Fótbolti

Heimakonan Natasha í vörninni og alls sjö breytingar frá síðasta leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Natasha Moraa Anasi er á heimavelli í þessum leik því hún er frá Texas og mikið af ættingjum hennar mætir á leikinn í kvöld.
Natasha Moraa Anasi er á heimavelli í þessum leik því hún er frá Texas og mikið af ættingjum hennar mætir á leikinn í kvöld. Vísir/Anton

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið byrjunarliðið sitt fyrir vináttulandsleik á móti Bandaríkjunum en leikurinn fer fram í nótt.

Þorsteinn gerir sjö breytingar á byrjunarliði sínu frá því í síðasta leik sem var á móti Póllandi í sumar.

Leikur Bandaríkjanna og Íslands er spilaður á Q2 Stadium í Austin í Texas og hefst klukkan 23.30.

Fanney Inga Birkisdóttir (meiðsli), Ingibjörg Sigurðardóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Emilía Kiær Ásgeirsdóttir, Hlín Eiríksdóttir og Guðný Árnadóttir detta allar út úr byrjunarliðinu.

Í stað þeirra koma inn þær Telma Ívarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Sædís Rún Heiðarsdóttir, Hildur Antonsdóttir, Amanda Andradóttir, Diljá Ýr Zomers og Sandra María Jessen.

Glódís Perla Viggósdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Guðrún Arnardóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru þær einu sem voru líka í byrjunarliðinu í síðasta landsleik.

Natasha Moraa Anasi er á heimavelli í þessum leik því hún er frá Texas og mikið af ættingjum hennar mæta örugglega á leikinn í kvöld.

Hinar ungu Sædís Rún Heiðarsdóttir og Amanda Andradóttir fá líka stórt tækifæri í þessum leik en þær eru báðar á fyrsta ári í atvinnumennsku.

  • Byrjunarliðið á móti Bandaríkjunum:
  • Telma Ívarsdóttir
  • Glódís Perla Viggósdóttir
  • Guðrún Arnardóttir
  • Natasha Moraa Anasi
  • Sædís Rún Heiðarsdóttir
  • Selma Sól Magnúsdóttir
  • Hildur Antonsdóttir
  • Amanda Andradóttir
  • Sveindís Jane Jónsdóttir
  • Diljá Ýr Zomers
  • Sandra María Jessen



Fleiri fréttir

Sjá meira


×