Uppgjörið: Víkingur R. - Breiðablik 0-3 | Titillinn í Kópavog eftir meistaraframmistöðu Ágúst Orri Arnarson og Smári Jökull Jónsson skrifa 27. október 2024 20:55 Höskuldur Gunnlaugsson lyftir Íslandsmeistaraskildinum. Vísir/Anton Brink Breiðablik er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla árið 2024 eftir 3-0 sigur á Víkingum í úrslitaleik. Sigur Blika var afar verðskuldaður en þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill félagsins og annar á síðustu þremur árum. Leikurinn fór fremur rólega af stað og var baráttan mikil í upphafi. Gæði leiksins voru minni fyrir vikið auk þess sem mikið var um stopp vegna meiðsla og var lítið flæði í leiknum í fyrri hálfleiknum. Nikolaj Hansen í baráttu við leikmenn Breiðbliks í leiknum í kvöld.Vísir/Anton Brink Þegar líða tók á hálfleikinn komust Blikar þó betur og betur inn í leikinn og náðu yfirhöndinni gegn máttlausum Víkingum. Báðir miðverðir heimamanna lentu í vandræðum vegna meiðsla og Oliver Ekroth, sem var tæpur fyrir leikinn, var í stökustu vandræðum í baráttunni gegn Ísaki Snæ Þorvaldssyni framherja Breiðabliks. Það var einmitt Ísak Snær sem kom Breiðablik í forystu á 39. mínútu þegar hann skoraði eftir klafs í teignum. Ísak Snær vann þá baráttu gegn bæði Karli Friðleifi Gunnarssyni og Oliver Ekroth og potaði síðan boltanum framhjá Ingvari Jónssyni í marki Víkinga. Staðan orðin 1-0 en Blikar þurftu sigur til að fá titilinn í Kópavog á meðan Víkingum dugði jafntefli. Ísak Snær var frábær í kvöld.Vísir/Anton Brink Níu mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn en Víkingar voru eflaust fegnir þegar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari flautaði til hálfleiks. Íslandsmeistararnir voru engan veginn komnir í takt við leikinn á meðan Blikar virtust hárrétt stemmdir. Síðari hálfleikur byrjaði af miklum krafti. Eftir tæplega tveggja mínútna leik átti Gunnar Vatnhamar skalla í innanverða stöngina á marki Blika og aðeins þremur mínútum síðar tvöfaldaði Ísak Snær forystu Blika með marki af stuttu færi eftir mikið havarí í teignum. Víkingar heldur betur í brekku og þurftu nú tvö mörk til að snúa stöðunni sér í vil. Arnór Gauti Jónsson átti góðan leik fyrir Blika.Vísir/Anton Brink Strax eftir markið gerðu Víkingar tvöfalda breytingu og settu Helga Guðjónsson og Davíð Örn Atlason inná völlinn. Það gaf þeim aukinn kraft og átti Danijel Djuric meðal annars skalla í þverslána úr góðu færi. Víkingar náðu að skapa sér góðar stöður í nokkur skipti og reyndu að sækja markið sem þeir þurftu til að setja alvöru pressu á lið Breiðabliks. Það tókst hins vegar ekki og þegar Aron Bjarnason kom Blikum í 3-0 með góðu marki á 80. mínútu var ljóst að titilinn væri á leið í Kópavoginn. Blikar fagna þriðja marki sínu.Vísir/Anton Brink Eftir leikinn fjaraði leikurinn hægt og rólega út og voru Blikar byrjaðir að fagna titlinum löngu áður en Vilhjálmur Alvar flautaði til leiksloka. Stuðningsmenn Blika ærðust og hlupu inn á völlinn til að fagna með sínum mönnum. Verðskuldaður 3-0 sigur Breiðabliks staðreynd og Kópavogsliðið Íslandsmeistari árið 2024. Atvik leiksins Gunnar Vatnhamar átti góðan skalla í stöngina á marki Breiðabliks á 47. mínútu leiksins. Mark hefði þýtt 1-1 stöðu og án efa gefið heimamönnum risastóra vítamínssprautu eftir erfiðan fyrri hálfleik. Boltinn fór hins vegar í stöngina og út og þremur mínútum síðar skoraði Ísak Snær annað mark Blika og gerði brekkuna mun brattari fyrir Víkinga. Aron Bjarnason reynir að koma boltanum á markið og Ingvar Jónsson er við öllu viðbúinn.Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Ísak Snær Þorvaldsson var frábær í liði Breiðabliks. Hann olli varnarmönnum Víkinga miklum vandræðum sem áttu ekki roð í framherjann nautsterka oft á tíðum. Ísak skoraði tvö mörk og var heilt yfir magnaður í leiknum í kvöld. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson var sömuleiðis traustur líkt og í allt sumar. Höskuldur er hjartað og sálin í þessu Blikaliði og mikilvægasti leikmaður Bestu deildarinnar. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson var góður í kvöld líkt og í allt sumar.Vísir/Anton Brink Oliver Ekroth var tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn og virtist óöruggur í upphafi leiks ásamt fleirum í liði Víkinga. Ari Sigurpálsson, Aron Elís Þrándarson og fleiri lykilmenn voru langt frá sínu besta og þá er spurning hvort þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson fái ekki hluta af skúrkstimplinum fyrir að næla sér í gult spjald í síðasta leik og missa af leiknum í dag vegna leikbanns. Víkingar söknuðu hans í kvöld. Dómarinn Það var mikil pressa á Vilhjálmi Alvari fyrir þennan risastóra leik enda mikið gengið á í viðureignum þessara liða í gegnum tíðina. Vilhjálmur Alvar stóðst prófið, náði að halda línunni sem hann setti í upphafi og dæmdi leikinn heilt yfir vel. Danijel Dejan Djuric fellur í jörðina.Vísir/Anton Brink Á lokasekúndum leiksins sleppti hann því reyndar að dæma víti þegar Ingvar Jónsson markvörður straujaði Kristófer Inga Kristinsson leikmann Breiðabliks í teignum, þá hefðu Blikar átt að fá tækifæri til að skora fjórða markið. Stemmning og umgjörð Það hefði verið hægt að selja margfalt fleiri miða á þennan stórleik í kvöld og umgjörðin til fyrirmyndar. Stuðningsmenn Blika fögnuðu vel og innilega.Vísir/Anton Brink Stuðningsmenn beggja liða fjölmenntu á stuðningsmannasvæði fyrir leikinn en í fyrri hálfleiknum fór mun meira fyrir stuðningsmönnum Breiðabliks og kom á óvart hversu lítið heyrðist frá Víkingum í stúkunni. Eftir annað mark Breiðabliks var stemmningin öll þeirra megin og svekkelsið mikið hjá Víkingum sem meðal annars hentu blysi inn á völlinn undir lokin og fá væntanlega væna sekt fyrir vikið. Viðtöl: Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Fótbolti
Breiðablik er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla árið 2024 eftir 3-0 sigur á Víkingum í úrslitaleik. Sigur Blika var afar verðskuldaður en þetta er þriðji Íslandsmeistaratitill félagsins og annar á síðustu þremur árum. Leikurinn fór fremur rólega af stað og var baráttan mikil í upphafi. Gæði leiksins voru minni fyrir vikið auk þess sem mikið var um stopp vegna meiðsla og var lítið flæði í leiknum í fyrri hálfleiknum. Nikolaj Hansen í baráttu við leikmenn Breiðbliks í leiknum í kvöld.Vísir/Anton Brink Þegar líða tók á hálfleikinn komust Blikar þó betur og betur inn í leikinn og náðu yfirhöndinni gegn máttlausum Víkingum. Báðir miðverðir heimamanna lentu í vandræðum vegna meiðsla og Oliver Ekroth, sem var tæpur fyrir leikinn, var í stökustu vandræðum í baráttunni gegn Ísaki Snæ Þorvaldssyni framherja Breiðabliks. Það var einmitt Ísak Snær sem kom Breiðablik í forystu á 39. mínútu þegar hann skoraði eftir klafs í teignum. Ísak Snær vann þá baráttu gegn bæði Karli Friðleifi Gunnarssyni og Oliver Ekroth og potaði síðan boltanum framhjá Ingvari Jónssyni í marki Víkinga. Staðan orðin 1-0 en Blikar þurftu sigur til að fá titilinn í Kópavog á meðan Víkingum dugði jafntefli. Ísak Snær var frábær í kvöld.Vísir/Anton Brink Níu mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn en Víkingar voru eflaust fegnir þegar Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dómari flautaði til hálfleiks. Íslandsmeistararnir voru engan veginn komnir í takt við leikinn á meðan Blikar virtust hárrétt stemmdir. Síðari hálfleikur byrjaði af miklum krafti. Eftir tæplega tveggja mínútna leik átti Gunnar Vatnhamar skalla í innanverða stöngina á marki Blika og aðeins þremur mínútum síðar tvöfaldaði Ísak Snær forystu Blika með marki af stuttu færi eftir mikið havarí í teignum. Víkingar heldur betur í brekku og þurftu nú tvö mörk til að snúa stöðunni sér í vil. Arnór Gauti Jónsson átti góðan leik fyrir Blika.Vísir/Anton Brink Strax eftir markið gerðu Víkingar tvöfalda breytingu og settu Helga Guðjónsson og Davíð Örn Atlason inná völlinn. Það gaf þeim aukinn kraft og átti Danijel Djuric meðal annars skalla í þverslána úr góðu færi. Víkingar náðu að skapa sér góðar stöður í nokkur skipti og reyndu að sækja markið sem þeir þurftu til að setja alvöru pressu á lið Breiðabliks. Það tókst hins vegar ekki og þegar Aron Bjarnason kom Blikum í 3-0 með góðu marki á 80. mínútu var ljóst að titilinn væri á leið í Kópavoginn. Blikar fagna þriðja marki sínu.Vísir/Anton Brink Eftir leikinn fjaraði leikurinn hægt og rólega út og voru Blikar byrjaðir að fagna titlinum löngu áður en Vilhjálmur Alvar flautaði til leiksloka. Stuðningsmenn Blika ærðust og hlupu inn á völlinn til að fagna með sínum mönnum. Verðskuldaður 3-0 sigur Breiðabliks staðreynd og Kópavogsliðið Íslandsmeistari árið 2024. Atvik leiksins Gunnar Vatnhamar átti góðan skalla í stöngina á marki Breiðabliks á 47. mínútu leiksins. Mark hefði þýtt 1-1 stöðu og án efa gefið heimamönnum risastóra vítamínssprautu eftir erfiðan fyrri hálfleik. Boltinn fór hins vegar í stöngina og út og þremur mínútum síðar skoraði Ísak Snær annað mark Blika og gerði brekkuna mun brattari fyrir Víkinga. Aron Bjarnason reynir að koma boltanum á markið og Ingvar Jónsson er við öllu viðbúinn.Vísir/Anton Brink Stjörnur og skúrkar Ísak Snær Þorvaldsson var frábær í liði Breiðabliks. Hann olli varnarmönnum Víkinga miklum vandræðum sem áttu ekki roð í framherjann nautsterka oft á tíðum. Ísak skoraði tvö mörk og var heilt yfir magnaður í leiknum í kvöld. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson var sömuleiðis traustur líkt og í allt sumar. Höskuldur er hjartað og sálin í þessu Blikaliði og mikilvægasti leikmaður Bestu deildarinnar. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson var góður í kvöld líkt og í allt sumar.Vísir/Anton Brink Oliver Ekroth var tæpur vegna meiðsla fyrir leikinn og virtist óöruggur í upphafi leiks ásamt fleirum í liði Víkinga. Ari Sigurpálsson, Aron Elís Þrándarson og fleiri lykilmenn voru langt frá sínu besta og þá er spurning hvort þjálfarinn Arnar Gunnlaugsson fái ekki hluta af skúrkstimplinum fyrir að næla sér í gult spjald í síðasta leik og missa af leiknum í dag vegna leikbanns. Víkingar söknuðu hans í kvöld. Dómarinn Það var mikil pressa á Vilhjálmi Alvari fyrir þennan risastóra leik enda mikið gengið á í viðureignum þessara liða í gegnum tíðina. Vilhjálmur Alvar stóðst prófið, náði að halda línunni sem hann setti í upphafi og dæmdi leikinn heilt yfir vel. Danijel Dejan Djuric fellur í jörðina.Vísir/Anton Brink Á lokasekúndum leiksins sleppti hann því reyndar að dæma víti þegar Ingvar Jónsson markvörður straujaði Kristófer Inga Kristinsson leikmann Breiðabliks í teignum, þá hefðu Blikar átt að fá tækifæri til að skora fjórða markið. Stemmning og umgjörð Það hefði verið hægt að selja margfalt fleiri miða á þennan stórleik í kvöld og umgjörðin til fyrirmyndar. Stuðningsmenn Blika fögnuðu vel og innilega.Vísir/Anton Brink Stuðningsmenn beggja liða fjölmenntu á stuðningsmannasvæði fyrir leikinn en í fyrri hálfleiknum fór mun meira fyrir stuðningsmönnum Breiðabliks og kom á óvart hversu lítið heyrðist frá Víkingum í stúkunni. Eftir annað mark Breiðabliks var stemmningin öll þeirra megin og svekkelsið mikið hjá Víkingum sem meðal annars hentu blysi inn á völlinn undir lokin og fá væntanlega væna sekt fyrir vikið. Viðtöl:
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti