jafna í stöðunni 14-14 en það var á 25. mínútu og eftir það náðu þeir einnig forystunni í fyrsta sinn í leiknum, 14-15. HK-ingar létu ekki bjóða sér það hins vegar og bitu rækilega frá sér á lokamínútunum og fóru með forystuna í hálfleikinn, 18-17. Í seinni hálfleiknum tóku HK-ingar yfir leikinn og má segja að ÍR hafi ekki séð til sólar. Þegar munurinn var hvað mestur þá var HK með átta marka forystunni í stöðunni 31-23. Lokatölur urðu síðan 37-31 og er HK því komið með fimm stig í deildinni. Atvik leiksins Erfitt að velja eitthvað eitt atvik þó svo það séu einhver atvik sem koma upp í hugann. Ég myndi segja að það sem stendur upp úr í kvöld sé baráttuandinn í HK-ingum sem var til fyrirmyndar. Stjörnurnar og skúrkarnir Þeir Andri Þór og Leó Snær, hornamenn HK-inga, léku á alls oddi í kvöld og ég myndi segja að þeir hafi verið stjörnar kvöldsins. Hinum megin voru það Bernard Kristján Darkoh og Baldur Fritz sem stóðu upp úr. Dómararnir Það fór heldur lítið fyrir dómurum kvöldsins og það veitir alltaf á gott. Stemningin og umgjörð Stemningin var virkilega góð í Kórnum í kvöld sem og umgjörðin hjá HK, virkilega vel gert. Halldór Jóhann Sigfússon: Mikið talað um það að við vinnum ekki liðin í kringum okkur Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari HK.vísir / pawel „Þetta var virkilega góður leikur hjá okkur og þá sérstaklega sóknarlega,“ byrjaði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari HK, að segja eftir leik. „Við vorum mjög góðir varnarlega í seinni hálfleiknum en þá breyttum við í 6-0 vörn og það heppnaðist fullkomlega. Í fyrri vorum við samt sem áður að spila ágætis vörn, við vorum bara að gera klaufa mistök,“ hélt Halldór áfram að segja. Halldór vildi hrósa sínum strákum sérstaklega. „Bara virkilega stórt hrós á strákana því mér fannst við vera með góða stjórn allan leikinn. Við misstum þá yfir bara einu sinni og því að mörgu leyti mjög góður leikur hjá strákunum.“ Halldór vildi meina að hann og liðið hafi svarað gagnrýnisröddum. „Það hefur mikið verið talað um það að við getum ekki unnið þessi lið í kringum okkur en við sýndum annað hér í kvöld. Við ræddum þetta samt ekkert fyrir leikinn en við höfum rætt þetta áður og þess vegna finnst mér þessi sigur sýna ákveðinn karakter í liðinu,“ endaði Halldór á að segja. Bjarni Fritzson: Gerum of mikið af mistökum Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR.VÍSIR/BÁRA „Fyrst og fremst þá erum við einfaldlega að gera of mikið af mistökum,“ byrjaði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, að segja eftir leik. „Í fyrri hálfleik voru kaflar þar sem við vorum að klikka á of mikið af góðum færum og síðan í seinni hálfleik voru við að gera of mikið af tæknifeilum og þeir fóru þá beint upp og skoruðu úr hraðaupphlaupum,“ hélt Bjarni áfram að segja. Bjarni talaði sérstaklega um varnarleikinn. „Varnarlega náðum við aldrei takti, það verður bara að segjast. Mér fannst þeir bara gera þetta vel og það var aðallega það sem vantaði upp á í kvöld.“ Bjarni ítrekaði þó að mótherjarnir hafi spilað mjög vel. „Nei mér fannst þeir gera þetta mjög vel, vil ekki taka neitt af þeim. Þeir náðu að hreyfa okkur mjög vel og þeir voru í heildina mjög góðir og eru með mjög gott lið,“ endaði Bjarni á að segja.