Íslenski boltinn

Benóný Breki valinn besti ungi og búinn að slá marka­metið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, færði Benóný Breka Andréssyni Flugleiðahornið góða fyrir leikinn gegn HK.
Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, færði Benóný Breka Andréssyni Flugleiðahornið góða fyrir leikinn gegn HK. vísir/anton

KR-ingurinn Benóný Breki Andrésson var valinn besti ungi leikmaður Bestu deildar karla 2024. Þá er hann búinn að slá markametið í efstu deild.

Benóný fékk verðlaunin, Flugleiðahornið, fyrir leik KR og HK á AVIS-vellinum í Laugardalnum í dag.

Verðlaunin virðast hafa gefið Benóný byr í seglin því hann skoraði tvö mörk fyrir KR í fyrri hálfleik. 

Benóný skoraði svo þitt þriðja mark og fjórða mark KR í upphafi seinni hálfleiks. Markið var sögulegt en með því jafnaði hann markametið í efstu deild. Hann deilir því nú með Pétri Péturssyni, Guðmundi Torfasyni, Þórði Guðjónssyni, Tryggva Guðmundssyni og Andra Rúnari Bjarnasyni.

Benóný skorar markið sögulega.vísir/anton

Fylgjast má með gangi mála í leik KR og HK á Stöð 2 Sport eða í beinni textalýsingu, hér fyrir neðan.

Uppfært 15:35

Benóný er búinn að slá markametið í efstu deild. Hann gerði það þegar hann skoraði sitt fjórða mark og fimmta mark KR á 67. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×