Uppgjörið: Vestri - Fylkir 1-3 | Vestri áfram í Bestu deildinni þrátt fyrir tap Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar 26. október 2024 15:50 Vestramenn verða áfram í deild þeirra bestu. vísir/Viktor Freyr Vestri leikur áfram í Bestu deild karla á næsta tímabili þrátt fyrir 1-3 tap fyrir Fylki á Ísafirði í dag. Á sama tíma steinlá HK fyrir KR. Leikurinn í dag var áhugaverður fyrir margar sakar og þá einna helst þær að með sigri gat Vestri tryggt sig í Bestu deildinni. Fyrir leik talaði Davíð Smári um að menn væru tilbúnir í þennan leik og vonandi hjálpuðum aðstæður í dag hans mönnum, sem væru vanir þessu veðri í janúar, febrúar og mars. Í fyrri hálfleik voru það Vestramenn sem voru betri og á 23. Mínútu skoruðu þeir mark þegar Fatai opnaði markareikninginn sinn eftir sendingu frá Benedikt Waren. Það gerðist ekki mikið meira í fyrri hálfleik, þó svo að heimamenn væru hættulegri. Menn vildu komast sem fyrst inn í hlýjuna. Eflaust hafa Vestramenn fengið fregnir af því hvernig staðan var hjá HK í hálfleik og á 60. mínútu skorar Halldór Jón Sigurður mark með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa komið inn á og jafnar leikinn. Aðstæður voru ekki góðar fram að þessu en hérna var maður eiginlega hættur að sjá boltann fyrir snjó og áhugalausir Vestramenn leyfðu Fylki að skora og komast yfir á 79. mínútu. Það var svo tveimur mínútum seinna að Fylkir fékk vítaspyrnu eftir að Halldór Jón skallar í höndina á Olsen. Theodor Ingi setti hann á mitt markið og tryggði þar með 1-3 sigur hjá Fylki sem vinna sinn síðasta sigur í Bestu deildinni, í bili allavega. Atvik leiksins Ætli það sé ekki bara þegar Vestramenn fara inn í klefa og komast að því að KR er að sigra HK og spennan hverfur og menn fara hugsa um lokahófið í kvöld. Stjörnur og skúrkar Ætli skúrkar dagsins séu ekki bara veðurguðirnir. Alhvítur völlur hérna stóran part af leiknum og ef ekki hefði verið fyrir lokaumferð mótsins að þá hefði verið stoppað þennan leik fyrir löngu og spilaður á morgun.Í svona leik þar sem aðstæður bjóða ekki upp á fótbolta, þá er enginn skúrkur.Stemning og umgjörð Það var góð stemning í stúkunni og þrátt fyrir tap fóru hérna blys á loft og mikill fögnuður þegar ljóst var að Vestri hafði tryggt sér áframhaldandi veru í Bestu deild karla.Dómarinn Tók lítið sem ekkert eftir honum í dag og fannst Jóhann Ingi komast vel frá sínu á erfiðum velli þar sem oft á tíðum sást ekki mikið í boltann. Besta deild karla Vestri Fylkir
Vestri leikur áfram í Bestu deild karla á næsta tímabili þrátt fyrir 1-3 tap fyrir Fylki á Ísafirði í dag. Á sama tíma steinlá HK fyrir KR. Leikurinn í dag var áhugaverður fyrir margar sakar og þá einna helst þær að með sigri gat Vestri tryggt sig í Bestu deildinni. Fyrir leik talaði Davíð Smári um að menn væru tilbúnir í þennan leik og vonandi hjálpuðum aðstæður í dag hans mönnum, sem væru vanir þessu veðri í janúar, febrúar og mars. Í fyrri hálfleik voru það Vestramenn sem voru betri og á 23. Mínútu skoruðu þeir mark þegar Fatai opnaði markareikninginn sinn eftir sendingu frá Benedikt Waren. Það gerðist ekki mikið meira í fyrri hálfleik, þó svo að heimamenn væru hættulegri. Menn vildu komast sem fyrst inn í hlýjuna. Eflaust hafa Vestramenn fengið fregnir af því hvernig staðan var hjá HK í hálfleik og á 60. mínútu skorar Halldór Jón Sigurður mark með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa komið inn á og jafnar leikinn. Aðstæður voru ekki góðar fram að þessu en hérna var maður eiginlega hættur að sjá boltann fyrir snjó og áhugalausir Vestramenn leyfðu Fylki að skora og komast yfir á 79. mínútu. Það var svo tveimur mínútum seinna að Fylkir fékk vítaspyrnu eftir að Halldór Jón skallar í höndina á Olsen. Theodor Ingi setti hann á mitt markið og tryggði þar með 1-3 sigur hjá Fylki sem vinna sinn síðasta sigur í Bestu deildinni, í bili allavega. Atvik leiksins Ætli það sé ekki bara þegar Vestramenn fara inn í klefa og komast að því að KR er að sigra HK og spennan hverfur og menn fara hugsa um lokahófið í kvöld. Stjörnur og skúrkar Ætli skúrkar dagsins séu ekki bara veðurguðirnir. Alhvítur völlur hérna stóran part af leiknum og ef ekki hefði verið fyrir lokaumferð mótsins að þá hefði verið stoppað þennan leik fyrir löngu og spilaður á morgun.Í svona leik þar sem aðstæður bjóða ekki upp á fótbolta, þá er enginn skúrkur.Stemning og umgjörð Það var góð stemning í stúkunni og þrátt fyrir tap fóru hérna blys á loft og mikill fögnuður þegar ljóst var að Vestri hafði tryggt sér áframhaldandi veru í Bestu deild karla.Dómarinn Tók lítið sem ekkert eftir honum í dag og fannst Jóhann Ingi komast vel frá sínu á erfiðum velli þar sem oft á tíðum sást ekki mikið í boltann.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti