Innlent

Skóla­kerfið, pólitíkin, Banda­ríkin og kílómetragjald

Samúel Karl Ólason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.

Gunnlaugur Magnússon, dósent við menntavísindasvið Uppsalaháskóla ræðir íslenska skólakerfið og deilur um uppbyggingu þess og árangur.

Silja Bára Ómarsdóttir prófessor við HÍ ræðir stöðuna í bandarísku forsetakosningunum nú þegar örfáir dagar eru til kjördags.

Guðlaugur Þór Þórðarson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir ræða pólitíkina, kosningabaráttuna,stöðu flokkanna, kannanir og helstu málefni.

Ragnar Bjartmarz sem leitt hefur undirbúning að umdeildri upptöku kílómetragjalds á allar bifreiðar svarar gagnrýni á nýtt lagafrumvarp sem liggur í samráðsgátt og þarf að verða að lögum fyrir áramót svo það geti tekið gildi fyrir næsta ár eins og til stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×