Dagurinn þegar fyrsta þotan lenti í Reykjavík Kristján Már Unnarsson skrifar 27. október 2024 07:07 Caravelle-þotan að koma að afgreiðslu Flugfélags Íslands þann 22. júní 1961. Pétur P. Johnson Það var ekki Boeing 727-þotan Gullfaxi sem varð fyrsta þotan til að lenda á Reykjavíkurflugvelli sumarið 1967. Sex árum áður hafði nefnilega önnur farþegaþota orðið fyrri til að lenda á flugvelli höfuðborgarinnar. Sú var ekki bandarísk heldur frönsk. Það var um miðjan maímánuð árið 1961 sem fréttir tóku að birtast í Reykjavíkurblöðunum um að menn gætu átt von á því að sjá farþegaþotu í fyrsta sinn á flugvellinum. „Reykvíkingar fá væntanlega að sjá farþegaþotu í næsta mánuði. Það mun afráðið að Caravelle-þota setjist á Reykjavíkurflugvöll á leið vestur um haf og verður það fyrsta lending farþegaþotu á vellinum hér,“ sagði í frétt Morgunblaðsins þann 18. maí 1961. Haft var eftir flugvallarstjóranum Gunnari Sigurðssyni að leitað hefði verið eftir lendingarleyfi fyrir þotuna. Ekkert væri því til fyrirstöðu að þotan lenti í Reykjavík því flugbrautir væru nægilega langar og þotan ekki of þung. Mikil eftirvænting ríkti vegna komu fyrstu farþegaþotunnar til Reykjavíkur. Hún hafði nokkru áður, á leið sinni frá Bandaríkjunum á flugsýninguna í París, sett hraðamet tveggja hreyfla þotu á flugi yfir Atlantshaf.Pétur P. Johnson Fram kom að sölumenn þotunnar hefðu verið á ferð á Íslandi skömmu áður og rætt þá við forystumenn Flugfélags Íslands. Koma þotunnar væri liður í kynningarstarfsemi og búist við henni um miðjan júnímánuð. Örn Ó. Johnson, forstjóri Flugfélagsins, sagði þó engar ráðagerðir um þotukaup að svo stöddu, hvað sem síðar yrði. Í fréttinni sagði að flugmálastjórnin væri að íhuga að láta framkvæma hávaðamælingar í bænum þegar þotan kæmi. Engin tæki væru til í landinu til slíkra mælinga en væntanlega yrði þeirra aflað erlendis frá. Af fréttaskrifum blaðanna frá þessum tíma má sjá að eftirvænting ríkti. Nánari fregnir tóku að birtast af ferðalagi þotunnar yfir hafið og erindi hennar til Íslands. Hún hafi verið smíðuð í Sud Aviation-verksmiðjunum í Toulouse í Frakklandi árið 1959. Hún væri þó í raun á vegum bandaríska General Electric-hreyflaframleiðandans, sem hefði í stað Rolls Royce-hreyfla sett eigin hreyfla á frönsku þotuna í samstarfi við Douglas-verksmiðjurnar. Forystumönnum íslensku flugfélaganna var boðið að kynnast þotunni. Fyrir miðri mynd er Örn Ó. Johnson, forstjóri Flugfélags Íslands. Til vinstri sjást tveir Loftleiðamenn, þeir Sigurður Helgason, varaformaður stjórnar, og Kristján Guðlaugsson, stjórnarformaður Loftleiða.Pétur P. Johnson Meðfylgjandi ljósmyndir af Caravelle-þotunni á Reykjavíkurflugvelli tók Pétur P. Johnson og hafa þær ekki áður birst opinberlega. „Þessi flugvél kom hér við á sýningarferðalagi og er fyrsta þotan til að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Meðan þotan staldraði við hér var forráðamönnum íslensku flugfélaganna, Flugfélags Íslands og Loftleiða, boðið í flugferð með vélinni. Þessi útgáfa af Caravelle, sem var með General Electric-hreyfla, náði aldrei neinni sölu,“ segir Pétur. Flugvélin kom til Íslands frá flugsýningunni í París með viðkomu á Shannon-flugvelli á Írlandi. Í blöðunum sáust þó efasemdir um að hún myndi í raun geta lent í Reykjavík. Fyrir miðjan júnímánuð birtust fréttir um að henni seinkaði og myndi sennilega koma í kringum 20. júní. Og enn frestaðist koma þotunnar. Menn voru að springa úr spennu. Stóri dagurinn rann svo loks upp fimmtudaginn 22. júní. Flugvélin var merkt bandaríska General Electric-hreyflaframleiðandanum og var nefnd Santa Maria. Daginn eftir var henni flogið áfram vestur um haf, til Gander á Nýfundnalandi og New York.Pétur P. Johnson „Þotan var 2 klst. og 20 mín. hingað og allmikill mannfjöldi hafði safnast saman úti á flugvelli, þegar til hennar heyrðist, ofar skýjum yfir bænum,“ sagði í Morgunblaðinu. „Margir höfðu safnast út á flugvöll til að skoða gripinn, þegar lenti, en hann lét nokkuð bíða eftir sér vegna tafa. Hann kom þjótandi með ægihraða og hafði ekki neinar vöflur með lendingu, og tókst hún fljótt og vel, brunandi kom vélin eftir brautinni með geysigný og þyrlaði upp feiknlegum moldarmekki í kjölfarinu,“ sagði Vísir. „Menn höfðu velt því mjög fyrir sér áður en þotan lenti hvort ekki væri erfitt fyrir hana að lenda á svo stuttri braut,“ sagði í frétt Tímans sem bætti síðan við: „En hún virtist ekki bera hinn minnsta kvíðboga fyrir lendingunni heldur dembdi sér niður úr skýjunum, silfurgljáandi og rennileg, og nam staðar með miklum þyt og gný. Héldu margir að hún hefði skotið fallhlíf aftur úr sér til þess að draga úr hraðanum en það gera margar þotur. Sú tilgáta reyndist þó ekki vera rétt heldur stöðvaðist hún vegna eigin vélarafls,“ sagði Tíminn. Frétt Alþýðublaðsins af komu þotunnar. „Vakti það mikla athygli manna hversu lítinn hluta flugbrautarinnar þotan notaði við lendinguna; hún svo til snarstanzaði á miðri brautinni, sem liggur úr Skerjafirði að Njarðargötu,“ sagði Þjóðvijinn. „Nýju hreyflarnir eru stærri en hinir og eru aflmeiri. Þeir hafa líka hemla og var skemmtilegt að sjá hvernig þeir voru notaðir í lendingunni í gær. Það er eins konar hlemmur sem fellur að útblástursopi hreyflanna og beinir loftstraumnum fram á við. Þotan nam staðar, þegar hún hafði runnið liðlega hálfa brautina, og huldist moldarryki sem hún þyrlaði upp af brautinni,“ sagði Morgunblaðið. „Með henni komu starfsmenn frá General Electric og sýndu blaðamönnum og gestum fyrst kvikmynd í sal Flugfélags Íslands á vellinum og lýstu hreyflum og þætti General Electric og Douglas-verksmiðjanna í smíði vélarinnar. Síðan var boðið í flugferð flugmálaráðherra Ingólfi Jónssyni, forráðamönnum flugmála og fréttamönnum, þeyzt á 12 mínútum upp í 25 þús. feta hæð og flogið með feikihraða vestur yfir land og sjó. Var það hin notalegasta ferð og furðuðu menn sig á, hve lágt lét í vélinni, því flestir bjuggust við nokkrum hávaða þegar inn kæmi, en það reyndist aðeins vera dálítill niður,“ sagði Vísir. Frétt Morgunblaðsins þann 23. júní 1961. Á mynd með fréttinni sést að Caravelle-þotan var komin á loft á móts við gamla flugturninn. „Flugmálaráð, forystumenn beggja flugfélaganna og aðrir gestir fóru með Caravelle í stutta flugferð. Notaði hún brautina sem liggur út í Vatnsmýrina, að Hringbrautinni, og var á ýmsum að heyra að sennilega yrði hún í lítilli hæð yfir miðbænum. Flugmálastjórnin gerði út menn til að mæla hávaðann í bænum til samanburðar við íslensku flugvélarnar. En það fór öðru vísi. Á móts við flugturninn var Caravelle komin á loft – með allmiklum hávaða. Hún stefndi til himins, það fór ekki á milli mála, og yfir miðbænum var hún að hverfa upp í skýin,“ sagði Morgunblaðið. „Það vakti athygli þeirra sem voru svo heppnir að fá að fljúga með henni upp í háloftin hve ört hún hækkaði sig því áður en menn vissu var hún komin upp fyrir skýin og dumbunginn og flaug inn í sólskinið, sem ávallt ríkir ofan skýja,“ sagði Tíminn. „Nokkrir íslenskir flugmenn voru með í ferðinni, og settist Jóhannes Snorrason, yfirflugstjóri F.Í., undir stýri. Lét hann mjög vel af farkostinum,“ sagði Alþýðublaðið. Mynd sem tekin var ofan af nýja flugturninum af flugtaki þotunnar birtist í Morgunblaðinu tveimur vikum eftir komu hennar. „Caravelle getur flutt 89 farþega með „ferðamanna-innréttingu“ og er óhætt að segja að vel fari um farþegana. Hávaðinn er sáralítill, örlítill niður, sem menn verða ekki varir við þegar til lengdar lætur,“ sagði Morgunblaðið. Eftir flugferðina var haft eftir Loftleiðamönnum að fyrir verð einnar Caravelle-þotu mætti fá sex DC-6B Cloudmaster-flugvélar. Tveimur vikum síðar greindi Gunnar Sigurðsson flugvallarstjóri Morgunblaðinu frá niðurstöðum hávaðamælinganna. „Kom í ljós að gnýrinn frá Caravelle var álíka og frá Viscount, töluvert minni en frá Cloudmaster, sem eru háværastar íslenskra flugvéla.“ Sex árum eftir lendingu Caravelle-þotunnar í Reykjavík eignuðust Íslendingar sína fyrstu farþegaþotu. Koma hennar er rifjuð upp í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Hér má sjá kafla úr þættinum: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Flugþjóðin Einu sinni var... Tengdar fréttir Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27 Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. 11. september 2024 12:20 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Það var um miðjan maímánuð árið 1961 sem fréttir tóku að birtast í Reykjavíkurblöðunum um að menn gætu átt von á því að sjá farþegaþotu í fyrsta sinn á flugvellinum. „Reykvíkingar fá væntanlega að sjá farþegaþotu í næsta mánuði. Það mun afráðið að Caravelle-þota setjist á Reykjavíkurflugvöll á leið vestur um haf og verður það fyrsta lending farþegaþotu á vellinum hér,“ sagði í frétt Morgunblaðsins þann 18. maí 1961. Haft var eftir flugvallarstjóranum Gunnari Sigurðssyni að leitað hefði verið eftir lendingarleyfi fyrir þotuna. Ekkert væri því til fyrirstöðu að þotan lenti í Reykjavík því flugbrautir væru nægilega langar og þotan ekki of þung. Mikil eftirvænting ríkti vegna komu fyrstu farþegaþotunnar til Reykjavíkur. Hún hafði nokkru áður, á leið sinni frá Bandaríkjunum á flugsýninguna í París, sett hraðamet tveggja hreyfla þotu á flugi yfir Atlantshaf.Pétur P. Johnson Fram kom að sölumenn þotunnar hefðu verið á ferð á Íslandi skömmu áður og rætt þá við forystumenn Flugfélags Íslands. Koma þotunnar væri liður í kynningarstarfsemi og búist við henni um miðjan júnímánuð. Örn Ó. Johnson, forstjóri Flugfélagsins, sagði þó engar ráðagerðir um þotukaup að svo stöddu, hvað sem síðar yrði. Í fréttinni sagði að flugmálastjórnin væri að íhuga að láta framkvæma hávaðamælingar í bænum þegar þotan kæmi. Engin tæki væru til í landinu til slíkra mælinga en væntanlega yrði þeirra aflað erlendis frá. Af fréttaskrifum blaðanna frá þessum tíma má sjá að eftirvænting ríkti. Nánari fregnir tóku að birtast af ferðalagi þotunnar yfir hafið og erindi hennar til Íslands. Hún hafi verið smíðuð í Sud Aviation-verksmiðjunum í Toulouse í Frakklandi árið 1959. Hún væri þó í raun á vegum bandaríska General Electric-hreyflaframleiðandans, sem hefði í stað Rolls Royce-hreyfla sett eigin hreyfla á frönsku þotuna í samstarfi við Douglas-verksmiðjurnar. Forystumönnum íslensku flugfélaganna var boðið að kynnast þotunni. Fyrir miðri mynd er Örn Ó. Johnson, forstjóri Flugfélags Íslands. Til vinstri sjást tveir Loftleiðamenn, þeir Sigurður Helgason, varaformaður stjórnar, og Kristján Guðlaugsson, stjórnarformaður Loftleiða.Pétur P. Johnson Meðfylgjandi ljósmyndir af Caravelle-þotunni á Reykjavíkurflugvelli tók Pétur P. Johnson og hafa þær ekki áður birst opinberlega. „Þessi flugvél kom hér við á sýningarferðalagi og er fyrsta þotan til að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Meðan þotan staldraði við hér var forráðamönnum íslensku flugfélaganna, Flugfélags Íslands og Loftleiða, boðið í flugferð með vélinni. Þessi útgáfa af Caravelle, sem var með General Electric-hreyfla, náði aldrei neinni sölu,“ segir Pétur. Flugvélin kom til Íslands frá flugsýningunni í París með viðkomu á Shannon-flugvelli á Írlandi. Í blöðunum sáust þó efasemdir um að hún myndi í raun geta lent í Reykjavík. Fyrir miðjan júnímánuð birtust fréttir um að henni seinkaði og myndi sennilega koma í kringum 20. júní. Og enn frestaðist koma þotunnar. Menn voru að springa úr spennu. Stóri dagurinn rann svo loks upp fimmtudaginn 22. júní. Flugvélin var merkt bandaríska General Electric-hreyflaframleiðandanum og var nefnd Santa Maria. Daginn eftir var henni flogið áfram vestur um haf, til Gander á Nýfundnalandi og New York.Pétur P. Johnson „Þotan var 2 klst. og 20 mín. hingað og allmikill mannfjöldi hafði safnast saman úti á flugvelli, þegar til hennar heyrðist, ofar skýjum yfir bænum,“ sagði í Morgunblaðinu. „Margir höfðu safnast út á flugvöll til að skoða gripinn, þegar lenti, en hann lét nokkuð bíða eftir sér vegna tafa. Hann kom þjótandi með ægihraða og hafði ekki neinar vöflur með lendingu, og tókst hún fljótt og vel, brunandi kom vélin eftir brautinni með geysigný og þyrlaði upp feiknlegum moldarmekki í kjölfarinu,“ sagði Vísir. „Menn höfðu velt því mjög fyrir sér áður en þotan lenti hvort ekki væri erfitt fyrir hana að lenda á svo stuttri braut,“ sagði í frétt Tímans sem bætti síðan við: „En hún virtist ekki bera hinn minnsta kvíðboga fyrir lendingunni heldur dembdi sér niður úr skýjunum, silfurgljáandi og rennileg, og nam staðar með miklum þyt og gný. Héldu margir að hún hefði skotið fallhlíf aftur úr sér til þess að draga úr hraðanum en það gera margar þotur. Sú tilgáta reyndist þó ekki vera rétt heldur stöðvaðist hún vegna eigin vélarafls,“ sagði Tíminn. Frétt Alþýðublaðsins af komu þotunnar. „Vakti það mikla athygli manna hversu lítinn hluta flugbrautarinnar þotan notaði við lendinguna; hún svo til snarstanzaði á miðri brautinni, sem liggur úr Skerjafirði að Njarðargötu,“ sagði Þjóðvijinn. „Nýju hreyflarnir eru stærri en hinir og eru aflmeiri. Þeir hafa líka hemla og var skemmtilegt að sjá hvernig þeir voru notaðir í lendingunni í gær. Það er eins konar hlemmur sem fellur að útblástursopi hreyflanna og beinir loftstraumnum fram á við. Þotan nam staðar, þegar hún hafði runnið liðlega hálfa brautina, og huldist moldarryki sem hún þyrlaði upp af brautinni,“ sagði Morgunblaðið. „Með henni komu starfsmenn frá General Electric og sýndu blaðamönnum og gestum fyrst kvikmynd í sal Flugfélags Íslands á vellinum og lýstu hreyflum og þætti General Electric og Douglas-verksmiðjanna í smíði vélarinnar. Síðan var boðið í flugferð flugmálaráðherra Ingólfi Jónssyni, forráðamönnum flugmála og fréttamönnum, þeyzt á 12 mínútum upp í 25 þús. feta hæð og flogið með feikihraða vestur yfir land og sjó. Var það hin notalegasta ferð og furðuðu menn sig á, hve lágt lét í vélinni, því flestir bjuggust við nokkrum hávaða þegar inn kæmi, en það reyndist aðeins vera dálítill niður,“ sagði Vísir. Frétt Morgunblaðsins þann 23. júní 1961. Á mynd með fréttinni sést að Caravelle-þotan var komin á loft á móts við gamla flugturninn. „Flugmálaráð, forystumenn beggja flugfélaganna og aðrir gestir fóru með Caravelle í stutta flugferð. Notaði hún brautina sem liggur út í Vatnsmýrina, að Hringbrautinni, og var á ýmsum að heyra að sennilega yrði hún í lítilli hæð yfir miðbænum. Flugmálastjórnin gerði út menn til að mæla hávaðann í bænum til samanburðar við íslensku flugvélarnar. En það fór öðru vísi. Á móts við flugturninn var Caravelle komin á loft – með allmiklum hávaða. Hún stefndi til himins, það fór ekki á milli mála, og yfir miðbænum var hún að hverfa upp í skýin,“ sagði Morgunblaðið. „Það vakti athygli þeirra sem voru svo heppnir að fá að fljúga með henni upp í háloftin hve ört hún hækkaði sig því áður en menn vissu var hún komin upp fyrir skýin og dumbunginn og flaug inn í sólskinið, sem ávallt ríkir ofan skýja,“ sagði Tíminn. „Nokkrir íslenskir flugmenn voru með í ferðinni, og settist Jóhannes Snorrason, yfirflugstjóri F.Í., undir stýri. Lét hann mjög vel af farkostinum,“ sagði Alþýðublaðið. Mynd sem tekin var ofan af nýja flugturninum af flugtaki þotunnar birtist í Morgunblaðinu tveimur vikum eftir komu hennar. „Caravelle getur flutt 89 farþega með „ferðamanna-innréttingu“ og er óhætt að segja að vel fari um farþegana. Hávaðinn er sáralítill, örlítill niður, sem menn verða ekki varir við þegar til lengdar lætur,“ sagði Morgunblaðið. Eftir flugferðina var haft eftir Loftleiðamönnum að fyrir verð einnar Caravelle-þotu mætti fá sex DC-6B Cloudmaster-flugvélar. Tveimur vikum síðar greindi Gunnar Sigurðsson flugvallarstjóri Morgunblaðinu frá niðurstöðum hávaðamælinganna. „Kom í ljós að gnýrinn frá Caravelle var álíka og frá Viscount, töluvert minni en frá Cloudmaster, sem eru háværastar íslenskra flugvéla.“ Sex árum eftir lendingu Caravelle-þotunnar í Reykjavík eignuðust Íslendingar sína fyrstu farþegaþotu. Koma hennar er rifjuð upp í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Hér má sjá kafla úr þættinum:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Flugþjóðin Einu sinni var... Tengdar fréttir Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27 Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. 11. september 2024 12:20 Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27
Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. 11. september 2024 12:20
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44