„Þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins“ Jón Þór Stefánsson skrifar 24. október 2024 21:14 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar. Vísir/Arnar Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn er í þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann segir kominn tíma á breytingu á stjórn landsins. „Ég hef áhuga á pólitík, og ákvað að láta slag standa og bjóða fram krafta mína,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Grímur segir Viðreisn vera frjálslyndan flokk sem falli vel að hans skoðunum varðandi það hvernig eigi að sækja fram, en líka að skapa festu í efnahagsmálum. „Ég held að við séum á þeim stað, þjóðin og Ísland, að við þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins, og að Viðreisn sé sá flokkur sem þarf að vera í oddaaðstöðu þegar að kemur að ríkisstjórnarsamstarfi og skipun ríkisstjórnar, með sín stefnumál og frjálslyndi.“ Með öryggismál í huga en líka hag heimilanna Grímur Grímsson hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu síðan í febrúar 2021. Þar áður var hann í þrjú ár tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol. En þar á undan hafði hann áður verið yfir miðlægu rannsóknardeildinni. Grímur var valinn maður ársins af lesendum og hlustendum Vísis og Bylgjunnar árið 2017 en hann hafði þá stýrt rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur. „Ég hef áhuga og vill leggja mitt af mörkum varðandi öryggismálin almennt, þar með talin auðvitað löggæslumálin,“ segir hann en tekur fram að áhugi hans sé víðar. „Áhugi minn er líka á efnahagsmálum og hag heimilina. Að fólki líði vel og hafi til hnífs og skeiðar.“ Hefur trú á þriðja sætinu Líkt og áður segir mun Grímur vera á þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavík norður. Hann lítur svo á að um baráttusæti sé að ræða. „Ég finn fyrir miklum meðbyr með flokknum, og ég held að það geti alveg orðið til þess að við fáum þrjá menn kjörna.“ Grímur verður í fríi frá og með næstkomandi mánudegi og fram yfir kosningar. „Ég kem bara inn á morgun og klára bara það sem ég get klárað.“ Á meðan mun staðgengill hans Ævar Pálmi mun að mestu leyti stíga inn í hlutverk Gríms. Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira
„Ég hef áhuga á pólitík, og ákvað að láta slag standa og bjóða fram krafta mína,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Grímur segir Viðreisn vera frjálslyndan flokk sem falli vel að hans skoðunum varðandi það hvernig eigi að sækja fram, en líka að skapa festu í efnahagsmálum. „Ég held að við séum á þeim stað, þjóðin og Ísland, að við þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins, og að Viðreisn sé sá flokkur sem þarf að vera í oddaaðstöðu þegar að kemur að ríkisstjórnarsamstarfi og skipun ríkisstjórnar, með sín stefnumál og frjálslyndi.“ Með öryggismál í huga en líka hag heimilanna Grímur Grímsson hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu síðan í febrúar 2021. Þar áður var hann í þrjú ár tengiliður Íslands hjá Evrópulögreglunni í Hollandi, Europol. En þar á undan hafði hann áður verið yfir miðlægu rannsóknardeildinni. Grímur var valinn maður ársins af lesendum og hlustendum Vísis og Bylgjunnar árið 2017 en hann hafði þá stýrt rannsókninni á morðinu á Birnu Brjánsdóttur. „Ég hef áhuga og vill leggja mitt af mörkum varðandi öryggismálin almennt, þar með talin auðvitað löggæslumálin,“ segir hann en tekur fram að áhugi hans sé víðar. „Áhugi minn er líka á efnahagsmálum og hag heimilina. Að fólki líði vel og hafi til hnífs og skeiðar.“ Hefur trú á þriðja sætinu Líkt og áður segir mun Grímur vera á þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavík norður. Hann lítur svo á að um baráttusæti sé að ræða. „Ég finn fyrir miklum meðbyr með flokknum, og ég held að það geti alveg orðið til þess að við fáum þrjá menn kjörna.“ Grímur verður í fríi frá og með næstkomandi mánudegi og fram yfir kosningar. „Ég kem bara inn á morgun og klára bara það sem ég get klárað.“ Á meðan mun staðgengill hans Ævar Pálmi mun að mestu leyti stíga inn í hlutverk Gríms.
Lögreglan Viðreisn Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Fleiri fréttir Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Sjá meira