Íslenski boltinn

Arnór eftir síðasta leikinn: „Á vart til orð“

Ólafur Þór Jónsson skrifar
Arnór Smárason, fyrirliði ÍA.
Arnór Smárason, fyrirliði ÍA. Vísir/Hulda Margrét

Arnór Smárason lék sinn síðasta leik á ferli sínum er hann kom inná á 82. mínútu í stóru tapi sinna manna í ÍA á Val. Leikurinn fór 6-1 fyrir Val en þetta var síðasta umferð Bestu deildarinnar.

Arnór var hræður er Vísir ræddi við hann eftir leik og viðurkenndi að það væru stórar tilfinningar í spilunum.

„Þær eru blendnar. Leikurinn fór eins og hann fór. Það að sjá fjölskyldu og vini í allskonar treyjum frá mínum ferli í stúkunni gladdi hjartað frekar en leikurinn. Æðislegt að enda þetta eftir svona gott tímabil hjá okkur skagamönnum.“ sagði Arnór og bætti við:

„Þetta var flott fyrsta skref hjá okkur ef við tökum þennan leik útúr jöfnunni. Við getum tekið það með okkur að við vitum hvað þarf til til þess að taka næsta skref. Þurfum að læra af þessu og koma enþá betur stemmdir inní næsta tímabil.“

Arnór lék um hríð með Val og þar með Birki Má Sævarssyni. Þeir léku báðir sinn síðasta leik á ferlinum og kvöddu í kvöld. Arnór átti ekki í erfiðleikum með að lýsa því hvernig hefði verið að eiga þessa stund með Birki.

„Ómetanlegt. Birkir er búinn að eiga frábæran feril og ég hef verið heppinn að fá að eiga ófáa leiki með honum líka. Geggjaður leikmaður. Ég á vart orð til að lýsa honum sem leikmanni og sem manneskju. Æðislegt að fá að ljúka þessum kafla hérna með honum.“

Arnór hefur leikið sem atvinnumaður um evrópu ásamt því að eiga góðan feril á Íslandi. Hann er óákveðinn með framhaldið.

„Það er opið. Það hafa verið ágætis viðræður við lið hér heima og erlendis líka varðandi þjálfun. Núna förum við fjölskyldan bara í frí sama og svo tökum við bara ákvörðun í rólegheitum eftir það.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×