„Held ég verði bara feginn að þurfa ekki að mæta á æfingar“ Hjörvar Ólafsson skrifar 26. október 2024 19:44 Daníel Laxdal spilaði sinn síðasta leik fyrir Stjörnuna. Vísir/Anton Brink Daníel Laxdal spilaði sinn síðasta leik fyrir uppeldisfélag sitt, Stjörnuna, þegar liðið hafði betur gegn FH í lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta á Samsung-vellinum í Garðabænum í kvöld. Kveðjustundin var tilfinningarík en þessi goðsögn í Garðabænum var kvaddur á fallegan hátt. „Það er skrýtin tilfinning að hafa spilað sinn síðasta leik og ég held að það muni taka nokkra daga að átta sig almennilega á því að ferillinn sé búinn. Ég er sáttur við þessa ákvörðun og kveð félagið sáttur við tímann og þær stundir sem ég hef átt hér,“ sagði Daníel eftir kveðjuleikinn í dag. Eftir leikinn var myndband sýnt á risaskjá þar sem fjölskylda Daníels, fyrrverandi og núverandi þjálfari hans og liðsfélagar hans mærðu þennan gegnheila Stjörnumann. „Þetta var falleg stund og það eru alls konar tilfinningar sem bærast um innra með mér núna. Ég hefði viljað kveðja Stjörnuna með því að tryggja Evrópusæti. Við gerðum okkar í kvöld en því miður dugði það ekki til. Það verður bara að hafa það. Ég geng hins vegar sáttur frá borði,“ sagði þessi frábæri varnarmaður sem hefur hefur haldið trausti við Stjörnuna allan sinn feril og spilaði sína fyrstu leiki í B-deildinni sumarið 2004. Sumarið 2008 komst Stjarnan upp úr 1. deildinni og hefur, með Daníel í broddi fylkingar, haldið sætinu í efstu deild allar götur síðan. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2014 og þá varð Daníel bikarmeistari með Stjörnunni fjórum árum síðar. Hann var hluti af Stjörnuliðunum sem tóku þátt í spennandi Evrópuævintýrum og spilaði meðal annars við Inter Milan á San Siro. Daníel hefur leikið 307 leiki í efstu deild og er einn fjögurra leikmanna sem hafa spilað þrjú hundruð leiki eða meira í efstu deild. Hinir eru Óskar Örn Hauksson, Gunnleifur Gunnleifsson og Birkir Kristinsson. „Satt best að segja held ég að ég verði bara dauðfeginn að þurfa ekki að mæta á æfingar þegar undirbúningstímabilið byrjar. Þetta er komið gott og tímabært að fara að setja fókusinn á eitthvað annað en fótboltann eftir allan þennan frábæra tíma í boltanum,“ sagði Stjörnumaðurinn um komandi tíma hjá sér. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira
„Það er skrýtin tilfinning að hafa spilað sinn síðasta leik og ég held að það muni taka nokkra daga að átta sig almennilega á því að ferillinn sé búinn. Ég er sáttur við þessa ákvörðun og kveð félagið sáttur við tímann og þær stundir sem ég hef átt hér,“ sagði Daníel eftir kveðjuleikinn í dag. Eftir leikinn var myndband sýnt á risaskjá þar sem fjölskylda Daníels, fyrrverandi og núverandi þjálfari hans og liðsfélagar hans mærðu þennan gegnheila Stjörnumann. „Þetta var falleg stund og það eru alls konar tilfinningar sem bærast um innra með mér núna. Ég hefði viljað kveðja Stjörnuna með því að tryggja Evrópusæti. Við gerðum okkar í kvöld en því miður dugði það ekki til. Það verður bara að hafa það. Ég geng hins vegar sáttur frá borði,“ sagði þessi frábæri varnarmaður sem hefur hefur haldið trausti við Stjörnuna allan sinn feril og spilaði sína fyrstu leiki í B-deildinni sumarið 2004. Sumarið 2008 komst Stjarnan upp úr 1. deildinni og hefur, með Daníel í broddi fylkingar, haldið sætinu í efstu deild allar götur síðan. Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2014 og þá varð Daníel bikarmeistari með Stjörnunni fjórum árum síðar. Hann var hluti af Stjörnuliðunum sem tóku þátt í spennandi Evrópuævintýrum og spilaði meðal annars við Inter Milan á San Siro. Daníel hefur leikið 307 leiki í efstu deild og er einn fjögurra leikmanna sem hafa spilað þrjú hundruð leiki eða meira í efstu deild. Hinir eru Óskar Örn Hauksson, Gunnleifur Gunnleifsson og Birkir Kristinsson. „Satt best að segja held ég að ég verði bara dauðfeginn að þurfa ekki að mæta á æfingar þegar undirbúningstímabilið byrjar. Þetta er komið gott og tímabært að fara að setja fókusinn á eitthvað annað en fótboltann eftir allan þennan frábæra tíma í boltanum,“ sagði Stjörnumaðurinn um komandi tíma hjá sér.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Fleiri fréttir „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Sjá meira