Gerði ekki kröfu um oddvitasæti og fær annað sætið Árni Sæberg skrifar 25. október 2024 14:46 Dagur B. Eggertsson lét nýverið af störfum sem borgarstjóri eftir áratug í brúnni. Stöð 2/Arnar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, gaf kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Hann taldi rétt að sækjast eftir því í stað oddvitasætis í ljósi þess að hann er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku sinni. Frá þessu greinir Dagur í færslu á Facebook en fyrr í dag greindi Vísir frá því að hann yrði ekki oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokkurinn í dauðafæri Dagur segist oft hafa verið hvattur til að fara í landsmálin en hingað til ekki gefið kost á því. Nú sé það breytt. „Í fyrsta lagi hef ég stigið úr stóli borgarstjóra eftir tíu ára feril. Í öðru lagi stendur Samfylkingin gríðarlega sterkt í Reykjavík. Flokkurinn mælist stærstur í borginni í öllum nýjum könnunum. Fylgið mælist nú 26% og flokkurinn hefur bætt við sig yfir 5% frá síðustu borgastjórnarkosningum. Ég man ekki eftir jafnmiklu fylgi á miðju kjörtímabili. Í þriðja lagi eru öflugir félagar mínir í borgarstjórnarflokknum og samhentum meirihluta borgarstjórnar sem ég treysti vel til að vinna áfram að verkefnum Reykjavíkur.“ Á landsvísu sé Samfylkingin í dauðafæri á að verða kjölfestuflokkur og forystuafl til framtíðar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns. Gerði ekki kröfu um oddvitasæti Í komandi þingkosningum hafi Samfylkingin sett heilbrigðismál og umönnun eldra fólks í forgang. „Það eru mér hjartans mál. Þjóðareign á auðlindum og að þær nýtist í almannaþágu er það sömuleiðis. Samgöngumál, menntamál, húsnæðismál, loftslagsmál og svo margt fleira þarf skýrari forystu á þingi. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til að leggjast á árarnar með Kristrúnu Frostadóttur formanni flokksins, öflugum hópi frambjóðenda og stuðningsfólki og bjóða mig fram til Alþings.“ Á fyrsta fundi uppstillingarnefndar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík í síðustu viku hafi hann boðið fram krafta sína í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður á eftir Kristrúnu. „Mér er ljóst að margir höfðu hvatt mig til að sækjast eftir oddvitasæti. Ég met það hins vegar svo að annað sætið undirstriki að ég er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku minni. Og ætla þar að taka eitt skref í einu um leið og ég lofa að leggja mig allan fram um að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar á nýjum vettvangi.“ Hefur myndað fjóra meirihluta og treystir engum betur en Kristrúnu Dagur segir að hann komi með drjúga reynslu að borðinu, meðal annars af því að mynda fjóra meirihluta í Reykjavík, sem hafi unnið vel saman og setið út kjörtímabilið. „Í mínum huga er það eitt af brýnustu verkefnum landsmálanna, að mynduð verði frjálslynd félagshyggjustjórn og komið á festu við stjórn landsins. Engri manneskju treysti ég betur til þess en Kristrúnu Frostadóttur til að leiða slíka stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf frí. Það er víða verk að vinna og mikilvægt að áherslur og stefnumál Samfylkingarinnar sem hafa verið mótuð í samtali við þjóðina nái fram að ganga. Því mun ég leggja allt það lið sem ég get.“ Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Frá þessu greinir Dagur í færslu á Facebook en fyrr í dag greindi Vísir frá því að hann yrði ekki oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Flokkurinn í dauðafæri Dagur segist oft hafa verið hvattur til að fara í landsmálin en hingað til ekki gefið kost á því. Nú sé það breytt. „Í fyrsta lagi hef ég stigið úr stóli borgarstjóra eftir tíu ára feril. Í öðru lagi stendur Samfylkingin gríðarlega sterkt í Reykjavík. Flokkurinn mælist stærstur í borginni í öllum nýjum könnunum. Fylgið mælist nú 26% og flokkurinn hefur bætt við sig yfir 5% frá síðustu borgastjórnarkosningum. Ég man ekki eftir jafnmiklu fylgi á miðju kjörtímabili. Í þriðja lagi eru öflugir félagar mínir í borgarstjórnarflokknum og samhentum meirihluta borgarstjórnar sem ég treysti vel til að vinna áfram að verkefnum Reykjavíkur.“ Á landsvísu sé Samfylkingin í dauðafæri á að verða kjölfestuflokkur og forystuafl til framtíðar undir forystu Kristrúnar Frostadóttur formanns. Gerði ekki kröfu um oddvitasæti Í komandi þingkosningum hafi Samfylkingin sett heilbrigðismál og umönnun eldra fólks í forgang. „Það eru mér hjartans mál. Þjóðareign á auðlindum og að þær nýtist í almannaþágu er það sömuleiðis. Samgöngumál, menntamál, húsnæðismál, loftslagsmál og svo margt fleira þarf skýrari forystu á þingi. Ég hef því ákveðið að gefa kost á mér til að leggjast á árarnar með Kristrúnu Frostadóttur formanni flokksins, öflugum hópi frambjóðenda og stuðningsfólki og bjóða mig fram til Alþings.“ Á fyrsta fundi uppstillingarnefndar fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík í síðustu viku hafi hann boðið fram krafta sína í annað sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður á eftir Kristrúnu. „Mér er ljóst að margir höfðu hvatt mig til að sækjast eftir oddvitasæti. Ég met það hins vegar svo að annað sætið undirstriki að ég er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku minni. Og ætla þar að taka eitt skref í einu um leið og ég lofa að leggja mig allan fram um að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar á nýjum vettvangi.“ Hefur myndað fjóra meirihluta og treystir engum betur en Kristrúnu Dagur segir að hann komi með drjúga reynslu að borðinu, meðal annars af því að mynda fjóra meirihluta í Reykjavík, sem hafi unnið vel saman og setið út kjörtímabilið. „Í mínum huga er það eitt af brýnustu verkefnum landsmálanna, að mynduð verði frjálslynd félagshyggjustjórn og komið á festu við stjórn landsins. Engri manneskju treysti ég betur til þess en Kristrúnu Frostadóttur til að leiða slíka stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf frí. Það er víða verk að vinna og mikilvægt að áherslur og stefnumál Samfylkingarinnar sem hafa verið mótuð í samtali við þjóðina nái fram að ganga. Því mun ég leggja allt það lið sem ég get.“
Samfylkingin Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent