Sögur Hannesar Hólmsteins Hjálmtýr Heiðdal skrifar 26. október 2024 13:00 Þann 22. okt. s.l. svaraði Hannes Hólmsteinn Gissurarson grein minni um „Sögur ísraelska hermannsins“ sem birtist á visir.is 19. október s.l.. Hannes segir að sér sé ljúft og skylt að svara grein minni. Svar Hannesar hefur þó þann galla að hann setur fram svo margar rangfærslur að það tekur pláss og tíma að svara honum og leiðrétta það sem hann þykist vera að leiðrétta í minni grein. Greinin sem ég birti hér er stutt en lengri og ítarlegi útgáfu er að finna á fésbókinni: Svar mitt þar verður því í lengra lagi og vona ég að lesendur fyrirgefi mér, en eins og máltækið segir „Hafa skal það sem sannarar reynist.“ Hver er Hjálmtýr Heiðdal? Það er umhugsunarvert hvernig Hannes Hólmsteinn bregst við grein minni sem gekk út á að leiðrétta rangfærslur ísraelska hermannsins Ely Lassman um Ísrael og Palestínu. Eins og hjá fleirum sem hvorki hafa haldföst rök né réttlátan málstað velur hann að ráðast á manninn. Hver er Hjálmtýr Heiðdal spyr hann í feitletraðri fyrirsögn? Hannes segir mig m.a. hata gyðinga, vestræna menningu og vera „minnipokamann“ - hvað sem það svo þýðir í meðförum prófessorsins fyrrverandi. Þennan dóm fæ ég frá manni sem er fastur í hugmyndum kalda stríðsins og hugmyndafræðingur nýfrjálshyggjunnar sem hefur tröllriðið þjóðfélögum til hins verra. HHG. Hannes og aðrir stuðningsmenn þjóðarmorðs Ísraels á Gaza hafa ekki góðan málstað að verja. Þeir reyna því að gera lítið úr orðum mínum, ég sé ómarktækur því ég hafi stutt frelsibaráttu þjóða í Suða-austur Asíu sem róttæklingur á yngri árum, löngu fyrir tíma internetsins. Í dag er erfiðara að fela óhæfuverk eins og t.d. þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni, en Hannes er einn þeirra sem verja framferði Ísraela. Fræðimaðurinn Hannes, sem er af sumum talinn vera fræðimaður, virðist halda að hann geti slengt fram allrahanda rangfærslum til að styðja sinn málstað, rangfærslum sem auðvelt er að hrekja. Það er furðulegt að hann hafi verið við kennslu í Háskóla Íslands í áraraðir, maður sem lætur pólitískar skoðanir sínar hafa yfirhöndina og lætur staðreyndir lönd og leið. Hannes Hólmsteinn fer oft mikinn á síðum blaða og á netinu. Hann á sér lítinn hóp aðdáenda, en flestir sem tjá sig um umsvif Hannesar hafa á honum skömm sem boðbera afturhaldshugmynda sem víða gætir í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þann 22. okt. s.l. svaraði Hannes Hólmsteinn Gissurarson grein minni um „Sögur ísraelska hermannsins“ sem birtist á visir.is 19. október s.l.. Hannes segir að sér sé ljúft og skylt að svara grein minni. Svar Hannesar hefur þó þann galla að hann setur fram svo margar rangfærslur að það tekur pláss og tíma að svara honum og leiðrétta það sem hann þykist vera að leiðrétta í minni grein. Greinin sem ég birti hér er stutt en lengri og ítarlegi útgáfu er að finna á fésbókinni: Svar mitt þar verður því í lengra lagi og vona ég að lesendur fyrirgefi mér, en eins og máltækið segir „Hafa skal það sem sannarar reynist.“ Hver er Hjálmtýr Heiðdal? Það er umhugsunarvert hvernig Hannes Hólmsteinn bregst við grein minni sem gekk út á að leiðrétta rangfærslur ísraelska hermannsins Ely Lassman um Ísrael og Palestínu. Eins og hjá fleirum sem hvorki hafa haldföst rök né réttlátan málstað velur hann að ráðast á manninn. Hver er Hjálmtýr Heiðdal spyr hann í feitletraðri fyrirsögn? Hannes segir mig m.a. hata gyðinga, vestræna menningu og vera „minnipokamann“ - hvað sem það svo þýðir í meðförum prófessorsins fyrrverandi. Þennan dóm fæ ég frá manni sem er fastur í hugmyndum kalda stríðsins og hugmyndafræðingur nýfrjálshyggjunnar sem hefur tröllriðið þjóðfélögum til hins verra. HHG. Hannes og aðrir stuðningsmenn þjóðarmorðs Ísraels á Gaza hafa ekki góðan málstað að verja. Þeir reyna því að gera lítið úr orðum mínum, ég sé ómarktækur því ég hafi stutt frelsibaráttu þjóða í Suða-austur Asíu sem róttæklingur á yngri árum, löngu fyrir tíma internetsins. Í dag er erfiðara að fela óhæfuverk eins og t.d. þjóðarmorð Ísraela á palestínsku þjóðinni, en Hannes er einn þeirra sem verja framferði Ísraela. Fræðimaðurinn Hannes, sem er af sumum talinn vera fræðimaður, virðist halda að hann geti slengt fram allrahanda rangfærslum til að styðja sinn málstað, rangfærslum sem auðvelt er að hrekja. Það er furðulegt að hann hafi verið við kennslu í Háskóla Íslands í áraraðir, maður sem lætur pólitískar skoðanir sínar hafa yfirhöndina og lætur staðreyndir lönd og leið. Hannes Hólmsteinn fer oft mikinn á síðum blaða og á netinu. Hann á sér lítinn hóp aðdáenda, en flestir sem tjá sig um umsvif Hannesar hafa á honum skömm sem boðbera afturhaldshugmynda sem víða gætir í íslensku samfélagi. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar