„Lítill Birkir Már hefði ekki getað ímyndað sér þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2024 19:41 Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta leik fyrir Val í kvöld. Vísir/Anton Brink Mikil tímamót urðu á N1 vellinum í dag þegar einn dáðasti Valsari sögunnar Birkir Már Sævarsson lék sinn síðasta leik á Íslandi og lauk þar með farsælum ferli sínum. Valsarar héldu mikla dagskrá honum til heiðurs og kórónuðu svo góða kveðjustund með öruggum 6-1 sigri. Birkir var hræður er Vísir ræddi við hann eftir leik um tímamótin: „Er í fyrsta lagi mjög stoltur af ferlinum mínum og gott að enda þetta svona á geggjuðum sigri. Náðum þriðja sætinu sem var lágmarkskrafa fyrir tímabilið, hefðum viljað enda með þann stóra en því miður gekk það ekki í dag.“ sagði Birkir Már. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Birkir tók undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði þrátt fyrir að liðið hafi náð evrópusæti á endanum. „Við ætluðum okkur að vera nær toppbaráttunni en því miður tókst það ekki, þá er sárabót að ná evrópusæti. Sé ekkert eftir þessu tímabili, hefði mátt vera skemmtilegra. Finn núna að ég er tilbúinn að hætta hér. Er ekki búinn að ákveða hvort skórnir fara alveg uppá hilluna. Hérna á Íslandi er ég allavega hættur.“ Birkir Már hefur lyft titlum með Val auk þess að eiga farsælan atvinnumannaferil að ógleymdum mögnuðum landsliðsferli þar sem hann lék á Heimsmeistaramóti og evrópumóti. „Sem lítill Birkir Már þá hefði ég aldrei getað ímyndað mér þennan feril sem ég hef átt. Ótrúlega stoltur og trúi því varla enþá að þetta hafi verið svona góður ferill. Búin að kynnast ótrúlega mörgu góðu fólki og það situr mest eftir kannski eftir allt.“ sagði Birkir og bætti við um þessa kveðjustund Valsara. „Þetta var geðveikt. Ekkert eðlilega glaður og hrærður yfir allri dagskránni sem var hérna í dag til heiðurs mér. Ég á eiginlega engin orð.“ Birkir viðurkenndi að hann væri mjög sáttur með daginn og sagðist aðspurður þakklátur félaginu. „Ég er með risastórt Valshjarta. Valur er klúbburinn minn. Þetta hefur verið mitt annað heimili síðan ég var fimm ára. Ég hef örugglega verið meira hér en heima hjá mér. Ég á eftir að sakna allra hérna, á eftir að koma í heimsókn í stúkuna og tuða eitthvað eins og gamlir leikmenn gera.“ Stuðningsmenn Vals sungu í stúkunni eftir leik „Eitt ár í viðbót“. Er það útilokað fyrir Birki? „Já. Það er útilokað.“ sagði Birkir og bætti við um framhaldið: „Ég er ekki búinn að leggja skóna alveg á hilluna, spila kannski einhvern neðri deildar bolta í Svíþjóð. Svo sé ég bara til hvort það verðu einhver þjálfun eða slíkt þegar fram líða stundir.“ Besta deild karla Valur Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Birkir var hræður er Vísir ræddi við hann eftir leik um tímamótin: „Er í fyrsta lagi mjög stoltur af ferlinum mínum og gott að enda þetta svona á geggjuðum sigri. Náðum þriðja sætinu sem var lágmarkskrafa fyrir tímabilið, hefðum viljað enda með þann stóra en því miður gekk það ekki í dag.“ sagði Birkir Már. Valur endar tímabilið í 3. sæti, 18 stigum frá toppsætinu. Birkir tók undir það að niðurstaðan væri klár vonbrigði þrátt fyrir að liðið hafi náð evrópusæti á endanum. „Við ætluðum okkur að vera nær toppbaráttunni en því miður tókst það ekki, þá er sárabót að ná evrópusæti. Sé ekkert eftir þessu tímabili, hefði mátt vera skemmtilegra. Finn núna að ég er tilbúinn að hætta hér. Er ekki búinn að ákveða hvort skórnir fara alveg uppá hilluna. Hérna á Íslandi er ég allavega hættur.“ Birkir Már hefur lyft titlum með Val auk þess að eiga farsælan atvinnumannaferil að ógleymdum mögnuðum landsliðsferli þar sem hann lék á Heimsmeistaramóti og evrópumóti. „Sem lítill Birkir Már þá hefði ég aldrei getað ímyndað mér þennan feril sem ég hef átt. Ótrúlega stoltur og trúi því varla enþá að þetta hafi verið svona góður ferill. Búin að kynnast ótrúlega mörgu góðu fólki og það situr mest eftir kannski eftir allt.“ sagði Birkir og bætti við um þessa kveðjustund Valsara. „Þetta var geðveikt. Ekkert eðlilega glaður og hrærður yfir allri dagskránni sem var hérna í dag til heiðurs mér. Ég á eiginlega engin orð.“ Birkir viðurkenndi að hann væri mjög sáttur með daginn og sagðist aðspurður þakklátur félaginu. „Ég er með risastórt Valshjarta. Valur er klúbburinn minn. Þetta hefur verið mitt annað heimili síðan ég var fimm ára. Ég hef örugglega verið meira hér en heima hjá mér. Ég á eftir að sakna allra hérna, á eftir að koma í heimsókn í stúkuna og tuða eitthvað eins og gamlir leikmenn gera.“ Stuðningsmenn Vals sungu í stúkunni eftir leik „Eitt ár í viðbót“. Er það útilokað fyrir Birki? „Já. Það er útilokað.“ sagði Birkir og bætti við um framhaldið: „Ég er ekki búinn að leggja skóna alveg á hilluna, spila kannski einhvern neðri deildar bolta í Svíþjóð. Svo sé ég bara til hvort það verðu einhver þjálfun eða slíkt þegar fram líða stundir.“
Besta deild karla Valur Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira