Erlent

Lokaði unnustann í ferða­tösku þar til hann lést

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Sarah Boone, 47 ára kona frá Flórída-ríki í Bandaríkjunum, var dæmd sek í gær.
Sarah Boone, 47 ára kona frá Flórída-ríki í Bandaríkjunum, var dæmd sek í gær. AP/Ricardo Ramirez

Sarah Boone, 47 ára kona frá Flórída-ríki í Bandaríkjunum, var dæmd sek fyrir manndráp í gær fyrir dómstólum í Orlando-borg í Flórída. Árið 2020 lokaði hún unnusta sinn í ferðatösku í nokkra klukkutíma þar til hann lést. 

Fréttastofa CNN greinir frá. Boone hafði áður sagt við lögreglu á svæðinu að unnusti hennar hafði fests í ferðatöskunni þegar þau voru í „feluleik“. Fyrr um kvöldið höfðu þau drukkið freyðivín og púslað saman.

„Þau töldu það skemmtilegt og fyndið ef hann myndi koma sér fyrir í ferðatöskunni sem var hluti af leiknum,“ sagði í dómsskjölum málsins. Boone lokaði unnusta sinn, Jorge Torres þá 42 ára, í bláa ferðatösku. Tveir fingur Torres stóðu úr töskunni og taldi hún að hann gæti opnað töskuna sjálfur. 

Boone hélt því á efri hæð heimilisins, lagðist upp í rúm og sofnaði. Þegar hún vaknaði morguninn eftir var Torres enn í ferðatöskunni og andaði ekki.

„Meðal sönnunargagna voru myndskeið sem fundust á síma Boone þar sem heyrðist í Torres grátbiðja Boone um að opna töskuna á meðan Boone hló og hafnaði því þó nokkru sinnum. Í myndskeiðinu heyrist í Torres segja Boone að hann geti ekki andað,“ segir í tilkynningu frá saksóknara. 

Í umræddu myndskeiði heyrist í Boone svara: „Þetta er það sem þú átt skilið. Svona leið mér þegar þú hélst fram hjá mér.“

Ferðataskan sem Torres var fastur inni í.ap/Ricardo Ramirez



Fleiri fréttir

Sjá meira


×